Njarðvíkingar mæta KR í úrslitum Það verða Njarðvík og KR sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Njarðvíkingar unnu í dag sannfærandi sigur á grönnum sínum í Grindavík 93-70 í oddaleik liðanna í Njarðvík. Körfubolti 5. apríl 2007 21:27
KR-ingar í úrslit KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld með ævintýralegum sigri á Snæfelli 76-74 í framlengdum oddaleik í vesturbænum. Darri Hilmarsson skoraði sigurkörfu KR þegar nokkrar sekúndur voru eftir af framlengingunni. Brynjar Björnsson hafði áður skotið KR í framlengingu með þriggja stiga körfu í lokin. Snæfell var með forystu lengst af í leiknum í dag en heimamenn stálu sigrinum í lokin. Körfubolti 5. apríl 2007 21:14
Brynjar skaut KR í framlengingu Leikur KR og Snæfells hefur verið framlengdur eftir að staðan var jöfn 68-68. Snæfell var yfir meira og minna allan leikinn, en Brynjar Björnsson jafnaði leikinn fyrir KR í blálokin með þriggja stiga körfu. Körfubolti 5. apríl 2007 21:01
Snæfell fimm stigum yfir Fjórði leikhluti er nú hafinn í leik KR og Snæfells og hafa gestirnir úr Stykkishólmi fimm stiga forystu 56-51 þegar aðeins 10 mínútur eru eftir. Sigurvegari leiksins mætir Njarðvík eða Grindavík í úrslitum. Körfubolti 5. apríl 2007 20:35
Snæfell yfir í hálfleik Snæfell hefur yfir 43-34 í hálfleik gegn KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Gestirnir komu gríðarlega ákveðnir til leiks og hafa lagað leik sinn verulega frá í síðasta leik í Stykkishólmi. Oddaleikur Njarðvíkur og Grindavíkur hefst klukkan 20. Körfubolti 5. apríl 2007 19:56
Rafmögnuð spenna í kvöld Í kvöld ræðst hvaða lið leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þá fara fram oddaleikir í undanúrslitum keppninnar þar sem KR tekur á móti Snæfelli í vesturbænum klukkan 19:15 og Njarðvík fær Grindavík í heimsókn klukkan 20. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá fyrri leiknum og skiptir svo yfir til Njarðvíkur og fylgir síðari leiknum til loka. Körfubolti 5. apríl 2007 15:03
Stjörnumenn fylgja Þór í úrvalsdeildina Stjarnan í Garðabæ tryggði sér í kvöld sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta á næstu leiktíð með sigri á Val í oddaleik liðanna í kvöld 100-88. Sigurjón Lárusson skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Stjörnuna í kvöld en Zack Ingles skoraði 27 stig fyrir Val. Stjarnan hefur ekki leikið í efstu deild í nokkur ár, en þangað fer liðið nú ásamt Þórsurum sem sigruðu í 1. deildinni. Körfubolti 4. apríl 2007 21:50
Hlynur Bærings: DHL-höllin er okkar heimavöllur Hlynur Bæringsson átti ágætan leik gegn KR í kvöld en það dugði skammt og því þurfa Snæfellingar að mæta í oddaleik í DHL-höllinni á fimmtudaginn um laust sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hlynur hefur engar áhyggjur af oddaleiknum og segir DHL-höllina vera heimavöll Snæfells í einvíginu. Körfubolti 2. apríl 2007 22:05
Fannar Ólafs: KR vantar pening í kassann Fannar Ólafsson, miðherji KR, var að vonum kátur með sigur hans manna á Snæfelli í fjórða leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Hann sagði KR-liðið loksins hafa sýnt sitt rétta andlit í einvíginu og hlakkar til að spila oddaleikinn á fimmtudaginn. Körfubolti 2. apríl 2007 22:02
Friðrik Stefáns: Er hægt að hafa þetta betra? Friðrik Stefánsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði einbeitingarleysi hafa kostað liðið sigur í fjórða leiknum gegn Grindavík í kvöld. Liðin verða að mætast í oddaleik á fimmtudaginn og mæta þar annað hvort Snæfelli eða KR. Körfubolti 2. apríl 2007 21:57
