Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Hætta á matar­eitrun: Inn­kalla osta­sósu

Aðföng hafa ákveðið að innkalla ostasósuna „Santa Maria Dip Nacho Cheese Style“ í 250 gramma dósum. Ástæða innköllunarinnar er að í tiltekinni framleiðslulotu greindist baktería sem valdið getur matareitrun.

Neytendur
Fréttamynd

Krónan á Granda opnuð á ný í dag

Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar.

Neytendur
Fréttamynd

Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur

Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Neytendur
Fréttamynd

Ekki vöruð við þúsund króna gjaldi fyrir hrað­banka­út­tekt

Þúsund króna út­tektar­gjald er lagt á við­skipta­vini bankanna þegar þeir taka út fjár­hæðir á kredit­kortum sínum. Við­skipta­vinir eru ekki varaðir við fyrir fram og furðar við­skipta­vinur Lands­bankans sig á því. Lands­bankinn segir að ó­mögu­legt að birta ná­kvæman kostnað við út­tektir með kredit­kortum þar sem gjald­skrár banka séu mis­jafnar. Engin við­vörun er heldur gefin í hrað­bönkum Ís­lands­banka og Arion banka.

Neytendur
Fréttamynd

Þegar Íslendingar fengu alvöru stórmarkað

Mikligarður spilar stórt hlutverk í þróun matvörumarkaðs á Íslandi en þegar verslunin opnaði í Holtagörðum í Sundahverfi árið 1983 var hún sú stærsta hér á landi, eða tæpir átta þúsund fermetrar. Þar var boðið var upp á ýmsar nýjungar sem ekki höfðu sést áður í verslunum á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Fá sekt vegna full­yrðinga um CBD-olíuna Sprota

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum.

Neytendur
Fréttamynd

Stjórn­endur farið langt yfir strikið

Formaður Neytendasamtakanna telur samráð Samskipa og Eimskip hafa skilað sér til neytenda með hærra vöruverði. Hann segir það sorglegt að stjórnendur fyrirtækjanna tveggja hafi hagað sér með þessum hætti. 

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Álfasaga ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta. Ástæða innköllunar er röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, bæði egg og sellerí.

Neytendur
Fréttamynd

Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér

Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

„Þvert á vilja fólksins í landinu“

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum. 

Viðskipti innlent