„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2025 14:17 Einar Árni Jóhannsson segir sínar konur klárar í slaginn og að tilhlökkunin sé mikil að hefja leik í Bónus-deildinni. Paweł/Vísir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. „Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2) UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
„Það er spenningur og tilhlökkun. Það er búið að leggja mikla vinnu í sumar og haust að undirbúa sig fyrir verkefni vetrarins. Andstæðingurinn er öflugur eins og alltaf þegar spilað í þessari deild. Það er mikil tilhlökkun,“ segir Einar í samtali við íþróttadeild. Þónokkrar breytingar hafa orðið á Njarðvíkurliðinu og má gera ráð fyrri smá tíma til að slípa það saman. Þó kemur Njarðvíkurliðið sterkt til leiks, enda vann það Meistarakeppni KKÍ um helgina eftir sigur á Haukum. Ferð til Svíþjóðar var vel heppnuð í aðdraganda móts. „Við gerðum ákveðnar breytingar á okkar hópi í sumar og erum að fá inn stelpur í stór hlutverk sem voru ekki með okkur í fyrra. Það tekur alltaf smá tíma að aðlagast. Við fórum til Svíþjóðar í september og spiluðum tvo leiki við sænsku meistarana og reyndar tvo aðra leiki til. Það var mjög dýrmætt, bæði að hrista hópinn saman og að reyna að hlaupa aðeins saman á parketinu. Það er bara ákveðin vinna og ferli að koma öllum á sömu blaðsíðu, sem tók okkur líka tíma síðasta vetur,“ segir Einar. Njarðvík varð bikarmeistari og rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í æsispennandi oddaleik við Hauka í fyrra. Er markmiðið þá ekki að ganga skrefinu lengra og taka titilinn í ár? „Það væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur en í fyrra. Svo getur fólk bara rýnt í það hvað er betra en í fyrra. Við erum keppnisfólk. Við náðum í bikarmeistaratitil og alla leið í þennan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Auðvitað er mikill vilji til þess að gera betur í vetur. En við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur svo að draumar geti ræst,“ segir Einar. Njarðvík og Stjarnan mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
Þriðjudagur 30. september 18:15 Stjarnan - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) 19:15 Ármann - KR (Sýn Sport Ísland 3) 19:15 Haukar - Tindastóll (Sýn Sport Ísland 2) Miðvikudagur 1. október 19:15 Keflavík - Valur (Sýn Sport Ísland) 19:15 Hamar/Þór - Grindavík (Sýn Sport Ísland 2)
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira