Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 14:42 Nú verður dýrara að hangsa í „rennunni“ Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að rukka í hina svokölluðu „rennu“ á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia, en gjaldskyldan mun hefjast 4. mars næstkomandi, en það mun vera frítt að fara í gegnum hana taki það mann fimm mínútur eða minna. „Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess m.a. að hleypa út farþegum eða losa farangur. Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að markmið breytingarinnar sé að tryggja öllum sem, eru til dæmis að skutla farþegum á flugvöllinn, skjótt og öruggt aðgengi. Það verði gert með því að taka gjald af þeim sem dvelja lengur en fimm mínútur í „rennunni“. Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda. „Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 skammtíma bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum í 30.“ Fram kemur að á degi hverjum sé 1500 til 1700 bílum ekið í gegnum „rennuna“ á degi hverjum. Umferðin sé mest á álagstíma, og því megi lítið út af bregða til að tafir verði og biðraðir myndist. „Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að dvalartími um 8% bíla er á bilinu 16-20 mínútur. Það hefur heft flæði í gegnum hana og leitt til biðraða sem valda öðrum gestum flugvallarins óþægindum. Til að sporna gegn þessu og stuðla að bættu flæði um rennuna verður tekið upp gjald á þau ökutæki sem eru lengur en fimm mínútur,“ segir í tilkynningunni. „Langflestir ökumenn nýta rennuna eins og til er ætlast og stöðva bíla sína þar einungis í örskamma stund. Miðgildi dvalartíma er um tvær og hálf mínúta og um 80% bíla eru 5 mínútur eða skemur í rennunni.“ Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Rennan er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess m.a. að hleypa út farþegum eða losa farangur. Nokkuð hefur verið um að bílstjórar hafi lagt bílum í rennunni í lengri tíma, sem stíflar flæði umferðar og getur heft aðgengi farþega og viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að markmið breytingarinnar sé að tryggja öllum sem, eru til dæmis að skutla farþegum á flugvöllinn, skjótt og öruggt aðgengi. Það verði gert með því að taka gjald af þeim sem dvelja lengur en fimm mínútur í „rennunni“. Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda. „Til að koma til móts við farþega höfum við lengt gjaldfrjálsa tímann á P2 skammtíma bílastæðunum komu megin við flugstöðina úr 15 mínútum í 30.“ Fram kemur að á degi hverjum sé 1500 til 1700 bílum ekið í gegnum „rennuna“ á degi hverjum. Umferðin sé mest á álagstíma, og því megi lítið út af bregða til að tafir verði og biðraðir myndist. „Athugun á notkun rennunnar yfir rúmlega mánaðar tímabil sýnir að dvalartími um 8% bíla er á bilinu 16-20 mínútur. Það hefur heft flæði í gegnum hana og leitt til biðraða sem valda öðrum gestum flugvallarins óþægindum. Til að sporna gegn þessu og stuðla að bættu flæði um rennuna verður tekið upp gjald á þau ökutæki sem eru lengur en fimm mínútur,“ segir í tilkynningunni. „Langflestir ökumenn nýta rennuna eins og til er ætlast og stöðva bíla sína þar einungis í örskamma stund. Miðgildi dvalartíma er um tvær og hálf mínúta og um 80% bíla eru 5 mínútur eða skemur í rennunni.“
Gjaldskráin verður eftirfarandi: Fyrstu 5 mínúturnar: Frítt Hver mínúta eftir það: 500 kr. Sólarhringur: 50.000 kr. 1.490 kr. þjónustugjald bætist við greiðslu-skuld ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda.
Keflavíkurflugvöllur Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira