Stuttklippt Kim Kardashian vekur athygli netverja Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýnir á sér glænýjar hliðar í myndaþætti sem hún birti af sjálfri sér á samfélagsmiðlinum Instagram í gær. 26.9.2023 14:30
Matti úr Hatara til Þjóðleikhússins Matthías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og sviðshöfundur, hefur verið ráðinn í starf listræns ráðunautar Þjóðleikhússins. Matthías hefur víðtæka reynslu úr íslensku leikhús- og menningarlífi en er þekktastur fyrir leikverk sín og þátttöku í hljómsveitinni Hatara. 26.9.2023 09:49
Náði að fjarlægjast ástarsorgina með tónlistinni „Þetta lag fjallar um að komast út úr erfiðu tímabili og inn í nýjan kafla. Fyrsta platan mín var mjög mikið um ástarsorg og þetta lag er smávegis leiðin út úr því,“ segir tónlistarkonan Nína Solveig Andersen, jafnan þekkt sem Lúpína, um nýja lagið sitt Yfir skýin. 26.9.2023 07:01
„Veistu ekki hver ég er?“ Rappsveitin Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga en lagið fjallar að sögn þeirra um óþolandi týpu á djamminu sem kann sig engan veginn. Stefán Braga var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag. 23.9.2023 17:01
„Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23.9.2023 11:31
Heillaðist af eyðileggingunni „Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 21.9.2023 07:01
Stunur og smjatthljóð í splunkunýju tónlistarmyndbandi Glimmer og gallaefni ráða ríkjum í splunkunýju tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Ultraflex við lagið Digg Digg Deilig. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í pistlinum. 19.9.2023 11:31
Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. 19.9.2023 10:01
Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19.9.2023 07:00
„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18.9.2023 10:47
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent