NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Sigurgöngu Cleveland Cavaliers lauk í Indiana

13 leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA deildinni lauk í nótt í Indiana þar sem Indiana Pacers hafði betur í jöfnum leik, 106-102. Varð Pacers þar með fyrsta liðið til að vinna Cavaliers tvisvar á þessu tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland er komið á flug

Eftir að hafa byrjað leiktíðina illa er Cleveland Cavaliers dottið í gírinn í NBA-deildinni. Liðið vann í nótt sinn áttunda leik í röð í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ball ætlar að gefa Trump skó

Körfuboltapabbinn yfirlýsingaglaði, LaVar Ball, ætlar að senda Donald Trump Bandaríkjaforseta körfuboltaskó til að reyna að róa hann aðeins eftir deilu þeirra síðustu daga.

Körfubolti
Fréttamynd

Kyrie er nýi kóngurinn í Boston

Sextán leikja sigurganga Boston Celtics er ekki aðeins ein sú lengsta hjá þessu sögufræga NBA-liði heldur einnig ein sú athyglisverðasta í NBA-deildinni á síðustu árum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami endaði sigurgöngu Boston og OKC vann meistarana | Myndbönd

Miami Heat endaði sextán leikja sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Oklahoma City Thunder vann sannfærandi sigur á meisturum Golden State Warriors og blóðgaður LeBron James leiddi Cleveland Cavaliers til sigurs. Los Angeles Clippers vann líka langþráðan sigur eftir níu töp í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kyrie Irving með 47 stig í sextánda sigri Boston í röð | Myndbönd

Boston Celtics hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en að þessu sinni þurfti liðið framlengingu og stór leik frá Kyrie Irving til að landa sextánda sigrinum í röð. Þrenna Russell Westbrook dugði OKC ekki til sigurs en Cleveland Cavaliers vann sinn fimmta leik í röð og New York Knicks á til þess að Los Angeles Clippers liðið tapaði sínum níunda leik í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Stephen Curry með sinn besta leik á tímabilinu | Myndbönd

Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.

Körfubolti