Áfram bjart suðvestantil á landinu Skammt suðaustur af Hvarfi er nú lægð sem þokast austur á bóginn. Gera má ráð fyrir að vindur verði aðeins norðlægari en í gær og áfram bjart veður suðvestantil á landinu. Þó má reikna með dálitlum éljum norðaustanlands. 11.3.2024 07:16
Krakkatían: Skyndibitastaðir, Skólahreysti og Kung Fu Panda Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni sem hefst á Vísi í dag. Krakkatían kemur í staðinn fyrir Krakkakvissið sem hefur verið á Vísi undanfarið. 10.3.2024 07:01
Kerecis hlýtur Útflutningsverðlaunin og Laufey heiðruð Líftæknifyrirtækið Kerecis hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2024. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Laufey Lín Jónsdóttir heiðruð fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. 9.3.2024 13:01
Fögnuðu ársafmælinu og stefna á hlutafjáraukningu Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Varist fögnuðu ársafmæli fyrirtækisins á dögunum. Stefnt er á frekari vöxt fyrirtækisins með ráðningum og er jafnframt stefnt á frekari hlutafjáraukningu til að styðja við þær áætlanir. 9.3.2024 09:31
Fréttatía vikunnar: Veitingastaðir, eldgos og Eurovision Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 9.3.2024 07:00
Munu fella fleiri aspir á Austurveginum Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir. 9.3.2024 07:00
Tóku niður crimemarket.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð í síðustu viku þar sem fíkniefnamarkaður sem kallaður er crimemarket.is var tekinn niður. Ekki leikur grunur á að Íslendingar séu viðriðnir málið. 8.3.2024 16:26
Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. 8.3.2024 12:23
Murdoch trúlofaður fyrrverandi tengdamóður Abramovitsj Bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur trúlofast hinni rússnesku Elenu Zhukova og stendur til að þau gangi í það heilaga í Kaliforníu í júní. Um verður að ræða fimmta hjónaband Murdoch. 8.3.2024 08:53
Bein útsending: Konur og íþróttir, forysta og framtíð „Konur og íþróttir, forysta og framtíð“ er yfirskrift ráðstefnuÍþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) sem fram fer í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag. 8.3.2024 08:30