Haukar höfðu betur gegn KR - öll úrslit kvöldsins Fjórir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu góðan sigur á KR á heimavelli, 66-60. Körfubolti 9. nóvember 2011 21:02
KR-stúlkur á siglingu - myndir Kvennalið KR er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og vann enn einn leikinn í gær. KR hefur ekki enn tapað leik í Iceland Express-deild kvenna. Körfubolti 7. nóvember 2011 06:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 79-59 KR vann öruggan sigur á Val í Iceland Express deild kvenna í Vesturbænum í dag. Eftir nokkuð jafnan fyrsta fjórðung sigu heimakonur fram úr og unnu að lokum sannfærandi sigur, 79-59. Körfubolti 6. nóvember 2011 17:23
IE-deild kvenna: Keflavík á toppinn Keflavík komst í toppsæti Iceland Express-deildar kvenna í dag er það lagði Hauka af velli á Ásvöllum í dag. Njarðvík vann síðan heimasigur á Snæfelli. Körfubolti 5. nóvember 2011 18:19
Fyrsti sigurinn hjá Hamarsstúlkum - unnu Fjölni í Hveragerði Hamar vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 18 stiga sigur á spútnikliði Fjölnis, 87-69. Hamar hafði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum en Fjölni vann bæði Hauka og Keflavík í fyrstu fjórum umferðunum. Körfubolti 2. nóvember 2011 20:50
Snæfell lagði Hamar í Stykkishólmi Snæfell vann í dag sigur á Hamar í eina leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta, 80-70. Hamar er því enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar. Körfubolti 30. október 2011 20:07
KR enn á toppnum - Haukar með fyrsta sigurinn KR stóð af sér áhlaup Fjölniskvenna í Grafarvoginum í kvöld og vann þriggja stiga sigur, 69-66, í Iceland Express-deild kvenna. KR er því enn með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar. Körfubolti 29. október 2011 18:51
Öll úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík vann Val, Fjölnir vann Hauka og Njarðvík rúllaði yfir Hamar í Hveragerði. Körfubolti 26. október 2011 22:47
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Keflavík 70-84 Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn. Körfubolti 26. október 2011 21:05
Ingibjörg aftur með slitið krossband Ingibjörg Jakobsdóttir, leikstjórnandi í körfuboltaliði Keflavíkur, verður varla meira með á þessari leiktíð þar sem hún er með slitið krossband í hné. Körfubolti 26. október 2011 11:30
KR-konur byrja tímabilið af krafti - myndir Kvennalið KR hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna eftir að liðið vann 79-72 sigur á Snæfelli í DHl-höllinni í gær. KR-liðið lagði grunninnn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhlutanum sem KR-konur unnu með 13 stiga mun. Körfubolti 24. október 2011 08:00
KR-stúlkur með fullt hús stiga eftir sigur á Snæfell KR vann í kvöld góðan sigur, 77-72, á Snæfell í Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í DHL-höllinni. Körfubolti 23. október 2011 21:03
Valskonur upp að hlið KR á toppnum - dæmdur sigur á móti Snæfelli Valskonur eru komnar upp að hlið KR á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir að liðinu var dæmdur sigur á móti Snæfelli en liðin mættust í fyrstu umferðinni. Þetta kemur fram á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins. Körfubolti 21. október 2011 16:25
KR vann í Njarðvík KR er enn með fullt hús stiga í Iceland Express-deild kvenna en annarri umferð lauk í kvöld. Valur og Keflavík unnu einnig sína leiki. Körfubolti 19. október 2011 20:54
Snæfellingar á toppinn eftir sigur á Haukum Snæfellingar halda áfram að gera það gott í upphafi tímabilsins í Iceland Express-deild kvenna en liðið vann í kvöld góðan heimasigur á Haukum, 73-69. Körfubolti 18. október 2011 21:20
Ágúst: Of erfitt að elta allan leikinn „Þetta er ekki sú byrjun sem við vildum,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. Körfubolti 12. október 2011 21:44
