Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. Innlent 22. september 2024 12:06
Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 21. september 2024 11:31
„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“ „Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin. Tónlist 21. september 2024 07:03
Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið „Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar. Lífið 20. september 2024 14:01
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. Innlent 19. september 2024 11:24
MZ Skin – Lúxus húðvörur sem byggja á vísindum og fagurfræði MZ Skin er húðvörumerki sem hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem eitt af fremstu lúxusmerkjunum á markaðnum. Merkið var stofnað af Dr. Maryam Zamani, þekktum augnlækni og húðlækni, sem er sérfræðingur í meðferðum tengdum öldrun húðar og fagurfræðilegum lausnum á sviði lýtalækninga. Lífið samstarf 19. september 2024 10:09
Kátir tískukarlar hjá Kölska Stórglæsilegir gæjar komu saman föstudaginn þréttanda september þegar Kölski hélt heljarinnar veislu í tilefni af því að liðin eru sex ár frá stofnun merkisins. Tíska og hönnun 18. september 2024 20:01
Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Stjörnurnar skinu skært í hátísku á rauða dreglinum í gærkvöldi. Tilefnið var Emmy verðlaunahátíðin sem fór fram í nótt í Peacock leikhúsinu í Los Angeles. Tíska og hönnun 16. september 2024 13:09
Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum. Tíska og hönnun 14. september 2024 11:33
Matarboð hins fullkomna gestgjafa Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast. Lífið 14. september 2024 10:01
Heitustu haust- og vetrartrendin 2024 Haustinu fylgir alltaf spennandi uppfærsla í fataskápnum. Stuttbuxurnar og sandalarnir fara ofan í skúffu og þykkar peysur, kápur og hlýlegri flíkur dregnar fram. Lífið samstarf 13. september 2024 08:37
Mætti á nærfötunum einum klæða Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. Tíska og hönnun 12. september 2024 12:50
Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun. Tíska og hönnun 11. september 2024 11:31
Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10. september 2024 20:02
Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10. september 2024 14:22
Hafdís segir Emmy tilnefninguna „smá súrrealíska“ Förðunarfræðingurinn Hafdís Pálsdóttir skein skært á Emmy verðlaununum um síðustu helgi þar sem hún og teymið hennar fengu tilnefningu. Blaðamaður ræddi við hana um ferilinn, tilnefninguna og stóra kvöldið. Lífið 10. september 2024 11:31
Myndaveisla: Húrrandi fjör í stórafmæli Húrra „Á stórafmælum er mikilvægt að fagna vel og það gerðum við svo sannarlega,“ segja Jón Davíð Davíðsson og Sindri Jensson eigendur Húrra. Tískuverslunin fagnaði tíu ára afmæli um helgina með pomp og prakt. Lífið 9. september 2024 20:02
Laufey prýðir forsíðu Vogue Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert. Tíska og hönnun 9. september 2024 15:59
Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd „Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 7. september 2024 11:31
Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun „Ég get farið farið að dansa sveitt í alla nótt, farið að sofa, vaknað og verið gordjöss í fyrramálið,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María um skothelda förðun sem hún kennir í splunkunýjum þáttum. Þættirnir heita Fagurfræði og þar fer Rakel María yfir ýmis góð ráð og aðgengilegar aðferðir þegar það kemur að förðun. Tíska og hönnun 5. september 2024 16:01
Heitustu trendin fyrir haustið Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. Lífið 5. september 2024 07:03
Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Innlent 4. september 2024 20:01
Helen Óttars í herferð Juicy Couture Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 4. september 2024 07:03
Sjóðheitir á húðvöru herrakvöldi Síðastliðinn fimmtudag bauð Blue Lagoon Skincare glæsilegum herrum landsins í einstakan herraviðburð í verslun sinni á Laugavegi. Fjölbreyttur hópur mætti til að fræðast um húðvörur og eiga góða stund. Lífið 3. september 2024 20:01
„Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 31. ágúst 2024 11:30
Hönnunaríbúð Ingibjargar hans Eyjólfs í Epal til sölu Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og sambýliskona Eyjólfs Pálssonar, eiganda hönnunarverslunarinnar EPAL, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 69,5 milljónir. Lífið 27. ágúst 2024 15:21
Kemur með íslenskan innblástur til hátískuheimsins í París Fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg hefur komið víða að í tískuheiminum og er búsett í París. Síðastliðna mánuði hefur Ása Bríet unnið að samstarfsverkefni með tískuhúsinu Hermés, sem þykir með fínustu merkjum heimsins. Tíska og hönnun 27. ágúst 2024 09:03
Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Tíska og hönnun 26. ágúst 2024 20:02
Elskar að ögra og klæða sig þveröfugt við tilefnið Nýútskrifaði lögfræðingurinn Daníel Hjörvar Guðmundsson hefur alla tíð haft áhuga á tísku og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skera sig úr. Hann hefur ofurtrú á eigin innsæi þegar það kemur að klæðaburði og hvetur fólk til að gera eitthvað skemmtilegt með stíl sinn en ekki hlusta á álit annarra. Daníel Hjörvar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 24. ágúst 2024 11:31
Vinkonukvöldin hjá Elira Beauty farin af stað „Við höfum boðið upp á þessa skemmtilegu tilbreytingu fyrir saumaklúbbana, mömmuhópana, vinnustaðina og aðra vinkonuhópa síðan við opnuðum fyrir tæpum þremur árum. Þessi kvöld eru alltaf jafn vinsæl," segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir eigandi snyrtivöruverslunarinnar Elira en Elira Beauty býður vinkonuhópinn að koma í verslunina á Kirkjusandi eftir lokun. Lífið samstarf 22. ágúst 2024 13:26