Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Körfubolti 23. maí 2024 07:31
Myndasyrpa: Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflavík er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta árið 2024. Liðið lagði Njarðvík örugglega í þremur leikjum og er óumdeilanlega besta lið landsins. Ljósmyndari Vísis var á svæðinu og myndaði leikinn sem og fagnaðarlæti Keflavíkur í leikslok. Körfubolti 22. maí 2024 23:01
„Geggjað að vera komin aftur og ná að taka þetta“ Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í sjöunda himni yfir því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum með uppeldisfélaginu sínu og æskuvinkonum sínum en Keflavík lagði Njarðvík 72-56 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í kvöld. Körfubolti 22. maí 2024 21:56
„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. Körfubolti 22. maí 2024 21:50
Uppgjör, viðtöl og myndir: Keflavík-Njarðvík 72-56 | Keflavík Íslandsmeistari 2024 Keflvíkingar voru í kjörstöðu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Subway-deild kvenna í kvöld og sópa þar með Njarðvíkingum í hverru einustu viðureign liðanna og sú varð raunin að lokum. Körfubolti 22. maí 2024 20:55
Titill undir og spennan mikil Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, segir spennuna meiri en stressið fyrir leik liðsins við Njarðvík í úrslitaeinvígi kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík verður Íslandsmeistari með sigri. Körfubolti 22. maí 2024 13:01
Jamil mun stýra Val í Subway-deild kvenna á næstu leiktíð Valur hefur ráðið Jamil Abiad sem aðalþjálfara meistaraflokks kvenna í körfubolta fyrir komandi tímabil. Mun hann því stýra liðinu í Subway-deild kvenna ásamt því að aðstoða Finn Frey Stefánsson með karlalið félagsins. Körfubolti 21. maí 2024 20:15
Spilaði á móti Caitlin Clark og Paige Bueckers í háskóla Elisa Pinzan átti mjög flottan leik þegar Keflavíkurkonur komust í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 20. maí 2024 13:40
Keflavík er 10-0 á móti Njarðvík í körfunni í vetur Keflavíkurliðin hafa unnið alla tíu leiki sína á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík á þessu tímabili í körfuboltanum. Körfubolti 20. maí 2024 12:00
„Þetta eru tvö dúndurlið“ Sverrir Þór Sverrisson var ánægður með frammistöðu síns liðs í sigrinum á Njarðvík í kvöld. Hann sagði einvíginu hvergi nærri lokið þó staðan væri orðin 2-0 fyrir Keflavík. Körfubolti 19. maí 2024 22:00
„Þarf að sjá eld í staðinn fyrir einhverja hræðslu“ Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur kallar eftir meira hugrekki í leik sinna leikmanna en Njarðvík tapaði 2-0 gegn Keflavík í kvöld í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Körfubolti 19. maí 2024 21:40
Uppgjör: Njarðvík - Keflavík 71-81 | Keflvíkingar nálgast titilinn Keflavík er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi liðsins gegn Njarðvík í Subway-deild kvenna. Liðið vann 81-71 sigur í Ljónagryfjunni í kvöld og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Þrjá sigra þarf til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 19. maí 2024 18:31
Jafnaði met mömmu sinnar 29 árum síðar Björg Hafsteinsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að skora bæði fimm og sex þrista í einum leik í lokaúrslitum kvenna í körfubolta. Hún hefur átt metið hjá íslenskum leikmanni frá árinu 1993 en í gær bættist fjölskyldumeðlimur í hópinn. Körfubolti 17. maí 2024 12:30
„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Körfubolti 16. maí 2024 23:22
„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. Körfubolti 16. maí 2024 22:54
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 94-91 | Tvíframlengdur spennutryllir Keflavík er komið 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik. Ef marka má leik kvöldsins verður einvígið algjör veisla allt til enda. Körfubolti 16. maí 2024 22:20
Besti Belginn í Subway deildinni samdi við Hauka Haukar hafa fengið öflugan liðstyrk í kvennakörfunni með því að semja við einn besta evrópska leikmann deildarinnar. Körfubolti 16. maí 2024 15:14
Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 16. maí 2024 14:01
Birna með slitið krossband og missir af úrslitaeinvíginu Landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir mun ekki geta tekið þátt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með Keflavík. Körfubolti 15. maí 2024 22:30
„Þetta var rosalega heimsk villa hjá mér í endann“ Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Keflavík eru komnar í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta eftir rosalegt einvígi við Stjörnuna. Einvígið endaði með æsispennandi oddaleik í gær. Körfubolti 14. maí 2024 12:02
„Auðvitað voru einhverjir villtir draumar um að fara í úrslitin“ Arnar Guðjónsson, þjálfari nýliða Stjörnunnar, getur gengið sáttur frá borði nú þegar hann lætur af störfum en nýliðarnir voru hársbreidd frá því að leggja deildarmeistara Keflavíkur í oddaleik í kvöld, lokatölur kvöldsins 81-76. Körfubolti 13. maí 2024 22:11
„Við vorum ekki að fara að fá neitt gefins hérna“ Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur, var auðsýnilega mjög létt í leikslok þegar Keflavík lagði Stjörnu í oddaleik í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna, lokatölur í Keflavík 81-76. Körfubolti 13. maí 2024 21:45
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 81-76 | Háspennuleikur og Keflavík komið í úrslit Keflavík er komið í úrslit Subway-deildar kvenna í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Stjörnunni í oddaleik. Deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðum Stjörnunnar í rimmu sem mun seint gleymast. Körfubolti 13. maí 2024 21:05
Keflavíkurkonur hafa aldrei tapað oddaleik á heimavelli Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 13. maí 2024 14:07
„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. maí 2024 12:01
„Það bjóst enginn við því að við myndum fara svona langt“ Ísold Sævarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sjö stiga sigur gegn Keflavík 86-79. Sport 9. maí 2024 17:40
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 86-79 | Einvígið á leið í oddaleik Stjarnan og Keflavík mættust í fjórða sinn í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflavík gat með sigri sent Stjörnuna í sumarfrí en ólseigar Stjörnustúlkur neituðu að gefast upp. Körfubolti 9. maí 2024 17:30
„Eigum ekki skilið að vera komin í úrslitin“ Keflavík tapaði gegn Stjörnunni á útivelli 86-79. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir tap dagsins. Sport 9. maí 2024 17:17
Aþena upp í Subway-deildina Aþena tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð þegar liðið lagði Tindastól á Sauðárkróki, lokatölur 72-77. Körfubolti 7. maí 2024 22:45
„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 6. maí 2024 22:18