6 dagar í Idol: Reyndu fyrir sér í Idol áður en þær urðu Nylon stjörnur Það muna allir eftir stúlknasveitinni Nylon en sveitin var eitt vinsælasta stúlknaband sem Ísland hefur getið af sér. Það sem færri vita þó er að tvær af meðlimum Nylon, þær Alma og Steinunn, höfðu reynt fyrir sér í Idol Stjörnuleit áður en Nylon var stofnuð. Lífið 19. nóvember 2022 09:02
Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. Menning 19. nóvember 2022 07:01
Dómurinn yfir Eiríki á Omega fyrir skattsvik staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Viðskipti innlent 18. nóvember 2022 14:09
Fyrsta jólalag Helga Björns í yfir 25 ár Gleðipinninn Helgi Björnsson er löngu orðinn fastagestur í útvarpstækjum landsmanna hver einustu jól. Helgi hafði hins vegar ekki gefið út nýtt jólalag síðan hann gaf út lagið ódauðlega Ef ég nenni. Nú yfir 25 árum síðar sendir Helgi frá sér glænýtt jólalag, Gjöf merkt þér. Jól 18. nóvember 2022 13:00
Sylvía býr í fallegu raðhúsi út á Nesi: Málaði vegg í stofunni á mjög frumlegan hátt Myndlistarkonan og búningahönnuðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, með listamannsnafnið Sylvía Lovetank gerir alltaf óvenjulega og skemmtilega hluti. Lífið 18. nóvember 2022 12:01
Opna lúxussal með frumsýningu Avatar: The way of Water Sambíóin opna glæsilegasta lúxussal landsins í Kringlunni þann 16. desember með frumsýningu á stórmyndinni Avatar: The Way of Water. Lífið samstarf 18. nóvember 2022 11:01
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin Lífið á Vísi frumsýnir í dag fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári. Bíó og sjónvarp 18. nóvember 2022 11:01
Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Systkinin Álfgrímur og Þorgerður Ása voru að gefa út nýtt jólalagið sem ber nafnið „Jólin eru tíminn“. Það er greinilegt að jólaandinn lifir í þessum söngelsku systkinum þar sem þetta er í annað sinn sem þau gefa út jólalag saman. Jól 18. nóvember 2022 10:30
7 dagar í Idol: Fyrsta sýnishorn úr nýju þáttaröðinni Nú er aðeins ein vika í að fyrsti þáttur Idol verði sýndur á Stöð 2. Af því tilefni birtir Vísir plakat og fyrsta sýnishorn úr væntanlegri þáttaröð. Lífið 18. nóvember 2022 09:01
Hallmark hringir inn jólin Hver elskar ekki velgjulega væmnar sjónvarpsmyndir þar sem allt fer á besta veg að lokum? Auðvitað eru einhverjir skröggar þarna úti sem vilja ekkert af slíku vita en aðdragandi jóla er gósentíð fyrir okkur hin þegar hinar ástsælu Hallmark-jólamyndir fara að birtast á Stöð 2 og Stöð 2+ og í augum margra eru þær jafn nauðsynlegar um jólin og malt og appelsín, hálfmánar með sveskjusultu og frómasinn hennar ömmu. Lífið samstarf 18. nóvember 2022 08:30
Twerkoholic-rapparinn B. Smyth er látinn Bandaríski rapparinn B. Smyth, sem þekktastur er fyrir lag sitt Twerkoholic frá árinu 2014, er látinn, 28 ára að aldri. Lífið 18. nóvember 2022 07:42
Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði „Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil. Lífið 17. nóvember 2022 22:22
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. Innlent 17. nóvember 2022 18:30
Bjartmar mætti órafmagnaður til Bylgjunnar og hefur aldrei verið betri Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Bjartmar mætir með hljómsveitina Bergrisana og leika þeir á als oddi. Tónlist 17. nóvember 2022 18:01
Fær ekki að vera hin eina sanna „drottning jólanna“ þrátt fyrir allt Söngkonan Mariah Carey hefur oft verið kölluð drottning jólanna enda jólalög hennar órjúfanlegur hluti af jólahaldi margra. Carey hafði óskað eftir því að titillinn yrði skráður sem vörumerki í hennar eigu. Í vikunni fékkst sú niðurstaða í málið að Carey fengi ekki einkaleyfi fyrir vörumerkinu og má því hver sem er kalla sig „drottningu jólanna“. Jól 17. nóvember 2022 15:31
