Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Björk bætir við tónleikum í Eldborg

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum á Biophilia-tónleika Bjarkar 7. nóvember. Tónleikarnir verða haldnir í stærsta sal Hörpunnar, Eldborg, sem tekur 1.600 manns í sæti. Áður höfðu miðar selst upp á átta tónleika Bjarkar í Silfurbergi sem tekur 750 manns í sæti. Miðasala á tónleikana hefst á Harpa.is og Midi.is á föstudaginn kl. 12.

Tónlist
Fréttamynd

Litríkur hljóðheimur Beirut

Þriðja breiðskífa Beirut, The Rip Tide, er komin út. Sterk áhrif frá Balkanskaganum, Frakklandi og Mexíkó eru sem fyrr til staðar.

Tónlist
Fréttamynd

Sinead O'Connor á Airwaves

Írska tónlistarkonan Sinead O'Connor heldur tónleika á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í október í haust samkvæmt kvöldfréttum RÚV.

Tónlist
Fréttamynd

Airwaves á Akureyri

Akureyringar eiga gott kvöld í vændum á laugardaginn þegar forsvarsmenn Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar blása til tónleika í bænum.

Tónlist
Fréttamynd

James Murphy mætir á Airwaves

Bandaríski tónlistarmaðurinn, plötusnúðurinn og útgefandinn James Murphy, hefur boðað komu sína á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina í október.

Tónlist
Fréttamynd

Óvenjuleg og heillandi sveit

Ein af áhugaverðari plötum ársins 2011 er sjötta plata bandarísku hljómsveitarinnar Skeletons, People. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa sérstöku sveit sem er hugarfóstur Matts Mehlan. Bandaríska hljómsveitin Skeletons er ekki ein af þekktari sveitum heims. Það fer ekki mikið fyrir henni á plötusölulistum. Tónlist hennar á samt hiklaust erindi við þá tónlistaráhugamenn sem eru að leita að einhverju nýju og spennandi. Sveitin blandar saman áhrifum úr mjög ólíkum áttum. Tónlistartímaritið XLR8R lýsir henni sem „einni af fáum hljómsveitum í dag sem með réttu er hægt að kalla frumlegar“.

Tónlist
Fréttamynd

Semja tónlist við Djúpið eftir Baltasar

Tónskáldin Ben Frost og Daníel Bjarnason hafa verið ráðin til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. Fjórir vinir Guðlaugs fórust í skipsskaðanum en sagan um manninn sem sigraðist á hafinu hefur fylgt þjóðinni síðan. Ólafur Darri Ólafsson mun leika Guðlaug, en myndin verður frumsýnd síðar á þessu ári.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar

Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy.

Tónlist
Fréttamynd

Úlfur Úlfur sýnir sitt fyrsta myndband

Rappsveitin Úlfur Úlfur hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Lupus Lupus. Úlfur Úlfur er þriggja manna sveit sem hefur verið mjög virk þrátt fyrir stuttan starfsferil. Bæði hefur hún sent frá sér nokkur lög og komið fram á fjölmörgum tónleikum.

Tónlist
Fréttamynd

Þriðja plata Ruddans

Þriðja plata Ruddans, I Need a Vacation, er nýkomin út. Á plötunni nýtur Ruddinn, sem heitir Bertel Ólafsson, aðstoðar Heiðu Eiríksdóttur úr Hellvar. Heiða syngur í sjö lögum af ellefu með Ruddanum en tvö lög syngur hún einsömul. Heiða á einnig texta í laginu Too Distant For Us. Fleira fólk kemur að plötunni, meðal annars Skapti Soulviper sem syngur í laginu Supersonic Situation.

Tónlist
Fréttamynd

Í fínu andlegu og líkamlegu formi

"Ég er í afskaplega fínu formi bæði andlega og líkamlega,“ segir gítarleikarinn snjalli Björgvin Gíslason. Hann heldur upp á sextugsafmælið sitt 4. september með því að endurútgefa þrjár sólóplötur sínar í viðhafnarútgáfu og halda tónleika í Austurbæ og á Græna hattinum á Akureyri. "Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Ég hef verið úti í Perú eða einhvers staðar. Mér fannst ágætt að gera þetta svona," segir Björgvin um tónleikana.

Tónlist
Fréttamynd

Silkimjúkt indí-draumpopp

Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember.

