Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2025 20:03 Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir botnvörpuveiðar Íslendinga of algengar. Þær hafi þurrkað tegundir út. Sambandið auglýsti málið í blöðum fyrir næstum þrjátíu árum. Vísir Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Gjöreyðilegging af völdum botnvörpuveiða er meðal þess sem kemur fram í Hafinu nýrri heimildarmynd breska sjónvarpsmannsins Davids Attenboroughs. Leikstjóri myndarinnar sagði í samtali við fréttastofu þegar myndin var frumsýnd í maí að hann vonaði að myndin hreyfði við þjóðum sem stunda slíkar veiðar. Landssambandið bent á skaðsemi í 40 ár Landssamband smábátaeigenda hefur lengi bent á að botnvörpuveiðar séu skaðlegri en aðrar veiðiaðferðir að sögn Arthurs Bogasonar. Sambandið krefst þess að veiðiaðferðirnar verði rannsakaðar. „Við höfum allt frá stofnun félagsins fyrir 40 árum haft áhyggjur af því að það skipti jafnmiklu máli hvernig er veitt og hversu mikið er veitt. Þetta er ekkert sem kemur okkur á óvart. Myndefni eins og í heimildarmyndinni er búið að vera til hér á landi í áratugi. Það hefur bara ekkert verið gert með það. Við höfum reynt að gera Hafró, stjórnmálamönnum og hagsmunasamtökum viðvart um skaðsemi slíkra veiðiaðferða en það hefur ríkt algjör þögn í málaflokknum,“ segir Arthur. Enginn humar vegna veiðiaðferðar Hann telur að slíkar aðferðir við að veiða humar hafi haft þau áhrif að hann veiðist ekki á sumum svæðum við Ísland. „Sjávartúvegsfyrirtækjum tókst að veiða og eyðileggja svæðin sem humarinn hefst við á vegna slíkra veiðiaðferða og ráðgjöf Hafró um veiði á stofninum hefur verið núll í nokkur ár,“ segir Arthur. Auglýsing Landssamband smábátaeigenda gegn botnvörpuveiðum birtist í fjölmiðlum árið 2001. Sambandið hefur lengi barist gegn slíkum veiðum að sögn formannsins.Vísir Þá segir hann botnvörpuveiðar notaðar að stærstum hluta þegar þorskur er veiddur við landið. „Það liggur fyrir að 66 prósent af þorskinum sem veiddur var á síðasta almanaksári var veiddur með botndregnum veiðafærum. Ég er sannfærður um að það er alltof hátt,“ segir Arthur. Hann segist enn fremur hafa verið við veiðar á togurum á yngri árum þar sem botnvörpuveiðar hafi verið stundaðar. Hann hafi séð alls kyns tegundir koma í netin og heilu kóralarnir hafi verið dregnir upp. Hann telur að þær veiðarnar hafi því skilið eftir sig sviðinn hafsbotn.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent