Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Hjörvar Ólafsson skrifar 11. janúar 2026 21:24 Seth Leday treður með tilþrifum en hann átti nokkrar huggulegar troðslur í leiknum. Vísir/Diego Stjarnan lék á als oddi þegar liðið bar sigurorð af Grindavík, 100-77, í leik liðanna í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hóf fyrsta leikhluta af miklum krafi en heimamenn komust í 11-0 en Grindvíkingar voru heillum horfnir í upphafi leiks. Gestirnir vöknuðu svo til lífsins og Ólafur Ólafsson jafnaði metin í 15-15 um miðjan leikhlutan. Þá tóku Stjörnumenn aftur öll völd á vellinum og Hilmar Smári Henningsson, sem er snúinn aftur í lið Stjörnunnar eftir stutta dvöl í Litáen, kom Stjörnunni í 32-20 með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í fyrsta leikhluta. Bjarni Guðmann Jónsson kom með kraft inn af bekknum. Vísir/Diego Stjörnumenn héldu áfram frá því sem frá var horfið í öðrum leikhluta og Orri Gunnarsson kom Garðbæingum 21 stigi yfir, 46-25, þegar annari leikhluti var hálfnaður. Skömmu áður en öðrum leikhluta lauk fékk Jordan Sample, sem var vísað úr húsi í deildarleik liðanna í desember síðastliðnum, óíþróttamannslega villu, fyrir groddaralegt brot á Seth Ledeay. Til þess að smella jarðarberi ofan á kökuna hjá Stjörnnunni og klára fyrri hálfleikinn með stæl þá tróð Seth Leday eftir alley oop sendingu Ægis Þórs Steinarssonar í síðustu sókn annars leikhluta. Staðan 57-31 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Giannis Agravanis skoraði 15 stig í leiknum. Vísir/Diego Það var hins vegar allt annað að hjá Grindavíkurliðið í þriðja leikhluta en í fyrri hálfleik og baráttuhugur liðsins varð til þess að Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í 15 stig með þriggja stiga körfu og Jordan Sample setti svo muninn niður í 13 stig, 64-51. Eftir að Grindavík hafði náð að minnka muninn í 13 stig átti Stjarnan síðan góðan endasprett í leikhlutanum sem Giannis Agravanis kláraði með þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans. Stjarnan leiddi með 20 stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Deandre Kane var bersýnilega að glíma við meiðsli í læri sem urðu til þess að hann gat ekki beitt sér af fullum krafti. Kane þurfti að játa sig sigraðan vegna meislanna í upphafi fjórða leikhluta. Munar um minna um það hjá Grindarvíkurliðinu að geta ekki notað krafta Kane að fullu. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Khalil Shabazz að sína fjórðu og svo fimmtu villu skömmu síðar. Khalil braut af sér og var svo með einhver leiðindi í kjölfarið og fær tæknivillu. Khalil lauk því leik mun fyrr en áætlað var hjá Grindavíkurliðinu. Khalil Shabazz fann sig ekki vel í kvöld og fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Vísir/Diego Stjörnumenn hleyptu Grindvíkingum ekki inn í leikinn í fjórða leikhluta og fóru að lokum með sannfærandi 100-77 sigur af hólmi og hafa líkt og Tindastóll tryggt sér farseðil í undanúrslit keppninnar. Eini tapleikur Grindavíkur í Bónus-deildinni var 118-67 sigur Stjörnunnar þegar liðin leiddu saman hesta sína í deildinni í desember síðastliðnum. Stjarnan hefur því haft gott tak á Grindavík í vetur í Garðabænum. Hilmar Smári Henningsson lék með Stjörnunni að nýju í kvöld. Vísir/Diego Hilmar Smári: Góð tilfinning að spila aftur í Garðabænum „Það er ofboðslega góð tilfinnig að klæðast Stjörnutreyjunni á nýjan leik og frábært að koma inn í svona hörkuleik. Við erum að vinna 23 stiga sigur á liði sem hefur verið nær ósigrandi í deildinni í vetur og koma okkur í undanúrslit í bikarnum sem er sterkt,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, sem snéri til baka í lið Stjörnunnnar á dögunum, að leik loknum. „Við spiluðum öfluga vörn og það var hátt orkustig á þeim enda vallarins sem skilaði sér í því að við gátum sótt hratt í bakið á þeim í kjölfarið á unnum boltum. Við spiluðum af mikilli ákefð í um það bil 35 mínútur og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn að neinu viti. Það er mjög jákvætt,“ sagði Hilmar Smári enn fremur. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Hart tekist á að og það er bara gaman af því. Ég hef gaman að því að leikmenn berjist inni á vellinum og þannig á það að vera. Það sem gerðist hér eftir leikinn er hins vegar eitthvað sem á ekki að sjást og á ekki að vera partur af leiknum. Ég reyndi að hjálpa Khalil eftir það sem hann lenti í og þetta á ekki að endurtaka sig eftir leik hjá okkur,“ sagði hann. „Ég er bara mjög spenntur fyrir komandi tímum í Garðabænum. Við erum með hörkulið sem ætlar að berjast um þá titla sem í boði eru. Nú er ég bara kominn með fullan fókus á það að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að hjálpa liðinu við að lyfta bikurum,“ sagði Hilmar Smári um framhaldið. Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim í öðrum leikhluta „Það er bara gríðarlega svekkjandi sjá okkur leggjast flata fyrir þeim í öðrum leikhluta. Við náðum ekki upp baráttu og framkvæmdum illa þá hluti sem við ætluðum að gera í þessum leik. Því fór sem fór,“ sagði Helgi Már Magnússson, þjálfari Grindavíkur, eftir leik. „Við náðum vissulega flottum kafla í þriðja leikhluta en það útheimtir mikla orku að elta leiki eins og við vorum að gera. Við höfðum því ekki kraft til þess að koma okkur enn frekar inn í leikinn en raun bar vitni. Það þurfti allt að falla með okkur til þess að við gætum búið til leik og það gekk ekki upp því miður,,“ sagði Helgi Már þar auki. Helgi Már vildi lítið ræða meiðsli Deandre Kane og sagði þau ekki afsökun fyrir tapinu: „Kane var nógu heill til þess að spila og hann var á gólfinu. Það er því engin afsökun fyrir þessu tapi að hann hafi verið að glíma við meiðsli,“ sagði hann. „Það er leiðinlegt að við höfum ekki náð betri frammisstöðu fyrir þann fjölda Grindvíkinga sem lögðu leið sína á þennan leik. Við ætluðum okkur að gera mun betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn okkar. Við skuldum þeim betri frammistöður í framhaldinu,“ sagði Helgi Már svekktur. Helgi Már Magnússon fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Diego Atvik leiksins Alley oop troðsla Seth Leday eftir snotra sendingu Ægis Þórs undir lok fyrri hálfleiks var augnakonfekt sem gladdi stuðningsmenn Stjörnunnar. Seth átti fleiri huggulegar troðslur sem og aðrir leikmenn liðanna í kvöld. Það varð svo hasar eftir leikinn þegar leikmenn voru að þakka fyrir leikinn. Allt féll þó sem betur fer í ljúfa löð á skömmum tíma. Stjörnur og skúrkar Luka Gasic fann fjölina sína í þessum leik og skoraði 23 stig í jöfnu Stjörnuliði þar sem fjölmargir lögðu hönd á plóg á báðum endum vallarins. Seth Leday var drjúgur undir körfunnni og Giannis Agravanis skilaði 15 stigum á töfluna. Annars var það liðsvörnin einu sinni sem oftar sem varð til þess að Stjarnan fór með sigur af hólmi. Leikmenn Grindavíkur komust hvorki lönd né strönd á löngum köflum í leiknum. Luka Gasic var stigahæstur á vellinum en hann skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna. Vísir/Diego Jordan Sample var atkvæðamestur hjá Grindavík með 21 stig og hann var í broddi fylkingar þegar gestirnri hótuðu endurkomu um miðjan þriðja leikhluta. Sample fékk hins vegar ekki næga aðstoð frá liðsfélögum sínum til þess að gera alvöru úr áhlaupinu. Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson ræða málin. Vísir/Diego Dómarar leiksins Það var hiti og harka í þessum leik og dómarar leiksins, þeir Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson tækluðu það bara með sóma. Höfðu góð tök á þessum leik og fá átta í einkunn fyrir vel unninn störf sín að þessu sinni. Stemming og umgjörð Fantagóð stemming í Ásgarði í kvöld. Bæði lið fengu flottan stuðning. Stjörnumenn létu vel í sér heyra og sungu fagra söngva. Grindvíkingar eiga líka hrós skilið fyrir að hafa stutt sitt lið þó að hressilega hafið blásið á móti hjá gestunum. Það var gríðarlega góð stemming í Stjörnuliðinu í kvöld. Vísir/Diego Stjarnan UMF Grindavík VÍS-bikarinn Körfubolti
