Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. september 2019 20:20 Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Stöð 2 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við. Reykjavík Sorpa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. Oddviti Viðreisnar í borgarstjórn segir afar slæmt fyrir sveitarfélögin sem standa að Sorpu að fá slíkan bakreikning, það dragi úr slagkraftinum í öðrum málaflokkum. Stjórn Sorpu sendi frá sér tilkynningu í gær vegna breytingar á fjárfestingaráætlun til næstu fjögurra ára þar sem viðbótarkostnaður er tæpur 1,4 milljarðar króna. Þar af gleymdist að telja fram 719 milljóna króna kostnað vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð í Gufunesi og að gera ráð fyrir verðbótum upp á um 190 milljónir vegna nýrrar gas-og jarðgerðastöðvar. Kostnaður hennar er jafnframt vanáætlaður um 450 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sorpu segir um mannleg mistök að ræða að hluta til. „Ég get ekkert útskýrt þetta, með gas- og jarðgerðarstöðina þar verður aukning í magni, það er stærsti hlutinn. Þessi mistök sem urðu með tækjabúnaðinn í móttökustöðinni er ekkert að útskýra, það voru bara mannleg mistök,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Björn segir ábyrgðina á mistökunum liggja hjá stjórnendum Sorpu.Mun einhver þurfa að axla ábyrgð?„Það er kannski ótímabært núna þegar við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvert tjónið er.“ Aukakostnaðurinn vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar er aðallega tilkominn vegna aukins magns járns og steypu. Þá þurfti að færa húsið og skipta um undirlag. Gert er ráð fyrir því að stöðin opni í febrúar á næsta ári og þar með hættir Sorpa að urða heimilissorp.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins.stöð 2Oddviti Viðreisnar í borginni segir viðbótarkostnaðinn afar slæman fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. „Mér finnst þetta bara vont, við erum að fá bakreikning til samans sveitarfélögin upp á 1,4 milljarða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. Þó Sorpa taki lán og greiði komi það fram í ársreikningum eigenda. „Það tekur af okkur slagkraftinn. Slagkraftinn sem við hefðum gjarnan viljað setja núna og erum að setja í skóla- og leikskólamál, í velferðarmál og í uppbyggingu,“ bætir Þórdís Lóa við.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira