Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi

    „Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Pat­rekur fram­lengir til 2025

    Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2025. Þetta herma öruggar heimildir Stöðvar 2 og Vísis.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku

    Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta eru bestu fé­laga­skiptin í sumar“

    „Við spáðum Haukum 5. sætinu, við þurfum mögulega bara að endurskoða það eftir þessi kaup,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um innkomu Andra Más Rúnarssonar í lið Hauka í Olís deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“

    „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Ef ekki núna, hvenær þá?“

    Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Geggjað að vinna KA“

    Rúnar Sigtryggsson stýrði Haukum til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari liðsins. Staðan í hálfleik gegn KA var jöfn, 11-11, en Haukar stigu á bensíngjöfina í upphafi seinni hálfleiks og náðu þá forskoti sem þeir létu ekki af hendi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Hornið hentar minni líkamsbyggingu betur“

    Leikur Fram og Selfoss í gærkvöldi var ekki bara fyrsti leikur tímabilsins 2022-23 í Olís-deild karla, fyrsti leikur Fram á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal heldur einnig fyrsti alvöru leikur Ívars Loga Styrmissonar í nýrri stöðu.

    Handbolti