Stjarnan lék á als oddi þegar liðið bar sigurorð af Grindavík, 100-77, í leik liðanna í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í ÞG Verk-höllinni í Ásgarði í Garðabænum í kvöld. Stjarnan hóf fyrsta leikhluta af miklum krafi en heimamenn komust í 11-0 en Grindvíkingar voru heillum horfnir í upphafi leiks. Gestirnir vöknuðu svo til lífsins og Ólafur Ólafsson jafnaði metin í 15-15 um miðjan leikhlutan. Þá tóku Stjörnumenn aftur öll völd á vellinum og Hilmar Smári Henningsson, sem er snúinn aftur í lið Stjörnunnar eftir stutta dvöl í Litáen, kom Stjörnunni í 32-20 með þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn rann út í fyrsta leikhluta. Bjarni Guðmann Jónsson kom með kraft inn af bekknum. Vísir/Diego Stjörnumenn héldu áfram frá því sem frá var horfið í öðrum leikhluta og Orri Gunnarsson kom Garðbæingum 21 stigi yfir, 46-25, þegar annari leikhluti var hálfnaður. Skömmu áður en öðrum leikhluta lauk fékk Jordan Sample, sem var vísað úr húsi í deildarleik liðanna í desember síðastliðnum, óíþróttamannslega villu, fyrir groddaralegt brot á Seth Ledeay. Til þess að smella jarðarberi ofan á kökuna hjá Stjörnnunni og klára fyrri hálfleikinn með stæl þá tróð Seth Leday eftir alley oop sendingu Ægis Þórs Steinarssonar í síðustu sókn annars leikhluta. Staðan 57-31 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Giannis Agravanis skoraði 15 stig í leiknum. Vísir/Diego Það var hins vegar allt annað að hjá Grindavíkurliðið í þriðja leikhluta en í fyrri hálfleik og baráttuhugur liðsins varð til þess að Ólafur Ólafsson minnkaði muninn í 15 stig með þriggja stiga körfu og Jordan Sample setti svo muninn niður í 13 stig, 64-51. Eftir að Grindavík hafði náð að minnka muninn í 13 stig átti Stjarnan síðan góðan endasprett í leikhlutanum sem Giannis Agravanis kláraði með þriggja stiga körfu undir lok leikhlutans. Stjarnan leiddi með 20 stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Deandre Kane var bersýnilega að glíma við meiðsli í læri sem urðu til þess að hann gat ekki beitt sér af fullum krafti. Kane þurfti að játa sig sigraðan vegna meislanna í upphafi fjórða leikhluta. Munar um minna um það hjá Grindarvíkurliðinu að geta ekki notað krafta Kane að fullu. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Khalil Shabazz að sína fjórðu og svo fimmtu villu skömmu síðar. Khalil braut af sér og var svo með einhver leiðindi í kjölfarið og fær tæknivillu. Khalil lauk því leik mun fyrr en áætlað var hjá Grindavíkurliðinu. Khalil Shabazz fann sig ekki vel í kvöld og fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Vísir/Diego Stjörnumenn hleyptu Grindvíkingum ekki inn í leikinn í fjórða leikhluta og fóru að lokum með sannfærandi 100-77 sigur af hólmi og hafa líkt og Tindastóll tryggt sér farseðil í undanúrslit keppninnar. Eini tapleikur Grindavíkur í Bónus-deildinni var 118-67 sigur Stjörnunnar þegar liðin leiddu saman hesta sína í deildinni í desember síðastliðnum. Stjarnan hefur því haft gott tak á Grindavík í vetur í Garðabænum. Hilmar Smári Henningsson lék með Stjörnunni að nýju í kvöld. Vísir/Diego Hilmar Smári: Góð tilfinning að spila aftur í Garðabænum „Það er ofboðslega góð tilfinnig að klæðast Stjörnutreyjunni á nýjan leik og frábært að koma inn í svona hörkuleik. Við erum að vinna 23 stiga sigur á liði sem hefur verið nær ósigrandi í deildinni í vetur og koma okkur í undanúrslit í bikarnum sem er sterkt,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, sem snéri til baka í lið Stjörnunnnar á dögunum, að leik loknum. „Við spiluðum öfluga vörn og það var hátt orkustig á þeim enda vallarins sem skilaði sér í því að við gátum sótt hratt í bakið á þeim í kjölfarið á unnum boltum. Við spiluðum af mikilli ákefð í um það bil 35 mínútur og hleyptum þeim aldrei inn í leikinn að neinu viti. Það er mjög jákvætt,“ sagði Hilmar Smári enn fremur. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Hart tekist á að og það er bara gaman af því. Ég hef gaman að því að leikmenn berjist inni á vellinum og þannig á það að vera. Það sem gerðist hér eftir leikinn er hins vegar eitthvað sem á ekki að sjást og á ekki að vera partur af leiknum. Ég reyndi að hjálpa Khalil eftir það sem hann lenti í og þetta á ekki að endurtaka sig eftir leik hjá okkur,“ sagði hann. „Ég er bara mjög spenntur fyrir komandi tímum í Garðabænum. Við erum með hörkulið sem ætlar að berjast um þá titla sem í boði eru. Nú er ég bara kominn með fullan fókus á það að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að hjálpa liðinu við að lyfta bikurum,“ sagði Hilmar Smári um framhaldið. Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim í öðrum leikhluta „Það er bara gríðarlega svekkjandi sjá okkur leggjast flata fyrir þeim í öðrum leikhluta. Við náðum ekki upp baráttu og framkvæmdum illa þá hluti sem við ætluðum að gera í þessum leik. Því fór sem fór,“ sagði Helgi Már Magnússson, þjálfari Grindavíkur, eftir leik. „Við náðum vissulega flottum kafla í þriðja leikhluta en það útheimtir mikla orku að elta leiki eins og við vorum að gera. Við höfðum því ekki kraft til þess að koma okkur enn frekar inn í leikinn en raun bar vitni. Það þurfti allt að falla með okkur til þess að við gætum búið til leik og það gekk ekki upp því miður,,“ sagði Helgi Már þar auki. Helgi Már vildi lítið ræða meiðsli Deandre Kane og sagði þau ekki afsökun fyrir tapinu: „Kane var nógu heill til þess að spila og hann var á gólfinu. Það er því engin afsökun fyrir þessu tapi að hann hafi verið að glíma við meiðsli,“ sagði hann. „Það er leiðinlegt að við höfum ekki náð betri frammisstöðu fyrir þann fjölda Grindvíkinga sem lögðu leið sína á þennan leik. Við ætluðum okkur að gera mun betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn okkar. Við skuldum þeim betri frammistöður í framhaldinu,“ sagði Helgi Már svekktur. Helgi Már Magnússon fer yfir málin með leikmönnum sínum. Vísir/Diego Atvik leiksins Alley oop troðsla Seth Leday eftir snotra sendingu Ægis Þórs undir lok fyrri hálfleiks var augnakonfekt sem gladdi stuðningsmenn Stjörnunnar. Seth átti fleiri huggulegar troðslur sem og aðrir leikmenn liðanna í kvöld. Það varð svo hasar eftir leikinn þegar leikmenn voru að þakka fyrir leikinn. Allt féll þó sem betur fer í ljúfa löð á skömmum tíma. Stjörnur og skúrkar Luka Gasic fann fjölina sína í þessum leik og skoraði 23 stig í jöfnu Stjörnuliði þar sem fjölmargir lögðu hönd á plóg á báðum endum vallarins. Seth Leday var drjúgur undir körfunnni og Giannis Agravanis skilaði 15 stigum á töfluna. Annars var það liðsvörnin einu sinni sem oftar sem varð til þess að Stjarnan fór með sigur af hólmi. Leikmenn Grindavíkur komust hvorki lönd né strönd á löngum köflum í leiknum. Luka Gasic var stigahæstur á vellinum en hann skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna. Vísir/Diego Jordan Sample var atkvæðamestur hjá Grindavík með 21 stig og hann var í broddi fylkingar þegar gestirnri hótuðu endurkomu um miðjan þriðja leikhluta. Sample fékk hins vegar ekki næga aðstoð frá liðsfélögum sínum til þess að gera alvöru úr áhlaupinu. Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson ræða málin. Vísir/Diego Dómarar leiksins Það var hiti og harka í þessum leik og dómarar leiksins, þeir Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson tækluðu það bara með sóma. Höfðu góð tök á þessum leik og fá átta í einkunn fyrir vel unninn störf sín að þessu sinni. Stemming og umgjörð Fantagóð stemming í Ásgarði í kvöld. Bæði lið fengu flottan stuðning. Stjörnumenn létu vel í sér heyra og sungu fagra söngva. Grindvíkingar eiga líka hrós skilið fyrir að hafa stutt sitt lið þó að hressilega hafið blásið á móti hjá gestunum. Það var gríðarlega góð stemming í Stjörnuliðinu í kvöld. Vísir/Diego
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum