Fríska upp á Landnám og slíta sjóði Þórs Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um endurgerð verksins Landnáms var samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Vísir/Vilhelm Til stendur að endurgera minnisvarða um landnám Íslands sem stendur á grassvæði nærri Austurveri við Háaleitisbraut í Reykjavík og hefur mikið látið á sjá á síðustu árum. Fjármagn úr minnisvarðasjóði Þórs Sandholt verður nýtt til verksins og sjóðum í kjölfarið slitið. Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land. Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Borgarráð samþykkti tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra þessa efnis á fundi á fimmtudag. Umrætt listaverk er eftir Björgvin Sigurgeir Haraldsson, var reist árið 1974 og er í eigu borgarinnar. Í greinargerð kemur fram að minnisvarðasjóður Þórs Sandholt hafi verið óhreyfður í mörg ár og að safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi lagt til að verja fé úr sjóðnum til að endurgera verkið. Verkið stendur á grassvæði á mótum Háaleitisbrautar og Hvassaleitis. Vísir/Vilhelm „Verkið er úr steinsteypu og hefur verulega látið á sjá auk þess sem ástand þess er orðið hættulegt umferð á svæðinu. Fram kemur að fyrir liggi mat þess efnis að ekki sé hægt að gera við verkið heldur þurfi að endurgera það. Kostnaður við endurgerð er áætlaður rúmar 10 milljónir króna og er lagt til að við slit sjóðsins verði fénu varið til að standa straum af þessari endurgerð. Listasafn Íslands hefur lagt til hliðar 2 milljónir króna á þessu ári til að vinna að þessu verkefni og yrði að huga að lokafjármögnun síðar. Fjármagn úr sjóðnum myndi tryggja að hægt væri að vinna verkið,“ segir í tillögu borgarstjóra. Verkið er nærri fimmtíu ára gamalt og farið að láta á sjá. Það er um fimm metra hátt.Vísir/Vilhelm Sjóður stofnaður árið 1954 Ennfremur segir að fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar hafi umsjón með sjóðnum en engin stjórn sé yfir honum og ekki hafi fundist skipulagsskrá fyrir sjóðinn þrátt fyrir leit. „Tilurð sjóðsins á sér langa sögu eða frá árinu 1954 en tilgangur hans var að reisa minnismerki um endurreisn lýðveldisins Íslands. Þann 22. janúar 1980 afhenti dánarbú Þórs Sandholts sjóðinn til Reykjavíkurborg til eignar. Sjóðurinn hefur ekki veitt styrki eða fengið nokkrar tekjur síðustu 20 árin eða jafnvel allt frá árinu 1980. Ársreikningur fyrir árið 2022 var lagður fram þann 27. júní 2023 þar sem fram kemur að eigið fé sjóðsins nemi 6.565.082 kr. Er það sú fjárhæð sem lagt er til að verði veitt úr sjóðnum til endurgerðar verksins Landnám. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði slitið eftir að eign sjóðsins hefur verið ráðstafað samkvæmt framansögðu,“ segir í greindargerð borgarstjórans. Um er að ræða úr steinsteypu.Vísir/Vilhelm Á vef Listasafns Reykjavíkur segir að um sé að ræða stórt og tígulegt verk úr samsettum steinplötum sem sýni tvo landnámsmenn, víkinga, sem standi í stafni og horfi einbeittir á ónumið land.
Reykjavík Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira