Jafntefli í kaflaskiptum leik Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Sport 11. desember 2005 07:15
Fram lagði HK Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Sport 3. desember 2005 18:15
ÍBV lagði Selfoss í Eyjum Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss. Sport 3. desember 2005 17:45
Valur sigraði Þór Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk. Sport 2. desember 2005 21:00
Þrír leikir á dagskrá í kvöld Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 2. desember 2005 18:15
Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29. nóvember 2005 22:45
Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29. nóvember 2005 20:45
Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29. nóvember 2005 18:00
Fram sigraði ÍR Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26. Sport 20. nóvember 2005 21:01
Naumur sigur Hauka Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27. Sport 19. nóvember 2005 20:00
Stjarnan sigraði ÍBV Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn. Sport 19. nóvember 2005 16:15
KA sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu. Sport 18. nóvember 2005 22:30
Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28. Sport 16. nóvember 2005 21:30
Valur tekur á móti Fram Það verður sannkallaður toppslagur í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í kvöld, þegar Valur tekur á móti Fram í Laugardalshöllinni. Fram er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Valur kemur næst með 12 stig. ÍBV tekur á móti KA í Eyjum og þá leika Haukar og Stjarnan á Ásvöllum klukkan 20, en hinir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 16. nóvember 2005 18:45
Eradze frá keppni í rúma viku Meiðslin sem markvörður Stjörnunnar, Roland Valur Eradze, varð fyrir í leiknum gegn Val í 16-liða úrslitum SS-bikars karla í síðustu viku reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann mun vera frá í rúma viku. Sport 14. nóvember 2005 07:15
Tveir leikir á dagskrá í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15. Sport 11. nóvember 2005 19:00
Afturelding sigraði í Eyjum Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga. Sport 6. nóvember 2005 20:00
Hlynur sá um Stjörnuna Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum. Sport 5. nóvember 2005 18:55
Fram lagði Selfoss Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27. Sport 4. nóvember 2005 22:00
Valur á toppinn Valsmenn skelltu sér á topp DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sigruðu ÍBV 38-34 í Laugardalshöll. ÍR bar sigurorð af Víkingi/Fjölni 31-28 á útivelli, FH vann Selfoss 36-29, Afturelding sigraði HK 27-24, Fylkir burstaði KA 33-25 og Fram og Stjarnan skildu jöfn í Garðabænum 26-26. Leik Þórs og Hauka er enn ólokið, en hann hófst ekki fyrr en klukkan 20. Sport 2. nóvember 2005 21:15
Tveir leikir í kvöld Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar. Sport 23. október 2005 22:05