Ferguson: Meistaradeildin stærri en HM Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það sé merkilegri árangur að vinna Meistaradeild Evrópu en heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Fótbolti 2. nóvember 2010 09:45
Benitez svarar Hodgson fullum hálsi Rafa Benitez, stjóri Inter, hefur svarað ummælum Roy Hodgson, knattspyrnustjóra Liverpool, fullum hálsi. Fótbolti 2. nóvember 2010 09:22
Ferdinand ekki með til Tyrklands Rio Ferdinand mun ekki spila með Manchester United gegn tyrkneska liðinu Bursaspor í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Fótbolti 1. nóvember 2010 10:15
Van der Vaart missir af leiknum gegn Inter Rafael van der Vaart mun ekki spila með Tottenham þegar liðið tekur á móti Evrópumeisturum Inter frá Ítalíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Enski boltinn 1. nóvember 2010 09:45
Pinto fékk tveggja leikja bann fyrir að flauta rangstöðu á mótherja José Pinto, markvörður Barcelona, var dæmdur í tveggja leikja bann hjá UEFA, fyrir að blekkja César Santin, leikmann danska liðsins FC Kaupmannahöfn, í Meistaradeildarleik liðanna í dögunum. Fótbolti 29. október 2010 14:30
Forseti Inter hneykslaður á því að Milito sé ekki meðal þeirra bestu Massimo Moratti, forseti Inter Milan, var ekki sáttur með það að Diego Milito var ekki meðal þeirra 23 leikmanna sem koma til greina sem besti knattspyrnumaður ársins fyrir tímabilið 2010 en listinn var gefinn út af FIFA í gær. Fótbolti 27. október 2010 16:00
Markvörður Barcelona flautaði leikmann rangstæðan - myndband Jose Pinto, markvörður Barcelona, er kominn í vandræði hjá UEFA eftir að upp komst um óíþróttamannslega hegðun hans í leik á móti danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 22. október 2010 18:15
Gullmedalía George Best seldist á tæpar 28 milljónir Knattspyrnuáhugamaður eignaðist í dag eftirsóttasta gullverðlaunapening Manchester United mannsins George Best þegar hann bauð 156 þúsund pund í gullmedalíuna á uppboði í Englandi. Enski boltinn 20. október 2010 23:00
Heimsklassa þrenna Gareth Bale - myndir Gareth Bale skoraði stórkostlega þrennu fyrir Tottenham í 3-4 tapi liðsins á móti Inter Milan á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 20. október 2010 22:30
Eduardo þakklátur fyrir hlýjar móttökur Framherjinn Eduardo fékk afar hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Arsenal í gær er hann mætti á Emirates með Shaktar Donetsk. Fótbolti 20. október 2010 22:15
Redknapp: Ekki hægt að finna betri vinstri vængmann í heiminum „Við vorum komnir í mikil vandræði þegar við vorum lentir 4-0 undir og þetta hefði getað endað mjög illa. Við hefðum alveg getað endað með sjö, átta eða níu marka tap með tíu menn á móti Inter Milan," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir 3-4 tap liðsins á móti Inter í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 20. október 2010 21:45
Alex Ferguson: Þetta var mikilvægur sigur fyrir stuðningsmennina Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir nauman 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursaspor á Old Trafford í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 20. október 2010 21:15
Gareth Bale: Ég var bara að reyna að koma okkur aftur inn í leikinn „Við vorum einbeitingarlausir í upphafi leiks og erum hreinlega ekki með á hreinu hvað gerðist eiginlega," sagði Tottenham-maðurinn Gareth Bale eftir 4-3 tap á móti Inter í kvöld en Spurs-liðið var komið 3-0 undir og orðnir tíu inn á vellinum eftir aðeins 14 mínútur. Fótbolti 20. október 2010 20:51
Skelfileg byrjun hjá Tottenham í Mílanó en Bale með þrennu í seinni Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Fótbolti 20. október 2010 20:30
Fékk rauða spjaldið í upphitun - myndband Ótrúleg uppákoma átti sér stað í leik Ajax og Auxerre í Meistaradeildinni í gær. Uppákoma sem mun líklega ekki sjást aftur í Meistaradeilinni. Fótbolti 20. október 2010 15:30
Zlatan: Real miklu sterkara eftir að Mourinho kom AC Milan var yfirspilað af Real Madrid í gær og framherji Milan, Zlatan Ibrahimovic, var afar svekktur með sitt lið. Fótbolti 20. október 2010 11:15
Arsene Wenger: Þeir þreyttust á því að elta boltann Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu sáttur með 5-1 sigur á Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni í kvöld en Arsenal er með fullt hús og markatöluna 14-2 eftir þrjá fyrstu leikina. Fótbolti 19. október 2010 21:21
