Efast um ágæti áforma um innlenda smágreiðslulausn Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi. 31.7.2023 16:01
Bílvelta á Gullinbrú Bíll valt á Gullinbrú skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. 31.7.2023 13:58
Biðst afsökunar á því að hafa ráðið Agnesi Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, hefur sent formanni kjörstjórnar kirkjuþings, bréf þar sem hún biðst afsökunar á því að hafa gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands. 31.7.2023 12:57
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31.7.2023 09:38
Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. 28.7.2023 12:40
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28.7.2023 11:52
Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28.7.2023 10:10
Fyrsti bassaleikari the Eagles er látinn Randy Meisner, fyrsti bassaleikari og einn stofnenda hljómsveitarinnar the Eagles, lést á miðvikudag. 28.7.2023 10:08
Sakaður um að hafa skipað starfsmanni að eyða myndbandsupptökum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sakaður um að hafa skipað starfsmanni sínum að eyða upptökum úr öryggismyndavélum á heimili hans í Flórída. Það er sagt hafa verið gert til þess að hindra rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við leyniskjöl sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu. 27.7.2023 22:49
Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. 27.7.2023 21:12