Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leigjandinn breytti íbúðinni í dópgreni

Jóhannes Kristinn Hafsteinsson situr uppi með gífurlegt, og hugsanlega óbætanlegt, tjón vegna leigjanda sem bjó í íbúð hans í rúmlega hálft ár. Að sögn Jóhannesar tókst leigjandanum, og sambýlismanni hennar að rústa íbúðinni auk þess sem þar var stunduð fíkniefnasala.

„Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“

„Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans.

„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“

„Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn.

Strákurinn úr Breiðholti sem gerðist fíkniefnabarón

„Hinn ákærði sýnir merki um andfélagslegan persónuleika, sem endurspeglast í því að hann á erfitt með að laga sig að reglum samfélagsins. Hinn ákærði er drifinn áfram af voninni um skjótfenginn gróða.“ Þetta kemur fram í niðurstöðu dómstóls í Ríó de Janeiro árið 2012, þegar Sverrir Þór Gunnarsson var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir umfangsmikið fíkniefnasmygl. Vinur Sverris úr æsku segir hann alltaf hafa verið glæpamann.

Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar

„Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi.  Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans.

Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands

Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða.

Flugvél neyddist til að lenda í Keflavík

Tæknileg bilun varð til þess að flugvél írska flugfélagsins Aer Lingus neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis á miðvikudag. Flugvélin var á leið frá Dublin til Boston.

Sjá meira