Grindvíkingar án lykilmanns í vetur "Þetta spyrst fljótt út hérna,“ segir Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Grindavíkur. Hinar gulklæddu þurfa að venjast lífinu án framherjans í eitt tímabil því Petrúnella er barnshafandi. Hún hefur ekki áhyggjur af liðinu. Körfubolti 27. september 2013 00:01
Valskonur í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum Valur tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta eftir 84-74 stiga útisigur á Grindavík í Röstinni í kvöld en þetta var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitaleiknum á móti Haukum á sunnudaginn kemur. Körfubolti 23. september 2013 20:55
Hardy með tröllatvennu í sigri á Hólmurum Lele Hardy fór á kostum í kvöld þegar Haukar unnu 87-70 sigur á Snæfelli á Ásvöllum í Lengjubikar kvenna en Haukakonur stigu stórt skref í átt að úrslitaleik keppninnar með þessum flotta sigri. Körfubolti 19. september 2013 21:29
Pálína fór illa með sína gömlu félaga Tveir leikir fóru fram í Fyrirtækjabikar kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík og Valur unnu þá fína sigra. Körfubolti 11. september 2013 21:45
Valskonur byrja vel í Lengjubikarnum Valur er að byrja vel í kvennakörfunni en liðið fylgdi á eftir sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur með því að vinna sannfærandi 21 stigs sigur á Hamar í Lengjubikar kvenna í körfubolta í dag, 80-59. Körfubolti 7. september 2013 18:06
Lauren Oosdyke samdi við Grindavík Kvennalið Grindavíkur hefur fundið sér nýjan bandarískan leikmann fyrir tímabilið en félagið samdi nýverið við framherjann Lauren Oosdyke sem spilaði stórt hlutverk hjá University of Northern Colorado í bandaríska háskólaboltanum. Körfubolti 5. september 2013 15:30
Sömu bandarísku leikmennirnir hjá Val og í fyrra Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, gerir engar breytingar á erlendu leikmönnum sínum frá því á síðasta tímabili en það kemur fram á karfan.is í dag að Chris Woods og Jaleesa Butler spili áfram á Hlíðarenda. Körfubolti 2. september 2013 16:15
Af hverju heitir nýr leikmaður Keflavíkur Porsche? Kvennalið Keflavíkur hefur samið við bandarísku stúlkuna Porsche Landry. Það er skemmtileg saga á bak við þetta sérkennilega nafn stúlkunnar. Körfubolti 20. ágúst 2013 14:15
Lele Hardy til Hauka Haukar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Domino's-deild kvenna en hin bandaríska Lele Hardy mun spila með liðinu næsta tímabilið. Körfubolti 24. júlí 2013 11:30
Kara kveður íslenskan körfubolta í bili "Ég er að flytja út til Noregs í haust ásamt manninum mínum. Hann er kominn með góða vinnu og ég mögulega seinna,“ segir Margrét Kara Sturludóttir. Körfubolti 14. júní 2013 06:30
Pálína vann þrettán titla á sex tímabilum í Keflavík Pálína Gunnlaugsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik með Keflavík í kvennakörfunni en félagið tilkynnti í gær að ekki hafi náðst samningar um framlengingu á samningi við fyrirliða kvennaliðsins. Körfubolti 7. júní 2013 09:00
Yngvi snýr aftur í kvennaboltann - tekur við KR Yngvi Gunnlaugsson verður næsti þjálfari KR í Dominos-deild kvenna í körfubolta og mun hann taka við starfi Finns Stefánssonar sem tekur við karlaliðinu. Þetta kemur fram á karfan.is Körfubolti 26. maí 2013 16:49
Siggi Ingimundar þjálfar ekki áfram í Keflavík Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í Dominos-deild kvenna, verður ekki áfram þjálfari meistaraflokka Keflavíkur en hann þjálfaði einnig karlaliðið síðasta vetur. Þetta staðfesti hann við karfan.is í kvöld. Körfubolti 17. maí 2013 22:48
Jón Halldór þjálfar Grindavík Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson hefur gert tveggja ára samning við Grindavík um að stýra kvennaliði félagsins í körfubolta. Körfubolti 16. maí 2013 10:30
Falur nýr formaður í Keflavík - Guðjón og Albert kom inn í stjórn Falur Jóhann Harðarson, margfaldur Íslandsmeistari með Keflavík sem bæði leikmaður og þjálfari, er tekinn við sem formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 14. maí 2013 23:17
