Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Líður ekki ó­svipað og þegar hann kláraði mennta­skóla

Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið.

„Það er verið að sakfella saklausan mann“

Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Logi Einarsson sagði í kveðjuræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að jafnaðarstefnan væri svarið við úrlausn risavaxinna vandamála samtímans vegna misskiptingar, sóunar og loftslagsbreytinga. Kristrún Frostadóttir tekur við formannsembætti flokksins í kvöld og við ræðum við hana í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum

Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir.

Unnur er á­hrifa­mesta vísinda­kona Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum.

Tókst ekki að sanna meint ein­elti af hálfu Írisar

Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu.

Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb

Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón.

Sjá meira