NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

NFL: Tebow-ævintýrið að enda? | Patriots sitja hjá í fyrstu umferð

Tim Tebow og félagar í Denver Broncos áttu ekki góðan dag í ameríska fótboltanum í gær og hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Tom Brady sýndi hinsvegar snilli sína í seinni hálfleik þegar New England Patriots tryggði sér sæti í annarri umferð úrslitakeppninnar. Þetta var líka góður dagur fyrir Detroit Lions sem eru komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999.

Sport
Fréttamynd

Þegar Tebow hitti Jesús

Hinn heittrúaði Tim Tebow mátti sætta sig við tap í gær þegar Tom Brady kom í heimsókn á Mile High í Denver.

Sport
Fréttamynd

Manning spilar ekkert í vetur

Indianapolis Colts hefur gefið það út að leikstjórnandinn Peyton Manning muni ekki spila neitt í vetur. Colts á tvo leiki eftir af tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Hurd rekinn frá Chicago Bears

NFL-liðið Chicago Bears er búið að reka útherjann Sam Hurd frá félaginu en hann hefur verið handtekinn fyrir eiturlyfjasölu og gæti átt yfir höfði sér 40 ára fangelsisdóm.

Sport
Fréttamynd

Ruddaleg tækling í NFL-deildinni

Hinn grjótharði varnarmaður Pittsburgh Steelers, James Harrison, gæti fengið allt að tveggja leikja bann fyrir afar ruddalega tæklingu á Colt McCoy, leikstjórnanda Cleveland Browns.

Sport
Fréttamynd

Stefnir í fullkomið tímabil hjá Packers - Tebow einnig óstöðvandi

Staðan í NFL-deildinni breyttist lítið í gær. Green Bay stóðst risapróf gegn NY Giants þar sem Aaron Rodgers, leikstórnandi Green Bay, bauð upp á enn eina ótrúlegu frammistöðuna. Hann keyrði liðið upp allan völlinn á 58 sekúndum og Packers vann leikinn með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út.

Sport
Fréttamynd

Gerði grín að Plaxico og þóttist skjóta sig í fótinn

Það gleymist seint þegar Plaxico Burress skaut sjálfan sig í lærið, í bókstaflegri merkingu, á næturklúbbi í New York. Stevie Johnson, leikmaður Buffalo Bills, var svo sannarlega ekki búinn að gleyma því er hann mætti Burress um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Stóri bróðir vann "Harbowl" - Packers vann enn einn leikinn

Sögulegur atburður átti sér stað í NFL-deildinni í nótt þegar bræður mættust í fyrsta skipti sem aðalþjálfarar í NFL-deildinni. Alls voru þrír leikir spilaðir í NFL-deildinni í gær þar sem Bandaríkjamenn héldu upp á Þakkargjörðardaginn.

Sport
Fréttamynd

Ekkert sem stöðvar Green Bay Packers

Það er ekkert lát á góðu gengi Green Bay Packers í NFL-deildinni en liðið vann í gær sinn tíunda leik í röð í vetur. Packers er búið að vinna 16 leiki í röð ef sigurhrina síðasta tímabils er tekin inn í reikninginn.

Sport
Fréttamynd

Úrslit helgarinnar í NFL - 49ers kemur enn á óvart

Meistarar Green Bay Packers er eina taplausa liðið í NFL-deildinni og San Francisco 49ers er óvænt með næstbesta árangurinn í deildinni. Leikmenn 49ers sýndu um helgina að það er engin tilviljun er liðið vann afar sterkan sigur á NY Giants.

Sport
Fréttamynd

Colts gæti losað sig við Manning

Án Peyton Manning hefur allt farið í vaskinn hjá Indianapolis Colts. Liðið er búið að tapa öllum átta leikjum sínum í deildinni og tímabilið búið hjá liðinu. Manning er frá vegna hálsmeiðsla en þrátt fyrir allt vonast hann til þess að spila eitthvað á þessari leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Philadelphia vaknað - Steelers slökkti á Brady

Kraftaverkin gerast í St. Louis þessa dagana. Hafnaboltalið borgarinnar varð meistari í vikunni á ótrúlegan hátt og NFL-lið borgarinnar fylgdi þeim titli eftir með því að vinna sinn fyrsta sigur í vetur um helgina. Rams gerði sér þá lítið fyrir og lagði New Orleans Saints sem hafði pakkað Colts saman, 62-7, vikuna á undan.

Sport
Fréttamynd

Sögulegt tap Colts í NFL-deildinni

Hræðilegt gengi Indianapolis Colts hélt áfram í NFL-deildinni í gær er liðið fékk á sig 62 stig gegn New Orleans Saints í gær. Colts náði einu snertimarki í leiknum og skoraði alls sjö stig.

Sport