Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Ólafur Helgi, Stefanía Guð­rún og Finnur Þór í dómara­stól

Dómsmálaráðherra hefur skipað Ólaf Helga Árnason og Stefaníu Guðrúnu Sæmundsdóttir í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 18. desember 2023. Jafnframt hefur Finnur Þór Vilhjálmsson verið settur dómari við sama dómstól frá og með 18. desember 2023 til og með 28. febrúar 2029 vegna leyfis skipaðs héraðsdómara.

Innlent
Fréttamynd

Guð­jón hættir sem for­stjóri í apríl

Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birta hættir sem vara­frétta­stjóri

Birta Björnsdóttir varafréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að starfi sínu sem yfirmaður erlendra frétta hjá RÚV. Ragnhildur Thorlacius tekur við sem varafréttastjóri ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá RÚV

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Simmi Vill leiðir nýtt fé­lag

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar segir skilið við Kviku

Gunnar Sigurðsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kviku Securities Ltd. í London (KSL), dótturfélags Kviku banka hf. Stjórn hefur ráðið Richard Beenstock sem nýjan framkvæmdastjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sandra nýr fram­kvæmda­stjóri HK

Sandra Sigurðardóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri HK. Sandra, sem hefur víðtæka reynslu úr íþróttastarfi, segir mikla vaxtamöguleika innan félagsins.

Sport
Fréttamynd

Trausti Fannar skipaður for­maður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Innlent
Fréttamynd

Kristín Soffía til RA­RIK

RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bene­dikt semur um starfs­lok

Benedikt K. Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála hjá OR, hefur látið af störfum hjá félaginu eftir að þeir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR gerðu með sér samkomulag um starfslok.

Viðskipti innlent