„Þetta sýnir að fólk þarf að fara varlega“ Eldfjallafræðingur segir að viðbúið hafi verið að barmur gígsins við Litla-Hrút myndi gefa sig í dag strax í gær. Í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu þar sem hraun rann niður á sléttuna og það ítreki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum. 24.7.2023 14:21
Var með meðvitund þegar honum var bjargað úr sjónum Líðan manns á sjötugsaldri sem bjargað var úr sjónum rétt utan við Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er góð eftir atvikum, en hann var nokkuð lengi í sjónum. Hann var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar náðu honum á land og hægt var að ræða við hann. 24.7.2023 10:41
„Ég stakk hann þrisvar!“ Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. 23.7.2023 15:38
Vill skipta fuglinum út fyrir X Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag. 23.7.2023 13:59
Segir greinargerð Sigurðar marklaust plagg Ríkisendurskoðandi segir greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu óklárað plagg sem aldrei hefði átt að líta dagsins ljós og sakar hann um dylgjur. 23.7.2023 12:10
Lindarhvoll, strandveiðar og innflytjendamál Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi er fyrsti gestur Sprengisands í dag og svarar því meðal annars hvernig stendur á þessum mikla mun á skýrslu embættisins og greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, í Lindarhvolsmálinu. 23.7.2023 09:46
Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23.7.2023 09:38
Myrti lækni á geðspítala: „Það var ætlunin, að hún skyldi deyja“ Kona er látin eftir stunguárás við geðsjúkrahús í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn vegna árásarinnar í gær, hefur játað að hafa myrt konuna. Konan var læknir mannsins á sjúkrahúsinu. 22.7.2023 13:12
Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. 22.7.2023 11:20
Loka gosstöðvunum snemma vegna slæmrar hegðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka aðgengi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í kvöld. „Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi og nú sem oft áður er það tiltölulega fámennur hópur sem skemmir fyrir öllum hinum. Það hefur framangreindar afleiðingar að loka þarf gönguleiðum tímanlega,“ segir í tilkynningu. 22.7.2023 09:32