Ökumaðurinn liðlega tvítugur Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma. 9.10.2024 11:28
Nú má keyra á nagladekkjum í borginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að hún sé hætt að sekta ökumenn bifreiða sem búnar eru nagladekkjum. 9.10.2024 08:55
Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Heitavatnslaust verður í stórum hluta Vesturbæjar Reykjavíkur sunnan Hringbrautar milli klukkan 08 og 16 í dag. 9.10.2024 07:29
Kennarar greiða atkvæði um verkfall Félagsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll sem hefjast eiga í lok mánaðar. Atkvæðagreiðslurnar hófust á hádegi í dag en ekki er greint frá í hvaða skólum er greitt atkvæði um verkföll. 8.10.2024 14:08
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8.10.2024 12:20
Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. 8.10.2024 11:32
Oculis á mikilli siglingu og Kauphöllin iðagræn Hlutabréfaverð augnlyfjafyrirtækisins Oculis heldur áfram að hækka og tók stökk upp á 8,72 prósent í dag. Gengi Play hækkaði þó enn meira en það í örviðskiptum upp á fimm milljónir króna. 7.10.2024 17:02
Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. 7.10.2024 16:29
Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. 7.10.2024 16:00
„Þingflokkur Pírata braut á mér“ Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins. 7.10.2024 14:30