Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Innlent 5. október 2023 09:37
Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. Viðskipti innlent 4. október 2023 06:46
Töldu sig svikna eftir milljarða sölu og stefndu Helga Helgi Hermannsson, stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, var í sumar dæmdur til að greiða fjórum hönnuðum samanlagt 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í. Viðskipti innlent 2. október 2023 09:01
Byggjum brú fyrir framtíðina Í heimi menntatækni (e. edtech), þar sem markmiðið er að menntakerfið þróist í takt við þarfir samfélags sem byggir í auknum mæli á tækni og nýsköpun, leika hágæðarannsóknir lykilhlutverk. Ekki síst þegar kemur að yngri stigum menntakerfisins. Þar eru rannsóknarbyggðar menntatæknilausnir grundvöllur markvissra breytinga sem skila árangri. Skoðun 29. september 2023 11:00
Nýjar lausnir fyrir nýja tíma Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt í þriðja sinn á dögunum. Um árleg verðlaun er að ræða, þar sem óskað er eftir tilnefningum frá framúrskarandi fyrirtækjum sem vinna að orku- og veitutengdum lausnum eða nýta orku, heitt vatn, neysluvatn eða fráveitu í sinni nýsköpun. Að þessu sinni hlutu fjögur fyrirtæki tilnefningu sem hafa ólík tengsl við orku- og veitustarfsemi. Skoðun 27. september 2023 07:02
Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum eftir kaup Baader Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tapað 4,5 milljörðum króna frá því að þýska félagið Baader fjárfesti fyrst í félaginu árið 2021. Tapið var 845 milljónum króna minna á árinu 2022 en árið áður eða 1,8 milljarðar króna. Innherji 25. september 2023 13:28
Rocky Road hefur safnað 700 milljónum og þarf núna að framkvæma Íslenska leikjafyrirtækið Rocky Road, sem Þorsteinn Friðriksson stofnandi Plain Vanilla fer fyrir, hefur aukið hlutafé sitt um þrjár milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 410 milljóna króna. Samanlagt hefur fyrirtækið safnað 700 milljónum króna frá innlendum og erlendum fjárfestum frá stofnun félagsins við upphaf árs í fyrra. Innherji 21. september 2023 16:01
Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. Atvinnulíf 18. september 2023 07:00
Nýsköpun í rekstri þjóðar Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Skoðun 17. september 2023 17:31
Raðfrumkvöðlar á Íslandi Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Skoðun 16. september 2023 11:00
Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð. Innherji 13. september 2023 12:01
Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. Atvinnulíf 11. september 2023 07:01
Öflugt kaupréttarkerfi laðar að framúrskarandi starfskrafta Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. Skoðun 9. september 2023 08:01
Hopp hlaut Vaxtarsprotann með 970 prósenta vöxt í veltu Hopp hefur hlotið viðurkenninguna Vaxtarsproti ársins, fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti Vaxtarsprotann í Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal í gær. Viðskipti innlent 8. september 2023 11:53
Áhætta Solid Clouds „snarminnkað“ frá síðasta hlutafjárútboði Við ætlum að nýta hlutafé sem unnið er að safna til að skrúfa frá krananum þegar kemur að markaðsstarfi, segir forstjóri tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds. Innherji 2. september 2023 10:28
Fjársjóður hafsins Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Skoðun 1. september 2023 09:01
Halla Berglind ráðin rekstrarstjóri Avo sem safnað hefur milljarði í fjármögnun Halla Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Avo. Á meðal viðskiptavina félagsins, sem safnað hefur um milljarði króna í fjármögnun meðal annars frá erlendum fjárfestum, eru Boozt, IKEA og Wolt. Klinkið 30. ágúst 2023 14:33
Sænskur vísisjóður tekur þátt í ríflega 300 milljóna fjármögnun Snerpu Power Sprotafyrirtækið Snerpa Power sótti 2,2 milljónir evra, eða sem nemur 314 milljónum króna, í sinni fyrstu fjármögnunarlotu sem lauk dögunum. Vísisjóðirnir Crowberry Capital og hinn sænski BackingMinds leiddu fjármögnunina. Innherji 30. ágúst 2023 12:32
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. Atvinnulíf 28. ágúst 2023 07:00
Vöxtur Verne hraðari en búist var við og leita því til fjárfesta Gagnaverið Verne Global vex hraðar en gert var ráð fyrir við kaup breska innviðasjóðsins Digital 9 haustið 2021. Þess vegna er félagið að leita til fjárfesta (e. capital sources) til að fjármagna frekari vöxt fyrr en áætlað var, segir forstjóri Verne Global. Innherji 25. ágúst 2023 18:08
Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 08:07
Sproti í sókn: Handóðir prjónarar gáfu fyrstu endurgjöfina „Ég myndi leyfa mér að segja að Lykkjustund væri bylting í prjónaheiminum sem hefði opnað nýjar dyr fyrir frábærar hönnunarhugmyndir og auðveldað prjónurum mikið sem vilja eða nenna ekki að vera að reikna út sömu hlutina aftur og aftur,“ segir Nanna Einarsdóttir aðspurð um það hvað hún sæi fyrir sér að segja um sprotafyrirtækið sitt eftir um tíu ár, miðað við það að allar áætlanir gangi upp. Atvinnulíf 17. ágúst 2023 07:00
„Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki“ „Ég hef oft sagt við þau að blaða- og fréttamenn bíta ekki. Þetta er bara venjulegt fólk að vinna vinnuna sína,“ segir Andrés Jakob Guðjónsson verkefnastjóri hjá KLAK en í þessari viku heldur hann fyrirlestur fyrir þau sprotafyrirtæki sem taka þátt í Startup Supernova 2023 um góð samskipti við fjölmiðla. Atvinnulíf 16. ágúst 2023 07:00
Kjálkanes fjárfesti í Sidekick Health fyrir nærri 800 milljónir Kjálkanes, annar stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar, keypti óbeint í heilsutæknifyrirtækinu Sidekick Health fyrir tæplega 800 milljónir króna í fyrra. Innherji 15. ágúst 2023 14:14
Ríkasti Finninn, sjóður Paul Gettys og Sequoia fjárfestu í vísisjóði Ara og Davíðs Á meðal fjárfesta í vísisjóði á sviði loftlagsmála sem bræðurnir Ari og Davíð Helgasynir stofnuðu eru J. Paul Getty Trust, ríkasti maður Finnlands og stofnandi finnska leikjafyrirtækisins Supercell sem gaf meðal annars út Clash of Clans. Að auki fjárfesti vísisjóður á vegum Sequoia Capital, einu þekktasta fjárfestingafélagi í heimi þegar kemur að styðja við nýsköpunarfélög, í Transition. Innherji 14. ágúst 2023 14:17
Um tilefnislausa von Það er enginn skortur á skoðanagreinum umhættur síbreytilegrar heimsmyndar. Örar tæknibreytingar, hamfarahlýnun, stórfelld útrýming dýrategunda og aukin misskipting auðs birtast okkur í fréttum á hverjum einasta degi. Í slíku flóði slæmra frétta er skiljanlegt að fólk finni til kvíða eða vonleysis. Það er hins vegar ekki sjálfsagt að gefast upp og tapa voninni. Skoðun 11. ágúst 2023 16:30
Ari Helgason: Fjárfestingar vísisjóða í loftlagstækni farið hratt vaxandi Fjárfestingar vísisjóða hafa aukist hvað mest á undanförnum tveimur til þremur árum á sviði loftlagstækni. Hluti af tækifærinu við að stofna vísisjóð í London sem einblínir á loftlagsmál er að evrópskum fyrirtækjum á þessum vettvangi vantar meira fé og stuðning til að vaxa. Það er mun meira fjármagn í Bandaríkjunum til að dreifa á þessu sviði, segir Ari Helgason, einn af stofnendum vísisjóðsins Transition. Innherji 10. ágúst 2023 14:49
Fyrirtækin tíu sem taka þátt í Startup SuperNova í ár Búið er að velja þau tíu sprotafyrirtæki sem taka þátt í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova í ár. Framkvæmdastjóri Klak-Icelandic Startups segir ánægjulegt hve margar umsóknir bárust en alls kepptu á þriðja tug sprotafyrirtækja um sæti í hraðlinum. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 18:30
Ættum að marka stefnu um uppbyggingu gagnavera eins og hin Norðurlöndin Hin Norðurlöndin hafa gert markvissar áætlanir um hvernig megi byggja upp gagnaversiðnað enda skapar hann vel launuð störf, auknar gjaldeyristekjur og er góð leið til að fjölga eggjum í körfunni þegar kemur að orkusölu. Ísland ætti að gera slíkt hið sama. Spár gera ráð fyrir að þörf fyrir reikniafl og gagnageymslu í heiminum muni margfaldast á næstu árum, segir formaður Samtaka gagnavera í viðtali við Innherja. Innherji 15. júlí 2023 09:00
Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið. Innherji 11. júlí 2023 08:24