Mætti með afskorna hendi á sænska endurvinnslustöð Lögregla var kölluð til þegar glerkrukka sem skilin var eftir á endurvinnslustöð í borginni Skellefteå í Norður-Svíþjóð virtist innihalda mannshendi. 18.2.2024 11:58
Lægðabraut yfir landinu færir með sér skúr og rigningu Spáð er suðlægri vindátt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu með skúrum, en að mestu bjart norðaustantil. Suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld. 18.2.2024 09:01
Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. 18.2.2024 08:02
Íslendingar „eigi að skammast sín“ fái hann ekki stig í Eurovision Isaak Guderian bar í gær sigur úr býtum í Söngvakeppni Þýskalands og mun því keppa fyrir hönd landsins í Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Isaak er hálf-íslenskur en móðir hans er íslensk. 17.2.2024 13:36
Ökumenn stoppi stutt á nýjum vegi yfir heitt hraun Unnið er að gerð nýs vegar innan varnargarðanna við Svartsengi sem opnar leið til Grindavíkur og í starfsemi í Svartsengi, þar á meðal Bláa lónið. Hraun fór yfir hluta Grindavíkurvegar og Bláalónsvegar í síðustu viku. Með nýju vegtengingunni verður hægt að fara frá Grindavíkurvegi að Bláalónsvegi sem tengist inn á Nesveg. 17.2.2024 11:28
Þrettán til tuttugu metrar á sekúndu Í dag er spáð austan og suðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með rigningu eða súld og hita á bilinu 2 til 8 stig sunnantil. Norðanlands verður hægari vindur, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig, en þar hlýnar þegar líður á daginn. 17.2.2024 08:22
Reyndi að bíta fólk og flýja undan lögreglu Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Höfð voru afskipti af fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna og á fimmta tímanum í morgun var tilkynnt um mann sem er sagður hafa reynt að bíta fólk í miðborginni. Reyndi hann að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. 17.2.2024 07:53
Skjálfti í Bárðarbungu og áfram landris við Svartsengi Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta. 17.2.2024 07:19
Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 19.1.2024 18:37
Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. 31.12.2023 14:25