Fimmtán nýliðar í æfingahópum landsliðanna í körfu Landsliðsþjálfarnir Peter Öqvist og Sverrir Þór Sverrisson hafa valið tuttugu manna æfingahópa fyrir komandi verkefni landsliðanna í sumar. Körfubolti 7. maí 2013 22:45
Pálína komst í úrvalshóp Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir kórónaði frábært tímabil með því að vinna annað árið í röð tvöfalt á lokahófi KKÍ. Körfubolti 6. maí 2013 06:30
Justin og Pálína valin best annað árið í röð Justin Shouse, leikmaður bikarmeistara Stjörnunnar og Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, voru í kvöld valin leikmenn ársins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni. Körfubolti 4. maí 2013 22:37
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 70-82 | Keflavík Íslandsmeistari Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna eftir 82-70 sigur á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Keflavík varð þrefaldur meistari í ár. Körfubolti 29. apríl 2013 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 72-51 Keflavík er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Dominosdeildar kvenna eftir öruggan 72-51 sigur á KR á heimavelli sínum í kvöld. Körfubolti 26. apríl 2013 14:42
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 75-65 | 1-1 í einvíginu KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig. Körfubolti 24. apríl 2013 11:54
Kvartanir KR-inga hlægilegar Í kvöld fer fram annar leikur KR og deildarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Keflavík er með 1-0 forystu eftir sigur á heimavelli um helgina en leikurinn fer fram í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2013 06:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-70 | Keflavík í úrslit Keflavík vann frábæran sigur, 78-70, á Val í oddaleik undanúrslita Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðin höfðu bæði unnið tvo útileiki fyrir leikinn í kvöld og kom loksins heimasigur hjá Keflavík. Liðið mætir því KR í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 16. apríl 2013 14:41
Dansa Erla og Marín í hálfleik í kvöld? Erla Reynisdóttir og Marín Rós Karlsdóttir, margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og núverandi aðstoðarþjálfarar kvennaliðs félagsins, hafa aftur heitið á stuðningsmenn Keflavíkur fyrir stórleik kvöldsins. Nú tala þær um að dansa í hálfleik mæti yfir 500 manns á leikinn en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Keflavíkur. Körfubolti 16. apríl 2013 13:45
Alltaf í lokaúrslitum Sverrir Þór Sverrisson er búinn að koma liði í úrslit á fimm fyrstu tímabilum sínum sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er þjálfari karlaliðs Grindavíkur sem komst í úrslit á fimmtudagskvöldið eftir sigur á KR-ingum. Körfubolti 16. apríl 2013 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 59-66 | Oddaleikur í Keflavík Keflavík tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistararatitilinn í Domino's deild kvenna. Keflavík hafði betur í fjórða leik liðanna í Vodafonehöllinni í dag, 59-66. Körfubolti 13. apríl 2013 15:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 68-67 | KR komið í úrslit KR tryggði sér sæti í úrslitum Domnios deild kvenna með 68-67 sigri á Snæfell í DHL-höllinni í dag. Háspenna var fram á seinustu sekúndu leiksins og var sigurinn ekki í höfn fyrr en lokaflautið gall. Körfubolti 13. apríl 2013 00:01
Vandræðalaust hjá KR í Hólminum KR er komið með 2-1 forystu í undanúrslitarimmu sinni gegn Snæfelli í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Körfubolti 10. apríl 2013 20:54
Allt jafnt í fyrsta sinn í sex ár Keflavík og Snæfell jöfnuðu í gær undanúrslitaeinvígi sín í úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna sem þýðir að staðan er nú 1-1 í öllum fjórum undanúrslitaeinvígunum í Dominos-deild karla og kvenna. Körfubolti 7. apríl 2013 15:15
Snæfell vann í háspennuleik Snæfell jafnaði í dag metin gegn KR í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna með naumum sigri, 61-59, í æsispennandi leik. Körfubolti 6. apríl 2013 19:13