Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hlynur: Margt mjög furðulegt

    "Það var einn dómari sem dæmdi allar villurnar held ég, hverja eina einustu. Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Það var margt af þessu mjög furðulegt og maður á að trúa því að þetta sé sæmilega hreint og það er það kannski ekkert, ég veit það ekki,“ sagði Hlynur Bæringsson allt annað en sáttur við franska dómarann Eddie Viator.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lengi dreymt um fulla Höll

    Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila í kvöld einn stærsta leikinn í sögu landsliðsins þegar Búlgarar koma í heimsókn í Laugardalshöllina. Með sigri lifir EM-von Íslands góðu lífi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    FIBA-menn minnast Ólafs

    Ólafur Rafnsson, forseti íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, var jarðsunginn í gær. Hans er minnst víða. Ólafur var bráðkvaddur í Sviss á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ævintýraþráin enn til staðar

    Jón Arnór Stefánsson ætlar að klára næsta tímabil með CAI Zaragoza á Spáni en heldur svo á ný mið. Hann er stoltur af nýliðnu tímabili á Spáni en ætlar að vera sókndjarfari á því næsta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Darri kominn aftur í KR

    Darri Hilmarsson er genginn til liðs við KR á ný eftir þriggja ára fjarveru en það var staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þórsarar fengu til sín hæsta körfuboltamann landsins

    Ragnar Á. Nathanaelsson, 218 sentímetra miðherji úr Hamar, mun spila með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur en þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara og karfan.is. Þórsarar eru þar með búnir að semja við hæsta körfuboltamann landsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Siggi Ingimundar þjálfar ekki áfram í Keflavík

    Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, verður ekki áfram þjálfari meistaraflokka Keflavíkur en hann þjálfaði einnig karlaliðið síðasta vetur. Þetta staðfesti hann við karfan.is í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Oddur og Oddur sömdu við Val

    Nýliðar Vals hafa styrkt sig með tveimur leikmönnum fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta en það eru þeir Oddur Birnir Pétursson og Oddur Ólafsson. Þetta kom fyrst fram á karfan.is í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pettinella átti drykkinn

    Körfuknattleikskappinn Ómar Örn Sævarsson hjá Grindavík var í gær dæmdur í sex mánaða keppnisbann en hann féll á lyfjaprófi. Ómar segist aðeins hafa drukkið tvo sopa af orkudrykk sem liðsfélagi hans átti. Ómar staðfestir að það hafi verið Ryan Pettinella

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Justin og Pálína valin best annað árið í röð

    Justin Shouse, leikmaður bikarmeistara Stjörnunnar og Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, voru í kvöld valin leikmenn ársins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Við erum Gullskeiðin

    Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var kampakátur eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í körfubolta eftir sigur á Stjörnunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Grindavík Íslandsmeistari eftir æsilegan oddaleik

    Grindavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta eftir magnaðan sigur, 79-74, á Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um titilinn. Grindvíkingar voru sterkari lungann af leiknum en Stjörnumenn komu sterkir til baka í lokaleikhlutanum. Það reyndist ekki vera nóg og Grindvíkingar fögnuðu sem óðir í Röstinni í kvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem Grindavík tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn í Röstinni í Grindavík. Liðið náði því að verja titilinn frá því í fyrra sem er mikið afrek.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Margir sem afskrifuðu okkur

    Jóhann Árni Ólafsson og félagar hans í Grindavík náðu að knýja fram oddaleik í lokarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með góðum sigri á Stjörnunni í Garðabæ í fyrrakvöld. Oddaleikurinn fer fram annað kvöld.

    Körfubolti