James Bond sýnir ótrúlegar mjaðmahreyfingar Leikarinn Daniel Craig sýnir danstaktana sína þar sem hann dansar um París í vodka auglýsingu sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Taika Waititi. Lífið 17. nóvember 2022 14:31
Sömdu lag um að sakna hvor annars á aðfangadag Jón og Friðrik Dór Jónssynir eru á fullu að undirbúa tónleikana sem þeir halda í Kaplakrika í Hafnarfirði í desember. Lífið 17. nóvember 2022 12:31
Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg. Bíó og sjónvarp 17. nóvember 2022 11:02
8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. Lífið 17. nóvember 2022 09:01
Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu „Við vissum að við vildum gera jólalag og vorum sammála um að gera ekki enn eitt jólalagið um alla pakkana og kertin og allt þetta dót sem skiptir engu máli þegar upp er staðið,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um nýja lagið Desember sem kom út í dag. Jól 17. nóvember 2022 07:00
Mikið líf í Gufunesinu þar sem True Detective og Snerting eru tekin upp Eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, sem staðsett er í Gufunesinu í Reykjavík, er töluvert aðdráttarafl fyrir erlendar framleiðslur að sögn leikstjóra og eiganda þess sem segist viss um að kvikmyndaiðnaðurinn geti verið ein af stoðgreinum landsins. Gríðarlegt umfang er á svæðinu þar sem þættirnir True detective eru teknir upp. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2022 21:00
„Takk fyrir að standa með mér í gegnum þetta allt“ Leikkonan Christina Applegate hefur hlotið stjörnu á hinni frægu götu Hollywood Walk og Fame. Á síðasta ári greindist hún með MS sjúkdóminn og minntist á hann í tilfinningaþrunginni ræðu við athöfnina. Lífið 16. nóvember 2022 17:31
Princess Diaries 3 staðfest: Mætir Mia Thermopolis aftur á skjáinn? Aðdáendur Princess Diaries kvikmyndanna og bókanna geta nú glaðst. Princess Diaries 3 er í vinnslu hjá Disney. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2022 16:44
Íslensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins. Bíó og sjónvarp 16. nóvember 2022 16:31
Tengsl lífsins, dauðans og þess sem bíður handan dauðans Jóni Sæmundi Auðarsyni er margt til lista lagt en hann opnar sýningu næstkomandi föstudag 18. nóvember sem ber nafnið Litandi, litandi, litandi. Fer hún fram í Listasal Mosfellsbæjar og er jafnframt síðasta sýning ársins hjá þeim. Menning 16. nóvember 2022 15:31
Gefur lagið loksins út tíu árum síðar Tónlistarkonan og læknaneminn Guðrún Ólafsdóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu ЯÚN, var að gefa út lagið Móðurást. Texti lagsins er úr samnefndu ljóði Jónasar Hallgrímssonar en í dag er dagur íslenskrar tungu sem haldinn er á fæðingardegi skáldsins. Tónlist 16. nóvember 2022 15:00
Dúndurdiskó Bragi Valdimar hlaut verðlaun Jónasar Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Menning 16. nóvember 2022 14:23
Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. Tónlist 16. nóvember 2022 11:30
9 dagar í Idol: Pétur Jóhann fór á kostum sem óperusöngvari Grínistinn Pétur Jóhann kom óvænt fram á úrslitakvöldi fjórðu þáttaraðar Idol árið 2009. Þar flutti hann aríuna Nessun dorma og er óhætt að segja að hann hafi lagt allt sitt í flutninginn. Lífið 16. nóvember 2022 09:01
„Lífið snýst ekki lengur um að skara fram úr og vinna alla daga“ „Allir héldu að þetta væri bara einhver tímabundinn draumur. En ég var alveg staðráðin í þessu og hjartað sló fast fyrir þetta,“ segir hin dugmikla, jákvæða og 21 árs gamla Elonora Rós í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðasta laugardag. Lífið 16. nóvember 2022 06:01