Súkkulaðisúpa Mjólkin er hituð að suðu með anis, lime berkinum og sultuhleypi. Hellið svo helmingnum af mjólkinni yfir súkkulaðið og leysið súkkulaðið varlega upp, hellið svo restinni yfir og blandið vel saman, látið súpuna standa helst yfir nótt. Gott er að píska súpuna aðeins áður en hún er borinn fram með pískara. Matur 10. mars 2009 00:01
Nauta carpaccio Kjötið er skorið mjög þunnt niður og raðað á diska. Þá er kjötið kryddað með salt og pipar. Rifið börkinn þunnt niður og dass af sítrónusafa er hellt yfir. Þá er olíu og trufluolía hellt yfir kjötið. Fallegt salat er sett í miðjuna á diskinum. brjótið svo parmesaninn yfir kjötið. Ristið furuhneturnar og setjið yfir allann diskinn. Matur 10. mars 2009 00:01
Súkkulaðimús Súkkulaði og smjör er brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðurnar eru þeyttar með 25 gr af sykri og hvíturnar eru svo þeyttar með 75gr af sykri. Eggjablöndunni er blandað varlega saman við ásamt súkkulaðinu og að lokum er létt þeyttum rjómanum blandað saman við. Matur 10. mars 2009 00:01
Svindlað á Sushi - myndband Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Friðriku Geirsdóttur sem eldaði sushi fyrir áhorfendur Stöðvar 2 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag. Matur 18. febrúar 2009 22:19
Hægeldað nauta prime ribs að hætti Friðriks V Hreinsið vöðvann og nuddið hann vel með salti og nýmöluðum pipar bindið upp vöðvann með góðu garni. Matur 5. janúar 2009 10:47
Mangó og salvíumarineruð kalkúnabringa Mangó og salvíumarineruð kalkúnabringa með sítrus-heslihnetu gremolata og smjörsteiktu grænmeti ásamt bordelaise-sósu og sætum kartöflum. Matur 29. desember 2008 11:40
Villisveppahjúpað nauta tataky með japanskri soya og wasabi Villisveppahjúpað nauta tataky með japanskri soya og wasabi. Matur 29. desember 2008 11:33
Byggkaka Haframjölinu, möndlunum, speltinu, saltinu og hlynsírópinu er blandað saman, vatninu skvett út í og hnoðað þar til að það tollir vel saman. Matur 18. desember 2008 13:13
Smurbrauð með danskri lifrarkæfu Steikið sveppi upp úr smjörlíkinu og olíunni, kryddið með provensekryddblöndunni. Matur 18. desember 2008 13:02
Eðalborgari frá Turninum Í þessum þætti gæddi Jói sér á hamborgurum. Hann heimsótti Tomma á Búllunni, hann bragðaði lúxus hamborgara í Truninum og endaði á einum hollum í Maður Lifandi. Matur 10. desember 2008 11:02
Grænmetishamborgari frá Manni lifandi Í þessum þætti gæddi Jói sér á hamborgurum. Hann heimsótti Tomma á Búllunni, hann bragðaði lúxus hamborgara í Truninum og endaði á einum hollum í Manni lifandi. Matur 10. desember 2008 10:43
Hvít súkkulaði Parfait með jarðaberjum Þeytið eggin yfir vatnsbaði setjið svo í hrærivéla skál og þeytið þar til eggin er köld. Matur 9. desember 2008 13:42
Lambahryggvöðvi með Malt kryddlög, grænmetis borðum, gulrótamauki og ofnbakaðri kartöflu Matur 9. desember 2008 13:29
Lynghæna með peru og papayasalati Skerið fuglana í tvennt og marinerið í sojasósunni í 10 mín. Hitið olíuna upp í 180°c. Matur 9. desember 2008 13:25
Túnfisksalat með lárperu og papadum Kryddið túnfiskinn með salti og pipar. Steikið upp úr olíu í ca. 2 mín á hvorri hlið. Matur 9. desember 2008 13:23
Laxasashimi Snyrtið laxinn og skerið hann í kubba. Rífið hvítlaukinn niður. Berið fram með soja, engifer og wasabi. Matur 9. desember 2008 13:17