Metbyrjun hjá Arsenal - fjórtán mörk í þremur leikjum Arsenal sló met í meistaradeildinni í kvöld með 5-1 sigri á Shakhtar Donetsk en Arsenal-menn hafa nú skorað 14 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í riðlakeppninni en það hefur aldrei gerst áður. Fótbolti 19. október 2010 21:08
Sýning hjá Arsenal-liðinu og létt hjá Real gegn AC Milan Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Fótbolti 19. október 2010 20:34
Chelsea í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigur í Moskvu Chelsea er áfram með fullt hús í Meistaradeildinni eftir 2-0 sigur á rússneska liðinu Spartak Moskvu í Moskvu í uppgjöri toppliðanna í F-riðli í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í keppninni og hafði Spartak ekki fengið á sig mark fyrir leikinn. Chelsea skoraði bæði mörkin sín í leiknum í fyrri hálfleiknum. Fótbolti 19. október 2010 18:12
Margir fjarverandi hjá Chelsea í dag Chelsea mætir Spartak Moskvu á "plastinu" í Moskvu í dag og Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki viss um að hann treysti sér í að nota Ashley Cole á vellinum. Fótbolti 19. október 2010 11:15
Forseti Inter: Ætlar að reyna að kaupa Messi árið 2013 Massimo Moratti, forseti Inter, er alltaf skemmtilega hreinskilinn í viðtölum og ítalskir fjölmiðlamenn eru duglegir að heyra í þessum 65 ára knattspyrnuáhugamanni sem hefur gert frábæra hluti með Inter síðan að hann settist í forsetastólinn hjá Internazionale Milano fyrir fimmtán árum. Fótbolti 18. október 2010 23:30
Zlatan líkir Guardiola við Tiger Woods Zlatan Ibrahimovic átti ekki skap saman við Pep Guardiola þegar hann var í herbúðum Barcelona og entist spænski landsliðsframherjinn því bara í eitt tímabil hjá spænsku meisturunum. Síðan að Zlatan fór til AC Milan hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig um fyrrum þjálfara sinn og þar á meðal í nýju viðtali í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport. Fótbolti 18. október 2010 23:00
Mourinho að fá Zidane inn í þjálfarateymið sitt Jose Mourinho játaði það á blaðamannafundi í dag að hann væri langt kominn með að fá Zinedine Zidane í þjálfaraliðið sitt hjá Real Madrid. „Þetta mál er oft stórt fyrir mig að vera blaðra um því formaðurinn okkar ætti að greina frá þessu," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti AC Milan í Meistaradeildinni. Fótbolti 18. október 2010 21:30
Drogba missir af leiknum gegn Spartak Moskvu Didier Drogba verður ekki með þegar að Chelsea mætir Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 16. október 2010 19:30
Sölvi ætlar að ná leiknum gegn Barcelona Sölvi Geir Ottesen setur það ekki fyrir sig að spila handleggsbrotinn og ætlar að ná leik FCK og Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Enski boltinn 16. október 2010 11:30
Ronaldinho: Ég hleyp ekki meira af því að ég þarf þess ekki Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur spilað vel fyrir ítalska liðið AC Milan en hann hefur engu að síður margoft verið gagnrýndur fyrir það að vinna ekki næginlega vel fyrir liðið. Hinn 30 ára gamli Ronaldinho er ekki mikið að kippa sér upp við þetta. Fótbolti 15. október 2010 23:00
Ronaldinho notaði báða hælana - myndband Það eru ekki margir knattspyrnumenn sem eru betri með boltann en Brasilíumaðurinn Ronaldinho. Það eru líka til mörg myndband á netinu sem sýna hann leika sér með boltann hvort sem það er á æfingu, í leik eða bara í upphitun. Fótbolti 13. október 2010 19:30
Xavi snýr ekki aftur fyrr en á móti FC Kaupmannahöfn Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Xavi missir af deildarleik Barcelona á móti Valenica um helgina en verður hinsvegar með liðinu á móti FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í næstu viku. Xavi ætlaði að reyna að spila um helgina en er ekki orðin næginlega góður af meiðslum sem hann varð fyrir á hásin í lok september. Fótbolti 13. október 2010 15:00
Sölvi ætlar að reyna ná leiknum á Nou Camp Sölvi Geir Ottesen verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Portúgal í kvöld og hann hefur líka misst úr síðustu leiki með liði sínu FC Kaupmannahöfn eftir að hann varð fyrir því óláni að handleggsbrotna í leik á móti Bröndby 19. september síðastliðinn. Sölvi er samt allur að braggast og það styttist í það að hann snúi aftur á völlinn. Fótbolti 12. október 2010 15:45