Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2025 15:39 Salka byrjaði að selja töskuna í byrjun júní. Aðsend Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp. Tíska og hönnun Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Salka Þorra Svanhvítardóttir Holm stendur að baki Valka design sem byggir á hugmyndafræði um hæga tísku (slow fashion) þar sem til sölu eru töskur handunnar af Sölku sjálfri. Til sölu er meðal annars taskan Rökkur, svört taska með mél sem handfang. Salka birti fyrst auglýsingu fyrir töskuna þann 6. júní. Það var svo fyrir nokkrum dögum sem hún fékk senda mynd frá vinkonu sinni sem stödd var í Berlín af tösku í Weekday sem minnti ískyggilega mikið á hennar eigin hönnun. Salka fór beint á heimasíðu Weekday þar sem hún fann betri mynd af töskunni í dálki yfir nýkomnar vörur. Hún fór sjálf í rannsóknarvinnu og telur að taskan hafi verið sett á sölu í lok september. Taska til sölu á Weekday til vinstri og taska Valka design til hægri.Samsett „Það var sama lögun á töskunni, þetta er ekki bara það að þau noti mél sem handfang heldur líka lögunin og saumarnir á töskunni,“ segir Salka í samtali við fréttastofu. „Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið, ég var ekki að meðtaka þetta fyrst. Svo fór ég í algjört uppnám, þetta var rosalegur rússíbani af tilfinningum.“ Íhugar að leita til lögfræðings Salka segir það sárt að sjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu stela hönnun af litlum fyrirtækjum og fjöldaframleiða hana. Weekday er í eigu H&M Group sem á einnig meðal annars verslanir H&M, COS og & Other Stories. Ein Weekday-verslun er á Íslandi í Smáralind. „Þetta er hönnun sem ég er búin að vera að vinna að í marga mánuði, þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Salka. View this post on Instagram A post shared by Valka Design (@valkadesign_) Salka íhugar að leita réttar síns en hefur ekki tekið neina ákvörðun. Hún telur að tösku Weekday hafi verið breytt nægilega mikið til að ekki sé hægt að kæra þau. „Ég er búin að fá ábendingar og meðmæli frá lögfræðingum en ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Þetta er mestmegnis að svona fyrirtæki leyfi sér að gera þetta, gefa hönnuðum enga viðurkenningu á þeirra hönnun,“ segir Salka. „Að þau dirfist til þess að herma eftir og stela svona hönnun.“ Salka sækist eftir að gera hönnun að framtíðarstarfinu sínu og segir að jafnvel þótt það sé mjög leiðinlegt að lenda í slíku sé hún ekki búin að gefast upp.
Tíska og hönnun Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira