Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 19:15 Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AFP Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira