„Þetta var rosalega erfiður leikur“ „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 33-31 | FH-ingar á sigursiglingu FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30. Handbolti 21. nóvember 2022 21:10
Leipzig sýndi Patreki áhuga sem segir kitla að þjálfa í Þýskalandi Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var í viðtali í nýjasta þætti hlaðvarpsins Handkastið sem fjallar um Olís-deildina í handknattleik. Þar kom fram að Leipzig hefði kannað stöðuna hjá honum áður en Rúnar Sigtryggsson var ráðinn. Handbolti 20. nóvember 2022 23:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 38-28 | Fyrsti sigur Ásgeirs og Haukar upp úr fallsæti Haukar unnu sinn fyrsta leik síðan 22. september. Haukar tóku frumkvæðið í fyrri hálfleik og voru í bílstjórasætinu allan leikinn og heimamenn unnu tíu marka sigur 38-28.Það var mikill hiti í leiknum og fengu Heimir Óli og Petar Jokanovic báðir beint rautt. Handbolti 19. nóvember 2022 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Hörður 27-27 | Harðverjar sóttu sitt fyrsta stig í sögunni í efstu deild Grótta tók á móti Herði í 11.umferð Olís-deildar karla. Hörður, er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni eftir jafntefli á móti Gróttu í æsisspennandi leik. Handbolti 19. nóvember 2022 19:50
„Núna er mér alveg drullusama um þetta undir lokin“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var skýjum ofar eftir sigurinn á Fram í Úlfarsárdalnum í dag, 30-31. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum en voru nálægt því að kasta sigrinum frá sér undir lokin. Handbolti 19. nóvember 2022 19:17
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 30-31 | Ber er hver að baki nema sér Bruno eigi KA varð í dag fyrsta liðið til að vinna Fram á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal í Olís-deild karla. Lokatölur 30-31, KA-mönnum í vil. Handbolti 19. nóvember 2022 18:45
„Skutum á markið eins og ég veit ekki hvað“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tapið fyrir KA, 30-31, í Olís-deild karla í dag. Hann er orðinn langþreyttur á lélegri færanýtingu sinna manna. Handbolti 19. nóvember 2022 18:42
Sigurður Bragason: Þetta var bara svolítil geðveiki ÍBV vann frábæran sigur á Fram á útivelli fyrr í dag í Olís-deild kvenna í handknattleik en fyrir leikinn voru liðin jöfn í deildinni. Framarar voru einu skrefi á undan bróðurpart leiksins en rétt undir lokinn snéru Eyjakonur blaðinu við og sigldu sigrinum heim. Lokatölur í Framhúsi 25-27. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var hæstánægður að leik loknum. Handbolti 19. nóvember 2022 16:15
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 35-29 | Logar serían fram að jólum? Valsmenn unnu Stjörnuna í fyrsta leik tíundu umferðar Olís-deildar karla í handbolta, 35-29, þrátt fyrir að lenda sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Handbolti 18. nóvember 2022 22:04
„Mér fannst hann tæta okkur“ Eins kátur og Patrekur Jóhannesson gat verið eftir fyrri hálfleik Stjörnunnar gegn Val í kvöld þá var þjálfarinn alls ekki ánægður með seinni hálfleikinn, í 35-29 tapi Stjörnumanna í Olís-deildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 18. nóvember 2022 21:44
Markafjöldi í handbolta rokið upp eftir reglubreytingarnar Breytingar sem voru gerðar á handboltareglunum fyrir þetta tímabil hafa orðið til þess að mörkum hefur fjölgað verulega. Handbolti 18. nóvember 2022 14:01
Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. Handbolti 18. nóvember 2022 08:30
Hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Veðmál í gangi hjá KA Stefán Árni Pálsson og Ingvi Þór Sæmundsson fóru saman yfir umferð helgarinnar í Olís deild karla í handbolta í nýjasta hlaðvarpþætti Seinni bylgjunnar. Handbolti 17. nóvember 2022 13:31
Tekur undir barnastjörnustimpilinn með semingi Breiðhyltingurinn Arnar Freyr Guðmundsson þótti einn efnilegasti handboltamaður landsins á sínum tíma. Meiðsli settu stórt strik í reikning hans og skórnir voru á hillunni um tíma. En hann sneri aftur af alvöru fyrir þetta tímabil og hefur spilað vel liði ÍR sem hefur komið mörgum á óvart. Handbolti 17. nóvember 2022 09:01