Ingi Þór: Mikilvægt að byrja mótið vel „Ég er mjög stoltur af þessum sigri ," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn í kvöld. Körfubolti 12. október 2011 21:38
Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Körfubolti 12. október 2011 21:00
Umfjöllun: Stelpurnar frá Stykkishólmi byrjuðu á sigri gegn Val Snæfell vann í kvöld fínan sigur, 79-70, á Val í fyrstu umferð Iceland-Express deild kvenna í körfubolta en leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Snæfellingar höfðu góð tök á leiknum alveg frá byrjun og héldu Valsstúlkum alltaf þægilega vel frá sér. Stigaskorið dreifðist vel í liðinu og greinilega góð liðsheild hjá Hólmurum. Körfubolti 12. október 2011 20:54
Keflavík spáð titlinum í kvennaflokki Keflavík verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna en spáin var kynnt á kynningarfundi Iceland Express-deildarinnar í dag. Körfubolti 11. október 2011 12:19
Falur: Það vantaði reynslumikla leikmenn Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ekki sáttur með stórt tap Keflavíkurstúlkna gegn KR í dag. Körfubolti 9. október 2011 19:10
Haukakonur unnu fyrsta körfuboltatitil tímabilsins - myndir Haukakonur urðu í gær Lengjubikarmeistarar kvenna eftir 63-61 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í úrslitaleik í Grafarvogi. Bjarni Magnússon byrjar því vel með kvennalið Hauka en hann tók við liðinu fyrir tímabilið. Körfubolti 3. október 2011 08:45
Haukakonur Lengjubikarmeistarar í körfunni Haukar unnu fyrsta titil vetrarins í körfuboltanum þegar kvennalið félagsins vann tveggja stiga sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur, 63-61, í úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Grafarvoginum í dag. Körfubolti 2. október 2011 16:58
Snæfell sendir Shannon McKever heim Shannon McKever, leikmaður kvennaliðs Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, er farin heim til Bandaríkjanna eftir að Snæfell rifti samningi við hana. Shannon þótti ekki standa undir væntingum sem farið var af stað með í upphafi samkvæmt frétt á heimasíðu Snæfells. Körfubolti 27. september 2011 13:55
Signý snýr aftur heim á Hlíðarenda og spilar með Val í vetur Signý Hermannsdóttir, miðherji íslenska landsliðsins og besti leikmaður Iceland Express deildar kvenna 2009 og 2010, ætlar að spila með nýliðum Vals í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í vetur en hún hefur verið í KR undanfarin tvö tímabil. Körfubolti 27. september 2011 09:15
Fyrirliði Njarðvíkur búin að semja við KR Anna María Ævarsdóttir, fyrirliði spútnikliðs Njarðvíkur í Iceland Express deild kvenna á síðasta tímabili, hefur söðlað um og samið við KR. Njarðvík kom öllum á óvart og fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 31. ágúst 2011 13:00
Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð. Körfubolti 11. ágúst 2011 07:00
Haukar búnar að semja við fjölhæfan leikstjórnanda Kvennalið Hauka hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Jence Rhoads um að hún spili með liðinu á komandi vetri. Rhoads átti flottan feril með Vanderbilt skólanum og kom til greina þegar nýliðaval WNBA-deildarinnar fór fram í vor. Körfubolti 10. ágúst 2011 16:00
Ragna Margrét til Svíþjóðar - blóðtaka fyrir Haukastelpur Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er á leið til Svíþjóðar og spilar ekki með Haukum á tímabilinu. Körfubolti 10. ágúst 2011 12:15
Kvennalið KR í körfunni búið að semja við Kana Kvennalið KR hefur samið við bandarískan leikstjórnanda fyrir komandi átök í körfuboltanum. Leikmaðurinn heitir Reyana Colson og spilaði með Cal Poly Pomona í bandaríska háskólaboltanum á síðasta ári. Körfubolti 9. ágúst 2011 11:30