Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. mars 2025 17:08 Þórarinn Eyfjörð vék úr embætti formanns síðasta haust. Vísir/Ívar Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft. Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð segist sjálfur ekki hafa beðið um þessa upphæð heldur hafi stjórnin lagt fram tillögu um samning sem hún rökstuddi með því að skuldbinding félagsins næði til kjörtímabilsins í heild. Heildarupphæð vegna samningsins er tæplega sjötíu milljón krónur sem félagið mun greiða Þórarni. Sjá einnig: Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Stjórn Sameykis segir að samkvæmt lögum félagsins sé ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp störfum. Að fengnu lögfræðiáliti og með aðkomu sáttamiðlara varð tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur niðurstaðan. Stjórnarinnar að svara Þórarinn segir að tillaga stjórnar hafi komið honum í opna skjöldu. „Þetta var eitthvað sem þau höfðu unnið og það er þeirra að svara fyrir það hvernig sú vinna fór fram. En allavega var niðurstaðan þessi að þetta var kynnt mér og eftir nokkra íhugun ákvað ég að taka því,“ segir hann. Þórarinn segir að starfslokasamningurinn hafi verið mikið til umræðu á aðalfundi félagsins en án einhlítrar skoðunar. Hefurðu mætt mikilli gagnrýni? „Ég túlka það ekki svo. Ég held að þau sem að sitji aðalfund Sameykis hérna er fólk sem ég er búinn að vera að vinna með í áratugi. Ég er búinn að vinna fyrri félagið í 32 ár að ýmsum flóknum, erfiðum og góðum verkefnum. Þeir kjarasamningar sem félagið er búið að gera á undanförnum árum hafa verið góðir svo ekki sé meira sagt. Ég held að flestir hérna á aðalfundinum þekki til minna verka og hafa ekki verið að gera neinar athugasemdir,“ segir Þórarinn. Fólk geti haft alls konar skoðanir Hann segist ekki líta á samninginn sem uppgjör fyrir vel unnin störf. Hann hefði heldur unnið áfram í þágu félagsins en mat það svo að best væri fyrir félagið og framtíð þess að ganga að tilboði stjórnarinnar. Finnst þér skiljanlegt að sumum blöskri samningurinn? „Ég held að fólk geti haft alls konar skoðanir á því og ég geri ekki neinar athugasemdir við það,“ segir Þórarinn. „Ég held að það hljóti að vera að stjórnin hafi farið vandlega í gegnum það hvað hún var að bjóða og að hún hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir þá skoðun sem hún fór í,“ segir hann.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. 26. mars 2025 20:51
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22