Páll Kristins: Við erum ekki hræddir við neitt Páll Kristinsson átti fínan leik í kvöld þegar hans menn í Grindavík lögðu Njarðvík öðru sinni og knúðu fram oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann segir Grindvíkinga klára í verkefnið á fimmtudaginn. Körfubolti 2. apríl 2007 21:54
Grindavík knúði fram oddaleik Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik gegn Njarðvík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar með 81-71 sigri í fjórða leik liðanna í Grindavík. Staðan er jöfn í einvíginu 2-2 og því verða þau að mætast í hreinum úrslitaleik í Njarðvík á fimmtudaginn. Körfubolti 2. apríl 2007 21:27
Grindavík yfir fyrir lokaleikhlutann Grindvíkingar hafa yfir 63-56 eftir þrjá leikhluta gegn grönnum sínum í Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum í Iceland Express deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og rétt í þessu var kona nokkur úr hópi áhorfenda að vinna sér utanlandsferð með því að hitta úr Borgarskotinu fræga. Gamla hetjan Guðmundur Bragason frá Grindavík fékk líka að taka Borgarskot en skot hans frá miðju geigaði naumlega. Körfubolti 2. apríl 2007 21:06
KR burstaði Snæfell KR-ingar völtuðu yfir Snæfellinga 104-80 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í Stykkishólmi í kvöld. Ef undan er skilin smá rispa heimamanna í upphafi leiks var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti í kvöld og ljóst að liðin verða nú að mætast í oddaleik í vesturbænum um sæti í úrslitum. Körfubolti 2. apríl 2007 21:02
Grindavík leiðir í hálfleik Grindvíkingar hafa 42-37 forystu þegar flautað hefur verið til leikhlés í fjórða leik þeirra gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar eru í mjög vænlegri stöðu gegn Snæfelli þegar skammt er til leiksloka þar. Körfubolti 2. apríl 2007 20:46
KR yfir í hálfleik í Hólminum KR-ingar mæta ákveðnir til leiks í fjórða leiknum gegn Snæfelli í kvöld og hafa yfir 48-38 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Snæfell komst í 8-2 í leiknum en KR hafði yfir 28-14 eftir fyrsta leikhluta. Hlynur Bæringsson er kominn með 17 stig hjá Snæfelli en Jeremiah Sola er með 14 stig fyrir KR. Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur er hafinn í beinni á Sýn. Körfubolti 2. apríl 2007 20:01
Hetja Snæfellinga spilar ekki í kvöld Fjórði leikur Snæfells og KR er nú að hefjast í undanúrslitum Iceland Express deildinni í körfubolta. Snæfellingar geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld, en þeir verða að gera það án hetju sinnar Martin Thuesen sem er meiddur. Thuesen skoraði sigurkörfu Snæfells í öðrum leiknum í Stykkishólmi. Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur verður sýndur beint á Sýn klukkan 20 í kvöld. Körfubolti 2. apríl 2007 19:11
Grindavík - Njarðvík í beinni á Sýn Fjórði leikur Grindavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20. Sigri Njarðvík, tryggir liðið sér sæti í úrslitum. Snæfell getur á sama hátt tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á KR í Stykkishólmi í fjórða leik liðanna í kvöld. Körfubolti 2. apríl 2007 11:40
Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. Körfubolti 2. apríl 2007 00:01
KR-ingar voru ekki með sjálfum sér "Þetta var furðulegur leikur og það hefur örugglega ekki verið gaman að horfa á hann," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn dýrmæta á KR í kvöld og þakkaði KR-ingum að hafa leyft Justin Shouse að skora sigurkörfuna með sniðskoti í lokin. Körfubolti 31. mars 2007 19:47
