Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pepe: Cristiano Ronaldo er betri en Messi

    Pepe leikmaður Real Madrid segir að Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi hjá Barcelona þar sem að Ronaldo sé mun fjölhæfari leikmaður en Argentínumaðurinn. Pepe er nýkomin aftur inn í lið Real Madrid eftir að hafa verið dæmdur í tíu leikja bann í fyrra fyrir að ráðast á mótherja.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez: Vonar að Mascherano geti spilað Chelsea-leikinn

    Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er að vonast til þess að argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano geti spilað með á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi. Mascherano verður ekki með á móti Fiorentina í Meistaradeildinni í kvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Casillas: Enginn tími fyrir Kaka og Ronaldo að aðlagast

    Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segir að kröfurnar á liðið séu svo miklar að nýir leikmenn fái engan tíma til þess að aðlagast. Hann viðurkennir jafnframt að hann sem og aðrir leikmenn spænska liðsins séu enn að átta sig á því hvernig best sé að spila með þeim Kaka og Cristiano Ronaldo.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Xabi Alonso frá í allt að tíu daga vegna meiðsla

    Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, meiddist í 5-2 sigri liðsins á FC Zurich á þriðjudaginn og nú er orðið ljóst að meiðslin hans eru það alvarlega að hann verður frá í tíu daga. Hann tognaði á vöðva á fæti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zico ráðinn sem knattspyrnustjóri Olympiakos

    Brasilíska goðsögnin Zico hefur tekið við stjórnartaumunum hjá grísku meisturunum í Olympiakos sem leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Temuri Ketsbaia hætti óvænt sem stjóri félagsins á dögunum eftir nokkurra mánaða veru hjá félaginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger ánægður með Eduardo

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með Króatíumanninn Eduardo sem skoraði sigurmark Arsenal gegn Standard Liege í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carragher: Við vorum ekki góðir

    Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, sagði að sínir menn hafði ekki spilað neitt sérstaklega vel þegar að liðið vann 1-0 sigur á ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Barca var betra

    Zlatan Ibrahimovic sagði eftir leik Barcelona og Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld að Börsungar hafi verið betri aðilinn í leiknum sem lauk með markalausu jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fámennur stuðningsmannahópur Barca á San Siro

    Samkvæmt heimildum ítalska dagblaðsins La Repubblica mun Barcelona ekki fá mikinn stuðning á San Siro-leikvanginum í kvöld þegar liðið mætir Inter í Meistaradeildinni því aðeins um 400 stuðningsmenn Börsunga munu hafa lagt á sig ferðalagið til Mílanóborgar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Anelka: Við söknuðum Drogba á móti Porto

    Nicolas Anelka er á því að fjarvera Didier Drogba hafi verið ein aðalskýringin á bitleysi sóknarleiks Chelsea á móti Porto í Meistaradeildinni í gær. Chelsea vann leikinn 1-0 og skoraði Anelka sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Galliani: Inzaghi er ótrúlegur

    Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan hrósaði hinum 36 ára gamla markvarðahrelli Filippo Inzaghi í hástert eftir tvennu hans í 1-2 sigrinum á Marseille í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Ronaldo með tvennu fyrir Real Madrid

    Fyrstu leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld þegar átta leikir fóru fram í riðlium a til d. Þar bar hæst að stjörnumprýtt lið Real Madrid vann 2-5 sigur gegn FC Zürich og ensku félögin Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mascherno klár í slaginn

    Javier Mascherano hefur jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Liverpool sem mætir ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ketsbaia hættur hjá Olympiakos

    Georgíumaðurinn Temuri Ketsbaia er hættur sem knattspyrnustjóri gríska liðsins Olympiakos en á morgun mætir liðið AZ Alkmaar í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sir Alex: Vill fá annað tækifæri á móti Barcelona

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að óskamótherjar sínir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næsta vor séu Evrópumeistarar Barcelona en hann vill endilega fá tækifæri til að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum í Róm í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Andres Iniesta: Versta sumarið mitt á ævinni

    Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, er að komast aftur af stað eftir að hafa glímt við erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá fótboltavellinum í meira en hundrað daga.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter og spáir því að hann verði spútnikstjarna Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Balotelli þykir vera hæfileikaríkur framherji en hann er einnig þekktur fyrir það að hafa litla stjórn á skapi sínu.

    Fótbolti