„Ég stakk hann þrisvar!“ Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2023 15:38 Myndskeiðið er átakanlegt áhorfs. Vísir Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað. Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Myndskeiðið virðist hafa farið í nokkra dreifingu manna á milli á netinu frá því að það var tekið upp að kvöldi fimmtudagsins 20. apríl. Það barst til að mynda ritstjórn Vísis. Stúlkan sem heldur á símanum sætir ákæru fyrir að hafa ekki sinnt hjálparskyldu. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Verjandi hennar sagði í samtali við fréttastofu í apríl að foreldrar hennar hefðu brýnt fyrir henni að taka upp myndbönd ef hún lenti í erfiðum aðstæðum. Hún væri lykilvitni í málinu en ekki sakborningur. Grimmilegar aðferðir Ungi maðurinn og piltarnir tveir sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólska manninum bana með því að beita hann grófu ofbeldi. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Var alveg ofan í átökunum Maðurinn sem lést virðist hafa reynt hvað hann gat að slást gegn unga manninum og piltunum og úr hafi orðið nokkuð hörð slagsmál. Stúlkan sem tók myndskeiðið upp er um tíma í miðri þvögunni en segir svo „ég þarf að færa mig“ og kemur sér í var. Þegar hún beinir símanum aftur að átökunum hafa ungi maðurinn og piltarnir fellt manninn í jörðina og láta spörk dynja á honum þar sem hann liggur varnarlaus. Því næst sést hvernig ungi maðurinn beygir sig niður og stingur manninn ítrekað. Þá sprettur hann á fætur og gengur frá hópnum. Lengra nær myndbandið ekki en afleiðingar árásarinnar voru þær að maðurinn lést af sárum sínum skömmu eftir hana.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent