Nefndin aldrei heyrt aðrar eins frásagnir en lítið að gerast Allsherjar-og menntamálanefnd hefur farið í marga hringi í meðferð sinni á frumvarpi um sanngirnisbætur að sögn formanns nefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi aldrei fengið viðkvæmari og erfiðari frásagnir til sín. Forsætisráðherra sé mjög meðvitaður um málið. 6.5.2024 13:39
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6.5.2024 08:01
Helmingurinn af búslóðinni í ruslið Grindvíkingar hafa neyðst til að henda gríðarlegum verðmætum undanfarið vegna búferlaflutninga. Að minnsta kosti hálf búslóðin fór í ruslið hjá einum þeirra. Annar segir að enginn vilji hirða dótið og Góði hirðirinn sé sprunginn. 29.4.2024 13:01
Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. 28.4.2024 23:50
Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. 28.4.2024 13:00
Arnar Þór vantaði sex meðmæli upp á Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax. 28.4.2024 10:00
Ný gossprunga geti opnast fyrirvaralaust á næstunni Ný löng gossprunga getur opnast á hverri stundu og fyrirvaralaust við Sundhnúksgíga að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að fara ekki fótgangandi að núverandi gosi. 27.4.2024 12:30
Fylgi Höllu Hrundar ekki fast í hendi Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert enn fast í hendi um það hver taki forystu í forsetakapphlaupinu. Halla Hrund mælist nú með mest fylgi en það geti breyst á næstu vikum. Hann segir stefna í mjög spennandi kosningar. Það sé ágalli á kerfi að forseti geti verið kjörinn með lágu hlutfalli atkvæða. 27.4.2024 11:10
Mótmælendur fengu óvæntan liðstyrk frá Hollywood Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra. 26.4.2024 20:01
Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jónsson Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið. 26.4.2024 13:21