NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Parker framlengir við Spurs

Franski bakvörðurinn Tony Parker skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við San Antonio Spurs í dag og mun hann því leika sitt þrettánda, fjórtánda og fimmtánda tímabil í NBA-deildinni með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Stríðni Shaq endar í réttarsalnum

Shaquille O'Neal, einn besti miðherji NBA-deildarinnar fyrr og síðar, er óhræddur við að gera grín að bæði sér og öðrum en nú hefur þessi fjórfaldi NBA-meistari gengið of langt því maður einn frá Michigan hefur höfðað skaðabótamál gegn honum og tveimur öðrum.

Körfubolti
Fréttamynd

Isaiah Austin boðið starf hjá NBA-deildinni

Austin var hluti af nýliðavalinu í NBA-deildinni í ár en þurfti að leggja skóna á hilluna nokkrum dögum áður vegna sjaldgæfs hjartagalla. Austin var heiðraður á kvöldi nýliðavalsins af deildinni og hefur honum nú verið boðið starf hjá deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Doc Rivers mun ekki þjálfa undir Sterling

Komi til þess að dómstólar felli niður úrskurð deildarinnar um að Donald Sterling verði að selja liðið munu leikmenn, þjálfari þess og styrktaraðilar þess yfirgefa liðið að mati framkvæmdarstjóra Los Angeles Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuckey kemur í stað Stephensons

Indiana Pacers hefur samið við skotbakvörðinn Rodney Stuckey, en honum er ætlað að fylla skarð Lance Stephensen sem yfirgaf Indiana á dögunum og gekk til liðs við Charlotte Bobcats.

Körfubolti
Fréttamynd

Rose í æfingarhóp Bandaríkjanna

Derrick Rose var óvænt valinn í æfingarhóp bandaríska landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í körfubolta sem fer fram á Spáni í haust þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 49 leiki á síðustu þremur tímabilum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe vill fá Byron Scott

Leitin að nýjum þjálfara LA Lakers stendur enn yfir en stjarna liðsins, Kobe Bryant, er búinn að setja pressu á stjórn félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron fundar með Pat Riley

Baráttan um þjónustu LeBron James er í fullum gangi og verður það líklega næstu vikurnar. Þó svo honum sé frjálst að fara frá Miami Heat er ekki víst að hann geri það.

Körfubolti