Kross 9. umferðar: Adam í paradís og Baumruk hent úr eigin húsi Níundu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk í fyrradag. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 16. nóvember 2022 10:01
„Einn mesti stormur í vatnsglasi sem ég hef upplifað“ Hrannari Guðmundssyni, þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, finnst Valsmenn vera full viðkvæmir þessa dagana og bendir á viðbrögð þeirra við umræðunni um Tryggva Garðar Jónsson og styrk Ferencváros sem Valur sigraði í Evrópudeildinni. Handbolti 15. nóvember 2022 13:32
Umræðan truflaði ekki Tryggva: „Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á“ Tryggvi Garðar Jónsson fékk tækifærið í sigri Vals á Haukum í Olís deild karla í handbolta í gær og skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri. Eftir leikinn ræddi hann í beinni við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni. Handbolti 15. nóvember 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 32-34 | Ásgeir byrjar á naumu tapi gegn Íslandsmeisturunum Haukar töpuðu sínum fyrsta leik undir stjórn Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar en liðið beið lægri hlut gegn Íslandsmeisturum Vals í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2022 22:32
„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 14. nóvember 2022 22:00
„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. Sport 14. nóvember 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 31-31 | Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 jafntefli því niðurstaðan. Handbolti 14. nóvember 2022 21:30
Fyrsti leikur Ásgeirs með Hauka í kvöld: Ætla ekkert að vera að deyja úr stressi Ásgeir Örn Hallgrímsson stýrir Haukum í fyrsta skiptið í kvöld þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Val á Ásvöllum í Olís deild karla í handbolta. Það er óhætt að segja að það er líklega ekki hægt að byrja á erfiðari mótherja. Handbolti 14. nóvember 2022 10:31
Hergeir: Skrýtin tilfinning að mæta Selfossi í bláum búningi Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunni, gerði sínum gömlu félögum grikk þegar hann mætti uppeldisfélagi sínu, Selfossi, í Olís deildinni í handbolta karla í kvöld. Handbolti 13. nóvember 2022 23:06
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 22-35 | Stjarnan skellti Selfossi í uppgjöri liðanna um miðja deild Stjarnan vann sannfærandi 22-35 sigur þegar liðið atti kappi við Selfoss í níundu umferð Olísdeildar karla í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld. Handbolti 13. nóvember 2022 21:03
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 27-30 | FH-ingar fyrstir til að vinna í KA-heimilinu FH vann sterkan 27-30 sigur á KA í Olís deild karla í handbolta norður á Akureyri í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en heimamenn gerðu leikinn spennandi í seinni hálfleik. Handbolti 13. nóvember 2022 19:06
Sigursteinn: Vissum af þessari statistík og ætluðum að breyta henni FH bar sigurorð af KA, 27-30, í KA-heimilinu í dag. FH var sjö mörkum yfir í hálfleik en KA saxaði vel á forskotið í seinni hálfleik en FH-ingar náðu þó að klára leikinn með sigri. Handbolti 13. nóvember 2022 18:28
Botnliðið lét Fram hafa fyrir sér Toppbaráttulið Fram þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti stigalausa Harðverja í Olís-deild karla í handbolta í dag. Gestirnir unnu þó að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og heldur sér því í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 13. nóvember 2022 17:56
FH hefur ekki sótt gull í greipar Akureyringa undanfarin ár KA og FH mætast í Olís-deild karla í handbolta í KA-heimilinu kl. 16:00 í dag. Gestunum hefur gengið einkar illa á Akureyri undanfarin tímabil. Fyrir leik dagsins er KA í 8. sæti á meðan FH er í 4. sæti Olís deildarinnar. Handbolti 13. nóvember 2022 14:00
Umfjöllun: ÍBV - Grótta 34-31 | Rúnar dró vagninn gegn Seltyrningum Eyjamenn tóku á móti Gróttu í níundu umferð Olís deildar karla en Eyjamenn höfðu fyrir leik tapað tveimur deildarleikjum í röð og unnu síðast í deildinni fyrir meira en mánuði síðan. Leikurinn í dag var leikinn af krafti og endaði með þriggja marka sigri ÍBV, 34-31. Handbolti 12. nóvember 2022 15:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti