„Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. Innlent 9. júlí 2025 11:45
Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 9. júlí 2025 11:01
„Orðaskiftismetið tikið“ Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“ Innlent 9. júlí 2025 10:27
Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9. júlí 2025 08:09
Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings. Skoðun 9. júlí 2025 08:02
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Innlent 8. júlí 2025 22:50
Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir. Neytendur 8. júlí 2025 22:28
„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Innlent 8. júlí 2025 20:36
Íslandsmet slegið í málþófi Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Innlent 8. júlí 2025 17:35
Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Úr ræðustól Alþingis heyrast oft og iðulega þessa dagana upphrópanir um 26 sveitarfélög. Gjarnan í þeim stíl að talað er í hástöfum um þessi TUTTUGU OG SEX SVEITARFÉLÖG. Þessu er svo gjarnan fylgt eftir með upptalning á téðum sveitarfélögum. Skoðun 8. júlí 2025 17:03
Geislameðferð sem lífsbjörg Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Skoðun 8. júlí 2025 16:02
Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Innlent 8. júlí 2025 15:24
Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Innlent 8. júlí 2025 12:11
Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Innlent 8. júlí 2025 12:11
Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Innlent 8. júlí 2025 11:07
Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið. Innlent 8. júlí 2025 06:45
Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8. júlí 2025 06:21
Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Stofnandi sjálfseignarstofnunar sem fær ekki að starfsrækja bálstofu segir ákvörðun dómsmálaráðherra vera vonbrigði. Stefnt er á að ný líkbrennsla Kirkjugarðanna verði tekin í gagnið á næsta ári. Innlent 7. júlí 2025 23:51
Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hefur hleypt af stokkunum vefsíðunni Málþóf.is, þar sem finna má samantekt á tölfræði tengda yfirstandandi málþófi vegna veiðigjaldafrumvarpsins. Formaður Uppreisnar segir Íslandsmetið í málþófi innan seilingar. Innlent 7. júlí 2025 22:59
„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. Innlent 7. júlí 2025 18:02
Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7. júlí 2025 15:37
Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Með því breytir hann tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar og þetta er í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk. Innlent 7. júlí 2025 14:03
„Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Háskólaráðherra segir ósk opinberra háskóla um hækkun skrásetningagjalda nemenda ekki koma á óvart. Hann segir íslenskt háskólakerfi vera fjármagnað undir meðaltali OECD og hafi verið lengi. Innlent 7. júlí 2025 13:01
Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina. Innlent 7. júlí 2025 12:22
Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Þinglok eru hvergi í augsýn og þingflokksformenn halda spilunum þétt að sér. Þeir funda með forseta Alþingis áður en þingfundur hefst klukkan tíu en eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 7. júlí 2025 08:47
Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Ríkissjóður leggur fram 80 milljónir króna árlega í tólf ár til að standa undir stofnkostnaði nýrrar líkbrennslu. Innlent 6. júlí 2025 13:57
Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Innlent 6. júlí 2025 12:19
„Býsna margt orðið grænmerkt“ Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin. Innlent 5. júlí 2025 20:46
Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Innlent 5. júlí 2025 14:55
Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Skoðun 5. júlí 2025 13:01