Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Greinar eftir Ole Anton Bieltvedt, formann ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Fréttamynd

Hundruð milljóna í búgrein, sem aðrir banna!?

Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og er oft farið heiftarlega með þau í sláturhúsum og flutningi þangað. Koma þau stundum nær dauða en lífi þar að; fótbrotin, lemstruð og limlest.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfkák, vanefndir og ónáttúra

Nýlega efndi ríkisstjórnin til blaðamannafundar til að kynna "stórsókn í loftslagsmálum“. Ekki færri en 7 ráðherrar mættu til leiks í Austurbæjarskóla til að kynna þetta stórmál; hér gætu menn séð, að þessi ríkisstjórn stæði fyrir sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Gáleysi utanríkisráðherra

Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál.

Skoðun
Fréttamynd

Afdalamenn og orkupakkar

Fyrst þetta: Sjálfstæði og velferð fæst ekki án efnahagslegs styrks, efnahagslegs sjálfstæðis, og efnahagslegt sjálfstæði fæst aðeins með þáttöku í alþjóðasamstarfi og fullri nýtingu alþjóðlegra markaða; Sjálfstæði og velferð án efnahagslegs sjálfstæðis er ekki til. Gott dæmi um þetta er Kúba.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni, en hvað með vexti, gengi og aðra kostnaðarþætti?

Bjarni Benediktsson skrifar grein í blaðið 1. ágúst sl., þar sem hann fjallar um það, að World Economic Forum hafi í skýrslu sinni um samkeppnishæfni ríkja skipað Sviss í 1. sæti, og, að Svíþjóð og Finnland hafi bæði komizt í efstu 10 sætin.

Skoðun
Fréttamynd

Langreyðaveiðarnar kolólöglegar?

Athugun á langreyðaveiðum Hvals hf. leiðir í ljós, að helzta valdaklíka landsins - sem býr yfir miklum fjármagni og þéttriðnu tengsla- og hagsmunaneti – virðist halda þeim gangandi, væntanlega af peningagræðgi og gróðavon, en Hvalur borgar sem nemur um 86 aurum í veiðigjald fyrir kíló dýranna, og ef sala tekst fyrir að meðaltali 1 Evru á kíló, þá er brúttóhagnaður 14.000%.

Skoðun
Fréttamynd

Á þráhyggja eins manns að ráða för?

Þann 17. apríl birti Morgunblaðið fréttir af því, að Kristján Loftsson/Hvalur hf. myndi hefja veiðar á langreyðum aftur, eftir 2ja ára veiðihlé, en stórfellt magn fyrr drepinna hvala hafði reynzt óseljanlegt.

Skoðun
Fréttamynd

„God Save the Queen“

EES-samningurinn, sem er aldarfjórðungs gamall, þýddi í raun, að Ísland gekk 70-80% í ESB. Við bættist svo aðild að Schengen-samkomulaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland verði „land hreindýranna“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur setur í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmálasögu skýrt ákvæði um dýra- og náttúruvernd inn í stjórnarsáttmálann. Ríkisstjórnin á heiður skilinn fyrir þennan skilning og þessa framtíðarsýn

Skoðun
Fréttamynd

Er ríkisstjórnin að skipa sér á bekk með UKIP, AfD, Front National og Wilders?

Á síðustu árum hafa hægri öfgaöfl og þjóðernis- og einangrunarsinnar náð nokkurri fótfestu í Evrópu, einkum á grundvelli áróðurs gegn komu stríðshrjáðra flóttamanna, sem Evrópu ber þó að hjálpa, ekki aðeins vegna þeirrar mannúðar, sem við kennum okkur við, heldur líka vegna þeirra skyldna, sem við tókum á okkur með Genfarsáttmálanum.

Skoðun
Fréttamynd

6 helstu velferðarmál Íslendinga

Eftir langa dvöl erlendis sér undirritaður að nokkru stöðu mála hér með augum aðkomumannsins. Það þýðir auðvitað ekki, að ég sjái allt réttar en heimamenn, en kannski sumt.

Skoðun