Fyrrverandi braust inn í brúðkaup Britney Lögregla var kölluð að heimili poppstjörnunnar Britney Spears eftir að Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður hennar til tæplega sextíu klukkutíma, braust inn í brúðkaup hennar og unnustans Sams Asghari. 9.6.2022 22:40
Þór tekinn við völdum á Seltjarnarnesi Ráðning Þórs Sigurgeirssonar sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar var staðfest á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar bæjarins. Hann tekur við störfum af af Ásgerði Halldórsdóttur sem látið hefur af störfum eftir tuttugu ára starf í bæjarstjórn, þar af í þrettán ár sem bæjarstjóri. 9.6.2022 21:57
Lækkun afsláttar í fríhöfn liður í aðgerðum gegn þenslu Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni. 9.6.2022 21:09
Snípur og sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum Listamenn sem tekið hafa ástfóstri við nál og tvinna opnuðu í kvöld listasýningu á Kjarvalsstöðum, meðal efnistaka þeirra eru snípurinn, sjálfsfróun og flugdólgar. 9.6.2022 19:57
Fólu bæjarstjóra að hefja samtal um jarðgöng til Vestmannaeyja Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar samþykkti bæjarstjórn tillögu þess efnis að bæjarstjóra og bæjarstjórn yrði falið að hefja samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðgangna milli lands og Eyja. 9.6.2022 19:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á Íslandi í einu og sama máli. Tíu hafa verið handteknir og þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna tveggja rannsókna á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um málið og sjáum það gríðarlega magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á. 9.6.2022 18:01
Nemendur himinlifandi á fyrstu vorhátíðinni í tvö ár Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman. 8.6.2022 23:50
Tilkynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæstaréttardómara Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi. 8.6.2022 22:52
Leggja til að rannsóknarnefnd verði stofnuð til að rannsaka meðferð fatlaðra á vistheimilum Nefnd sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í dag. Nefndin leggur til að sérstök rannsóknarnefnd verði stofnum um málið. 8.6.2022 22:10
Segir óásættanlegt ef ríkisstjórnin fórnar heimilunum á blóðugu altari verðtryggingarinnar Þingmaður Flokks fólksins spyr ríkisstjórn Íslands að því hver græði og hver tapi ef þúsundir missa heimili sín eins og eftir fjármálahrunið árið 2018. Hún segir verðbólgudrauginn kominn á stjá og að stefni í óefni á húsnæðismarkaði. 8.6.2022 21:01