Réðu reynslubolta frá Brim sem flytur fjölskylduna til Fáskrúðsfjarðar Garðar Svavarsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði. Garðar tekur við starfinu af Friðriki Mar Guðmundssyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 12:13
Kæra dagsektirnar og hyggjast ekki afhenda gögnin í bili Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 07:29
Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viðskipti innlent 19. júlí 2023 16:33
Rógburður SFS í stuttu máli Nú er farinn í hönd sá tími sem áróðursmaskína SFS fer í yfirsnúning. Það virðist vera árviss viðburður að þegar ótímabær stöðvun strandveiða ber að garði og óréttlæti fiskveiðistjórnunarkerfisins blasir við þjóðinni, þá tínir SFS til kjaftasögur til þess að sverta strandveiðar, gjarnan á forsendum sem eru algjörlega órökstuddar. Skoðun 19. júlí 2023 15:30
Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. Innherji 18. júlí 2023 12:11
Strandveiðar í stuttu máli Nú er farinn í hönd sá tími árs þar sem Landssamband smábátaeigenda og fleiri skora á matvælaráðherra að auka strandveiðar, þar sem úthlutaður kvóti er búinn. Það virðist orðinn árviss viðburður að strandveiðimenn og velunnarar þeirra rísi upp á afturlappirnar og heimti meiri kvóta, gjarnan á þeim forsendum að nóg sé til og veiði hafi gengið vel. Skoðun 18. júlí 2023 11:01
Sorglegt að sveitarfélagið standi ekki með Seyðfirðingum Fjölmenn mótmæli voru haldin á Seyðisfirði um helgina þar sem áformum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði var mótmælt. Formaður félagasamtaka á Seyðisfirði segir sorglegt sveitarfélagið standi ekki með meirihluta íbúa, sem eru andvígir áformunum. Innlent 17. júlí 2023 17:38
Stöðvun strandveiða mótmælt: „Jafnmargir þorskhausar utan Alþingishússins og innan þess“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði Alþingi ekki vera að vinna vinnuna sína í tengslum við aflaheimildir strandveiða á mótmælum Strandveiðifélags Íslands gegn stöðvun strandveiða á Austurvelli í dag. Innlent 15. júlí 2023 15:15
Sjötíu og fimm prósent íbúa Seyðisfjarðar gegn sjókvíaeldi Félagasamtökin VÁ! stóðu í gær fyrir samstöðufundi á Seyðisfirði þar sem sjókvíaeldi í firðinum var mótmælt. Vakin var athygli á að 75% íbúa Seyðisfjarðar eru mótfallin áformum um sjókvíaeldi á laxi í firðinum. Innlent 14. júlí 2023 14:06
Hætta á skammsýni þegar öllu fjármagni framtakssjóða er stýrt frá Reykjavík Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar. Innherji 14. júlí 2023 10:26
Strandveiðimenn boða til mótmæla Strandveiðisjómenn hafa boðað til mótmæla laugardaginn 15. júlí þar sem mótmælt verður stöðvun strandveiða sem þeir segja ótímabæra. Gengið verður frá Hörpu að Austurvelli og verður lagt af stað klukkan tólf. Innlent 13. júlí 2023 23:31
Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð? Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Skoðun 13. júlí 2023 07:01
Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum við dyr Alþingis Ósáttur sjómaður sturtaði þorskhausum á gangstéttina við dyr Alþingishússins í nótt. Þannig mótmælti hann stöðvun strandveiða við Ísland en vertíðin þetta sumarið var sú stysta frá því strandveiðar hófust. Innlent 12. júlí 2023 12:03
Sæbýli klárar 400 milljóna útboð og áformar frekari vöxt Fyrirtækið Sæbýli, sem ræktar sæeyru á Suðurnesjum, hefur sótt sér 400 milljónir króna eftir að hafa lokið við hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum. Stjórnarformaður Sæbýlis, sem er að stórum hluta í eigu Eyris, segir að næsta skref verði að færa félagið frá því að vera í frumkvöðlastarfsemi yfir í að vera „mjög arðsöm eining“ í matvælaframleiðslu. Innherji 12. júlí 2023 07:05
Tímaspursmál hvenær sjókvíaeldi útrýmir villta laxinum Hafrannsóknarstofnun gaf nýverið út skýrslu sem sýndi fram á það án nokkurs vafa að sjókvíaeldið hefur stofnað íslenska laxastofninum í mikla hættu. Ef miðað er við niðurstöður stofnunarinnar má ætla að hnitmiðuð árás hafi verið gerð á villta laxinn og heimkynni hans. Skoðun 12. júlí 2023 07:00
Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Innlent 12. júlí 2023 06:46
Síðasti dagur strandveiða Síðasti dagur strandveiða er í dag og verða þær stöðvaðar frá og með morgundeginum. Þetta er stysta vertíðin í sögu strandveiða á Íslandi. Innlent 11. júlí 2023 14:39
Öngstræti matvælaráðherra „Allar mínar ráðstafanir eru í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ sagði matvælaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar tvö fyrir helgi. Það má vel staldra við þá yfirlýsingu ráðherrans í ljósi þess að fyrir liggur hvaða ráðleggingar hún fékk frá ráðuneyti sínu, hvað hún svo gerði og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri ákvörðun. Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki skoðun. Kjarni málsins er þessi. Skoðun 11. júlí 2023 14:31
Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið. Innherji 11. júlí 2023 08:24
Samkomulag um áframhaldandi uppbyggingu Arctic Fish á Vestfjörðum Arctic Fish ehf. hefur undirritað samkomulag um 25 milljarða króna endurfjármögnun á félaginu með sambankaláni DNB, Danske Bank, Nordea og Rabobank. Um er að ræða lánasamning til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Fjármagnið verður notað til uppgreiðslu núverandi lána og fjármögnunar áframhaldandi vexti félagsins. Viðskipti innlent 10. júlí 2023 16:41
Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Innlent 10. júlí 2023 10:51
Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður, er látinn Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látinn, níutíu og sex ára að aldri. Innlent 9. júlí 2023 21:31
„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Innlent 7. júlí 2023 23:31
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. Innherji 7. júlí 2023 17:15
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. Innherji 7. júlí 2023 10:48
Fiskveiðiráðgjöf og strandveiðar Árið 1995 var innleidd hér 25% aflaregla í fiskveiðiráðgjöf og var hún við líði í 10 ár Á þessum árum var veiði á þorski umfram ráðgjöf samtals um 149 þús tonn eða að jafnaði tæp 15 þús. tonn á ári. Við upphaf tímabilsins, þ.e. veiðiárið 1995-1996 var ráðgjöfin 155 þús tonn en við lok tímabilsins 2004-05 var hún 205 þús tonn eða um þriðjungi meiri en í upphafi. Umframveiðin virðist því ekki hafa haft neikvæð áhrif á veiðistofnstærðina, nema síður sé. Skoðun 7. júlí 2023 08:01
Skipulagsstofnun staðfestir umhverfisskýrslu First Water Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sem staðfestir umhverfisskýrslu First Water sem áður hét Landeldi. First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28.000 tonn í 4 fösum. Innherji 6. júlí 2023 21:03
Eftirlitsstofnanir sýknaðar af kröfum hvalveiðiskipstjóra Héraðsdómur Suðurlands sýknaði Matvælastofnun og Fiskistofu af kröfu tveggja skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. um miskabætur vegna eftirlits með veiðum þeirra í fyrra. Skipstjórarnir töldu meðal annars brotið á friðhelgi einkalífs síns með eftirlitinu. Innlent 4. júlí 2023 12:34
Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta. Innlent 4. júlí 2023 12:00
Fjárfestingafélag Samherja kaupir yfir fimm prósenta hlut í BankNordik Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu íslenska sjávarútvegsrisans Samherja, hefur eignast rúmlega fimm prósenta hlut í færeyska bankanum BankNordik. Kaupin koma á sama tíma og Samherji seldi allt hlutafé sitt í öðru færeysku félagi, útgerðarfyrirtækinu Framherja. Innherji 3. júlí 2023 12:38