Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. Fótbolti 31. maí 2010 13:30
Fimm dómarar í Meistaradeildinni líka Frá og með næstu leiktíð verða fimm dómarar í Meistaradeild Evrópu, rétt eins og var í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Sama verður uppi á teningnum í öllum leikjum í undankeppni EM 2012. Fótbolti 28. maí 2010 09:30
Mourinho grét á öxlinni á Materazzi þegar þeir kvöddust - myndband Það var skiljanlega ekki auðvelt fyrir Jose Mourinho að kveðja leikmenn og samstarfsmenn sína hjá Internazionale eftir sigurinn í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Mourinho er á leiðinni til Real Madrid þrátt fyrir að allir hafi grátbeðið hann um að vera áfram hjá Inter. Fótbolti 26. maí 2010 15:45
Real fær ekki aukagreiðslu frá Inter vegna Sneijder Massimo Moratti, forseti Inter, segir að það sé rangt sem fram hafi komið í ítölskum fjölmiðlum í liðinni viku að Inter þurfi nú að greiða Real Madrid sérstaka aukagreiðslu. Fótbolti 23. maí 2010 22:30
Maicon spenntur fyrir Real Maicon, leikmaður Inter, segist spenntur fyrir því að fá að fylgja Jose Mourinho til Real Madrid fyrir næsta tímabil. Fótbolti 23. maí 2010 20:15
Moratti: Mourinho er ógleymanlegur Massimo Moratti, forseti Evrópumeistara Inter, vonast enn til að Jose Mourinho verði áfram knatspyrnustjóri félagsins þó svo að allar líkur séu á að hann sé á leið til Real Madrid. Fótbolti 23. maí 2010 18:45
Mourinho: Real eina félagið sem vill fá mig Jose Mourinho segir að Real Madrid sé eina félagið sem vilji fá hann og gaf sterklega til kynna að hann væri á leið til Madrídar í sumar. Fótbolti 23. maí 2010 13:15
Myndasyrpa af fögnuði Evrópumeistaranna Inter frá Ítalíu varð í gær Evrópumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Bayern München, 2-0, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madrídarborg í gær. Fótbolti 23. maí 2010 12:45
Louis van Gaal: Smáatriðin skipta máli Louis van Gaal, þjálfari FC Bayern, var að vonum ósáttur eftir 2-0 tap liðsins gegn Inter í kvöld. Hann segir liðið ekki hafa fundið sig í leiknum. Fótbolti 22. maí 2010 22:40
Mourinho: Ekkert meira fyrir mig að gera hér Snillingurinn José Mourinho, þjálfari Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld að hann sé líklega á förum frá félaginu þar sem hann hafi ekkert meira að gera þarna, búinn að vinna allt. Fótbolti 22. maí 2010 22:30
Goran Pandev: Þetta er draumur Goran Pandev, leikmaður Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu að þetta væri draumur en hann hefur sigrað þrjá titla á aðeins sex mánuðum með liðinu en Inter keypti leikmanninn frá Lazio í janúar. Inter sigraði FC Bayern 2-0 með mörkum frá Diego Milito. Fótbolti 22. maí 2010 22:12
Diego Milito: Ótrúlega ánægður Diego Milito, leikmaður Inter, var stjarna kvöldsins en hann skoraði bæði mörk Inter er liðið sigraði FC Bayern 2-0 í úrslitaleik Meistaradeildar evrópu. Fótbolti 22. maí 2010 21:19
Hinn sérstaki fullkomnaði þrennuna - Inter Evrópumeistari Jose Mourinho landaði þrennunni í kvöld er lið hans Inter tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með 2-0 sigri gegn FC Bayern. Diego Milito skoraði bæði mörk Inter-liðsins í kvöld. Fótbolti 22. maí 2010 20:33
Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Louis van Gaal, þjálfari Bayern München, er þegar búinn að gera Bayern München að tvöföldum meisturum í Þýskalandi og næst á dagskrá er að vinna Meistaradeildina á Santiago Bernabeu á morgun. Fótbolti 21. maí 2010 18:00
Gæti kostað Inter fúlgu að vinna Meistaradeildina Eftir því sem fram kom í spænskum fjölmiðlum í morgun þarf Inter á Ítalíu að greiða Real Madrid væna fúlgu ef liðinu tekst að vinna Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Fótbolti 21. maí 2010 14:15
Arjen Robben gagnrýnir Mourinho fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni Arjen Robben leikmaður Bayern Munchen hefur gagnrýnt José Mourinho þjálfara Internazionale fyrir að spila bara upp á úrslitin í leikjum sínum og segir jafnframt að hjá Bayern hugsi menn um að að vinna leiki með því að spila flotta fótoblta. Robben lék fyrir Mourinho hjá Chelsea. Fótbolti 20. maí 2010 17:45
Webb dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Englendingurinn Howard Webb mun dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram á lauardagskvöldið. Fótbolti 20. maí 2010 12:45
Mourinho: Meistaradeildin stærri en HM Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, segir að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar sé mikilvægasti knattspyrnuleikur heimsins. Fótbolti 19. maí 2010 10:15
Mourinho kallar Eyjafjallajökul Guðjohnsen Jose Mourinho, stjóri Inter á Ítalíu, er engum líkur og sló á létta strengi á blaðamannafundi á æfingasvæði Inter í Mílanó í dag. Fótbolti 18. maí 2010 15:28
Van Gaal: Mourinho var einu sinni hógvær Hinn hollenski þjálfari FC Bayern, Louis Van Gaal, segist eiga örlítið í José Mourinho, þjálfara Inter, en þeir tveir mætast með lið sín á laugardag í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 17. maí 2010 20:00
Leikbann Ribery stendur Það varð endanlega ljóst í dag að Franck Ribery spilar ekki úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Inter um næstu helgi. Íþróttadómstóll í Sviss tók málið fyrir í dag og hafnaði beiðni FC Bayern um að aflétta leikbanninu. Fótbolti 17. maí 2010 17:45
Mourinho segist ekki hafa talað við nein félög Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hann hafi ekki rætt við nein félög um framtíðarstarf en mikið hefur verið skrifað og slúðrað um framtíð hans í boltanum. Mourinho gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Inter. Fótbolti 11. maí 2010 19:45
Íþróttadómstóll Evrópu tekur ákvörðun um hvort Ribery spili úrslitaleikinn Fjórum dögum fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar fær Franck Ribery að vita hvort hann fái að spila leikinn. Samkvæmt öllu á kappinn að vera í banni. Fótbolti 11. maí 2010 11:30
Áfrýjun Bayern hafnað Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Franck Ribery verður ekki með Bayern München gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum. Fótbolti 5. maí 2010 17:00
Bayern búið að áfrýja Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það hefur móttekið áfrýjun Bayern München við úrskurði aganefndar sambandsins um að dæma Franck Ribery í þriggja leikja bann. Fótbolti 30. apríl 2010 10:45
Þjálfari Bayern feginn að mæta Inter frekar en Barcelona Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, viðurkenndi það í dag að hann væri feginn að sleppa við það að mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer í Madrid 22. maí næstkomandi. Fótbolti 29. apríl 2010 19:00
Mourinho: Ég mun aldrei þjálfa Barcelona Jose Mourinho segist gera sér grein fyrir því að hann muni aldrei taka við liði Barcelona á sínum þjálfaraferli. Fótbolti 29. apríl 2010 11:15
Inter fagnaði í Barcelona - myndir Það var rafmagnað andrúmsloftið á Camp Nou í Barcelona í kvöld er Inter sótti Barcelona heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 28. apríl 2010 22:45
Mourinho: Verð áfram hjá Inter næsta vetur José Mourinho, þjálfari Inter, réð sér engan veginn fyrir kæti í kvöld er lið hans, Inter, gerði sér lítið fyrir og sló Barcelona út úr Meistaradeild Evrópu. Hann var svo kátur að hann lýsti því yfir að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur. Fótbolti 28. apríl 2010 21:51
Sneijder: Draumur að rætast Hollendingurinn Wesley Sneijder var ekki áberandi í liði Inter í kvöld enda spilaði liðið eingöngu varnarleik. Hann var afar kátur eftir leikinn og bíður spenntur eftir að komast á Santiago Bernabeau þar sem úrslitaleikurinn fer fram en þar lék hann með Real Madrid áður en hann fór til Inter. Fótbolti 28. apríl 2010 21:31