Tónlist
Fréttamynd

Skálmöld klár í Ólympíuleikana

„Það væri gaman að fá sér eina bratwurst með Ozzy,“ segir Björgvin Sigurðsson, söngvari og gítarleikari Skálmaldar sem spilar á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi ásamt Ozzy Osbourne. Þungarokkssveitin sleppti því að fara í útilegu um verslunarmannahelgina og æfði þess í stað fyrir Wacken sem hefst á fimmtudag og stendur yfir til laugardags. Þar stíga einnig á svið rokkrisar á borð við Ozzy, Judas Priest og Motörhead.

Tónlist
Fréttamynd

Plata Amy Winehouse á toppnum

Sala á tónlist Amy Winehouse hefur margfaldast frá því að breska söngkonan lést fyrir rúmri viku. Fimm ára gömul plata hennar, Back to Black, trónir nú í efsta sæti breska vinsældarlistans líkt og platan gerði eftir að hún kom út. Fyrri plata söngkonunnar, Frank, sem kom út árið 2003 er í 5. sæti á vinsældarlistanum. Amy Winehouse fannst látin á heimili sínu á laugardaginn fyrir viku, en hún lengi hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Hún var 27 ára.

Tónlist
Fréttamynd

Amy Winehouse ýtti Bubba út í sálartónlist

„Amy var í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Bubbi Morthens, en eins og kunnugt er féll söngkonan Amy Winehouse frá á laugardaginn fyrir viku en hún hafði glímt við áfengis- og eiturlyfjavanda. Bubbi segir söngkonuna hafa haft mikil áhrif á nýjustu plötu sína og segir hana jafnframt ástæðu þess að hann hóf að glíma við sálartónlistina.

Tónlist
Fréttamynd

Vetrarsólin er nútímalegri

Önnur sólóplata Snorra Helgasonar, Winter Sun, er að koma út. Hann segist hafa vaxið mikið sem tónlistarmaður síðan hann flutti til London. Önnur plata Snorra Helgasonar, fyrrum liðsmanns Sprengjuhallarinnar, nefnist Winter Sun og er fáanleg í rafrænni forsölu á tónlistarveitunni Gogoyoko. Formlegur útgáfudagur er 4. ágúst og er það Kimi Records sem gefur út.

Tónlist
Fréttamynd

Rapprisar sameina kraftana

Rappararnir Jay-Z og Kanye West hafa sameinað krafta sína og gefa út plötuna Watch the Throne innan skamms. Tónlistarunnendur bíða spenntir eftir útkomunni.

Tónlist
Fréttamynd

Sagt að Amy hafi tekið of stóran skammt af eiturlyfjum

Dauði Amy Winhouse er enn óupplýstur. Hún fannst á heimili sínu í norður-London, látin, 27 ára að aldri. Í erlendum fjölmiðlum er haft eftir ónafngreindum heimildarmönnum að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefnum. Amy Winhouse átti í sífelldri baráttu við ávanabindandi efni og fór sú barátta fram fyrir allra augum.

Tónlist
Fréttamynd

Rokkkvöldverður á Akureyri

Tvennir tónleikar til heiðurs bandarísku gruggsveitinni Alice in Chains verða haldnir í kvöld og annað kvöld. Fyrst á Sódómu Reykjavík og síðan á Græna hattinum á Akureyri. Síðustu heiðurstónleikar voru á rokkhátíðinni Eistnaflugi.

Lífið
Fréttamynd

Orðrómur um að Bítlar komi saman

Líkur eru á að eftirlifandi meðlimir Bítlanna komi fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fara í London á næsta ári. Paul McCartney hvorki neitar né staðfestir orðróm þess efnis.

Tónlist
Fréttamynd

Heimsfrumsýning á Youtube

Björk Guðmundsdóttir heimsfrumsýnir myndband við nýjasta lagið sitt, Crystalline, á síðunni Youtube í lok mánaðarins.

Tónlist
Fréttamynd

Madonna í hljóðver á ný

Poppdrottningin Madonna er byrjuð að taka upp nýja plötu. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu síðustu plötu hennar, sem sló í gegn um allan heim.

Lífið
Fréttamynd

Nirvana á Reading

Goðsagnakenndir tónleikar hljómsveitarinnar Nirvana á bresku tónlistarhátíðinni Reading frá árinu 1992 verða sýndir á Reading og Leeds-tónlistarhátíðunum í sumar.

Tónlist