Brynjar var frábær "Það er orðið ansi hart að tapa tveimur leikjum í röð með þessum hætti. Brynjar skoraði meira en helming stiga liðsins í dag og hann var eini maðurinn sem var í lagi hjá okkur í sóknarleiknum," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir tap hans manna gegn Snæfelli í dag. Körfubolti 31. mars 2007 19:35
Snæfell lagði KR Snæfell hefur náð lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir dramatískan 63-61 í vesturbænum í dag. Snæfell var yfir lengst af í síðari hálfleik en Brynjar Björnsson hélt KR inni í leiknum með skotsýningu. Það var Justin Shouse sem tryggði gestunum sigurinn með sniðskoti skömmu fyrir leikslok og Snæfell leiðir því 2-1 og getur klárað einvígið á heimavelli í fjórða leiknum. Körfubolti 31. mars 2007 17:42
Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta Snæfell hefur yfir 54-45 gegn KR eftir þrjá leikhluta í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Snæfellingar tóku góða rispu í upphafi þriðja leikhluta og spila vel á meðan KR-ingar eru meðvitundarlausir ef Brynjar Björnsson er undanskilinn - en hann er kominn með 19 stig. Körfubolti 31. mars 2007 17:12
Jafnt í hálfleik í vesturbænum Staðan er jöfn 27-27 þegar flautað hefur verið til leikhlés í þriðju viðureign KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Ekki hefur verið boðið upp á neinn gæðakörfubolta það sem af er í leiknum, en mikið eru undir hjá báðum liðum og spennustigið hátt. Sigurður Þorvaldsson er kominn með 11 stig hjá gestunum en Brynjar Björnsson 8 stig hjá KR. Körfubolti 31. mars 2007 16:44
Snæfell leiðir eftir fyrsta leikhluta Snæfell hefur yfir 16-9 eftir fyrsta leikhluta í þriðju viðureign sinni gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Heimamenn virka nokkuð vankaðir í byrjun leiks og gestirnir hafa nýtt sér það. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Körfubolti 31. mars 2007 16:19
KR - Snæfell að byrja á Sýn KR og Snæfell mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta nú klukkan 16:00. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í vesturbænum og er hann sýndur beint á Sýn. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1. Körfubolti 31. mars 2007 15:48
Mætast enn á ný í úrslitaleik Haukar og ÍS mætast í dag í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna og hefst leikurinn klukkan 16.00 á Ásvöllum. Þessi lið hafa spilað fimm sinnum upp á líf og dauða í keppnum undanfarin tvö tímabil, það er hafa mæst í leik þar sem sigurvegarinn komst áfram en tapliðið var úr leik. Það lið sem hefur unnið viðureignina hefur síðan farið alla leið og unnið titilinn. Körfubolti 31. mars 2007 11:45
DHL-höllin er ekki höllin hans Justins Shouse Körfubolti KR og Snæfell leika í dag þriðja leik sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Iceland Expressdeild karla. Staðan í einvíginu er jöfn eftir tvo nauma heimasigra og nú er svo komið að allir fjórir leikir liðanna í vetur hafa unnist með fjórum stigum eða minna. Körfubolti 31. mars 2007 09:00
Óþarflega tæpt hjá okkur í lokin Einar Árni Jóhannsson þjálfari sagði sína menn í Njarðvík hafa hleypt óþarflega mikilli spennu í leikinn í lokin þegar hans menn mörðu sigur á grönnum sínum úr Grindavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildinni í kvöld. Njarðvík getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í Grindavík á mánudaginn. Körfubolti 29. mars 2007 22:12
Okkur verður að langa þetta aðeins meira Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur vildi meina að sína menn hefði skort örlitla heppni í kvöld þegar þeir lágu fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni. Hann segir lið sitt staðráðið í að vinna næsta leik í Grindavík. Körfubolti 29. mars 2007 22:09