Aðeins einstaklingsherbergi og innigarðar í nýjum meðferðarkjarna Landspítala Nýr meðferðarkjarni við Landsspítalann sem verið er að byggja mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk að sögn forstjóra spítalans. Þar verða aðeins einsmannsherbergi og engir sjúkrahússgangar. Hönnunarstjóri segir mikilvægt að byrja strax að huga að nýjum Landspítala. 21.5.2019 19:45
27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða. 21.5.2019 19:00
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21.5.2019 14:00
Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. 21.5.2019 12:00
Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20.5.2019 19:00
Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. 19.5.2019 21:00
Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega sextán hundruð herbergum. Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu. Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni. 18.5.2019 13:00
„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. 18.5.2019 12:00
Landspítalinn greiddi 16% meira í yfirvinnu vegna manneklu Mannekla í hópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum á síðasta ári olli því að laun og launatengd gjöld á spítalanum hækkuðu meira en launavísitala að sögn forstjóra spítalans. Þá réð hækkun á gengi því að lyfseðilsskyld lyf hækkuðu um tæpan fjórðung milli ára. Ársvelta spítalans hækkaði um ríflega sex milljarða króna milli 2017 og 2018. 17.5.2019 19:00
Borgin og fyrirtæki hennar fjárfesta fyrir tvö hundruð milljarða næstu ár Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu hyggjast fjárfesta í innviðum fyrir tæpa tvö hundruð milljarða næstu fimm ár. Meðal verkefna er nýr hafnarbakki við Klepp, íþróttauppbygging ÍR og nýjar höfuðstöðvar Strætó. Borgarstjóri segir meiri slaka í efnahagslífinu auka þrýsting á fjárfestingar hjá hinu opinbera. 17.5.2019 19:00