Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Hinn rússneski Júrí Grígorovitsj, einn virtasti ballettdanshöfundur heims og listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins í Moskvu til áratuga, er látinn.Hann varð 98 ára. 20.5.2025 08:26
Áfram sól og hlýtt í veðri Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag. Víða verður léttskýjað og hlýtt í veðri, en sums staðar þoka við ströndina norðan- og vestanlands og mun svalara. 20.5.2025 07:03
Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, munu sækja Japan heim dagana 26. maí til 1. júní í tilefni af heimssýningunni EXPO 2025 sem fram fer í Osaka. Sýningin var opnuð í apríl og stendur fram í október. 19.5.2025 10:43
Bein útsending: Morgunfundur sveitarfélaganna og ÍSÍ um íþróttir Samband íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ standa fyrir morgunfundi um íþróttir á Grand hótel í dag. 19.5.2025 08:22
Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. 19.5.2025 07:33
Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19.5.2025 07:20
Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Borgarráð hefur lagt blessun sína yfir tillögu um breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna uppbyggingu skólaþorps á hluta bílastæðasvæðis Laugardalsvallar við Reykjaveg. Fyrrverandi borgarstjóri greiddi atkvæði með tillögunni, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokki segist hafa miklar áhyggjur af öryggi skólabarna vegna umferðarinnar sem verður á svæðinu. 16.5.2025 15:56
Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár „Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár“ er yfirskrift ársfundar Landspítala sem haldinn er í Hörpu í dag. 16.5.2025 13:33
Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. 15.5.2025 15:26
Joe Don Baker látinn Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri. 15.5.2025 14:25