Fegnir að fá ekki enskan úrslitaleik Forráðamenn Knattspyrnusambands Evrópu segja það gott að ekki verði enskur úrslitaleikur í Meistaradeildinni í Aþenu þann 23. maí. Um tíma leit út fyrir að liðin í úrslitum yrðu bæði frá Englandi, en AC Milan setti þar stórt strik í reikninginn með stórsigri á Manchester United í gær. Fótbolti 3. maí 2007 19:00
Gerrard: Við erum martröð allra liða Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segist ekki geta beðið eftir því að fara með lið sitt í annan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á tveimur árum. Hann segir það martröð fyrir hvaða lið sem er að mæta Liverpool í keppninni því þeir rauðu gefist aldrei upp. Fótbolti 3. maí 2007 10:15
San Zero Breskir fjölmiðlar buðu upp á skrautlegar fyrirsagnir eftir leik AC Milan og Manchester United í gær þar sem enska liðið féll úr keppni eftir 3-0 tap. The Sun bauð upp á fyrirsögnina "San Zero" og vísaði þar í markatöluna og máttlausa frammistöðu United. Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri viðurkenndi að hans menn hefðu verið slakir og er enn fúll yfir því að þurfa að mæta grönnum liðsins í Manchester City strax á laugardaginn. Fótbolti 3. maí 2007 07:45
Ancelotti: United er betra lið en Liverpool Carlo Ancelotti þjálfari Milan var kátur með sigur sinna manna á Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Nú getur Milan náð fram hefndum á Liverpool eftir hrunið í Istanbul fyrir tveimur árum. Fótbolti 2. maí 2007 21:38
Ferguson: Milan verðskuldaði sigurinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi að AC Milan hefði verið betra liðið í kvöld þegar lið hans féll úr keppni í Meistaradeildinni eftir 3-0 tap í Mílanó. Hann sagði sína menn aldrei hafa verið sérstaklega líklega til að skora. Fótbolti 2. maí 2007 21:28
Milan og Liverpool mætast í úrslitum Það verður AC Milan sem leikur til úrslita gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Ítalska liðið vann í kvöld sannfærandi 3-0 sigur á Manchester United í síðari leik liðanna í undanúrslitum á San Siro. Milan og Liverpool mættust í úrslitaleik keppninnar fyrir tveimur árum. Fótbolti 2. maí 2007 20:32
3-0 fyrir Milan Nú stefnir í að úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu þetta árið verði endurtekning á leiknum í Istanbul árið 2005, því Alberto Gilardino var að koma AC Milan í 3-0 gegn Manchester United á San Siro. Gestirnir þurfa nú að skora tvö mörk á tíu mínútum til að tryggja framlengingu. Fótbolti 2. maí 2007 20:21
Milan hefur 2-0 yfir í hálfleik AC Milan er í mjög góðum málum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Kaka kom heimamönnum yfir eftir ellefu mínútur og eftir hálftíma leik bætti Clarence Seedorf við öðru marki. Manchester United þarf nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að ná í úrslitin. Fótbolti 2. maí 2007 19:33
2-0 fyrir Milan AC Milan er komið í 2-0 gegn Manchester United á San Siro. Það var Clarence Seedorf sem skoraði annað markið á 30. mínútu eftir að Kaka skoraði fyrsta markið á 11. mínútu. Gestirnir frá Englandi eru nú komnir í vond mál og þurfa að skora tvö mörk til að komast áfram. Fótbolti 2. maí 2007 19:15
Kaka kemur Milan yfir Brasilíski snillingurinn Kaka hefur komið AC Milan yfir 1-0 gegn Manchester United á San Siro. Markið skoraði hann með laglegu skoti í bláhornið á elleftu mínútu leiksins og heimamenn mjög ákveðnir í byrjun. Fótbolti 2. maí 2007 19:04
Rooney einn í framlínu United Nú er búið að tilkynna byrjunarliðin fyrir síðari leik AC Milan og Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem hefst klukkan 18:45 í beinni á Sýn. Wayne Rooney er einn í framlínu enska liðsins og Nemanja Vidic kemur aftur inn í miðvarðarstöðuna. Fótbolti 2. maí 2007 18:37
Ferguson: Við þurfum að eiga frábæran leik Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleik AC Milan og Manchester United í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. Sir Alex Ferguson segir sína menn þurfa á algjörum toppleik að halda til að komast í úrslitin. Fótbolti 2. maí 2007 16:45
Mourinho gefur lítið út á stemminguna á Anfield Jose Mourinho vill ekki meina að stemmingin góða á Anfield í gær hafi orðið sínum mönnum í Chelsea að falli, en Rafa Benitez stjóri Liverpool sagði að áhorfendur liðsins væru "sá útvaldi" hjá Liverpool og skaut þar með á nafngiftina sem Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við Chelsea. Fótbolti 2. maí 2007 15:34
Fínt að vinna deildarbikarinn fyrir 500 milljónir punda Rick Parry, yfirmaður Liverpool, gat ekki stillt sig um að skjóta á Chelsea í gær þegar Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar með því að slá Chelsea út úr keppninni. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea hafði kallað Liverpool lítið félag og lið sem sérhæfði sig í bikarkeppnum fyrir leikina og Parry skaut til baka í gær. Fótbolti 2. maí 2007 14:43
Mourinho: Við vorum betri Jose Mourinho knattspyrnustjóri sagðist stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tapið gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld og sagði sína menn hafa verið betri aðilan í leiknum. Fótbolti 2. maí 2007 05:00
Benitez: Get ekki beðið um meira Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vanda ánægður með leik sinna manna í gærkvöldi þegar liðið lagði Chelsea í Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Hann vildi ekki ræða stríð sitt við Jose Mourinho frekar, heldur kaus að njóta sigursins. Fótbolti 2. maí 2007 03:14
Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á tveimur árum með því að bera sigurorð af Chelsea í kvöld. Liverpool vann leikinn 1-0 og því þurfti að grípa til framlengingar og síðar vítakeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Leikmenn Liverpool sýndu stáltaugar í vítakeppninni og mæta Milan eða Manchester United í úrslitum. Fótbolti 1. maí 2007 21:24
Framlengt á Anfield Það stefnir í mikla dramatík í leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fer í framlengingu eftir að Liverpool var yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Staðan í einvíginu er því 1-1 og því þarf að spila til þrautar í kvöld - hvort sem það verður eftir framlengingu eða vítakeppni. Fótbolti 1. maí 2007 20:34
Liverpool yfir í hálfleik Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var danski varnarmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark heimamanna á 22. mínútu og staðan í einvíginu er því jöfn 1-1. Leikurinn er sýndur á Sýn í beinni lýsingu Arnars Björssonar frá Anfield. Fótbolti 1. maí 2007 19:30
Agger kemur Liverpool yfir Liverpool er komið yfir 1-0 gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Agger skoraði með laglegu skoti eftir fyrirgjöf Steven Gerrard sem kom upp úr vel tekinni aukaspyrnu á vinstri vængnum á 22. mínútu. Staðan er nú orðin 1-1 í einvíginu. Fótbolti 1. maí 2007 19:07
Vidic og Ferdinand klárir í slaginn Miðverðirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand hafa báðir fengið grænt ljós á að spila með liði sínu Manchester United annað kvöld þegar liðið sækir AC Milan heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Gennaro Gattuso hefur sömuleiðis náð sér af meiðslum hjá Milan en varnarmaðurinn Paolo Maldini er mjög tæpur. Fótbolti 1. maí 2007 19:03
Byrjunarliðin klár Nú styttist í að flautað verði til leiks í síðari undanúrslitaleikur Liverpool og Chelsea hefjist á Anfield í Liverpool. Arnar Björnsson lýsir leiknum beint frá Liverpool og verður hann sýndur beint á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 1. maí 2007 18:01
Shevchenko er ekki í deilum við Chelsea Chelsea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að ástæða þess að Andiy Shevchenko fer ekki með liðinu til Liverpool sé meiðsli en ekki deilur við knattspyrnustjórann. Shevchenko tilkynnti í gær að hann gæti ekki spilað gegn Liverpool vegna nárameiðsla, en bresku blöðin héldu því fram að hann hefði neitað að fara með liðinu eftir að honum hafi verið tjáð að hann væri ekki í byrjunarliðinu í kvöld. Fótbolti 1. maí 2007 15:53
Shevchenko verður ekki með gegn Liverpool Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko verður ekki með liði sínu Chelsea þegar það sækir Liverpool heim í síðari undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Þegar er ljóst að liðið verður án þeirra Ricardo Carvalho og Michael Ballack, sem báðir eru meiddir. Fótbolti 30. apríl 2007 19:07
Finnan og Essien verða með annað kvöld Bakvörðurinn Steve Finnan verður leikfær með Liverpool annað kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea í síðari leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þá kemur miðjumaðurinn Michael Essien aftur inn í lið Chelsea. Leikurinn er á Anfield í Liverpool og verður sýndur beint á Sýn. Fótbolti 30. apríl 2007 17:23
Benitez: Hringlið í Mourinho kostaði Chelsea titilinn Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú bætt enn í sálfræðistríðið við Jose Mourinho kollega sinn hjá Chelsea fyrir síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Benitez segir að Mourinho hafi eyðilagt möguleika Chelsea á Englandsmeistaratitlinum um síðustu helgi með því að gera of miklar breytingar á byrjunarliði sínu. Fótbolti 30. apríl 2007 17:09
Grískir lögreglumenn hóta verkfalli Lögreglumenn í Aþenu í Grikklandi hafa nú skapað nokkra spennu þar í borg, því þeir hóta að fara í verkfall daginn sem úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í borginni þann 23. maí næstkomandi. Lögreglumennirnir ætla að nota þessa hótun í kjarabaráttu sinni þar sem þeir fara fram á bætta vinnuaðstöðu og hærri tekjur. Fótbolti 30. apríl 2007 16:54
Kaka: United spilar brasilískan bolta Miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segir að Manchester United spili eins og lið frá Brasilíu og var hann hrifinn af spilamennsku liðsins þegar það tók á móti Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki rétt að Arsenal spili brasilískan bolta eins og sumir hafi haldið fram. Fótbolti 27. apríl 2007 15:00
Stuðningsmaður Milan setti Dida á uppboð á eBay Svekktur stuðningsmaður AC Milan sýndi vilja sinn í verki í gær og setti markvörðinn Dida á uppboð á netinu í gær eftir að honum þótti brasilíski markvörðurinn ekki standa sig nógu vel í fyrri leiknum gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum. Fótbolti 27. apríl 2007 14:31
Shevchenko: Kaka er sá besti Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, segir að fyrrum félagi hans hjá AC Milan, Brasilíumaðurinn Kaka, sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag. Kaka fór á kostum með Milan gegn Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni og skoraði tvö mörk á Old Trafford. Fótbolti 27. apríl 2007 14:21