Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Af­létta trúnaði um raforkusamning OR við Norður­ál eftir 10 ára bið

Norðurál greiðir í dag 25,24 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund af rafmagni sem fyrirtækið kaupir af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álver sitt Grundartanga, samkvæmt raforkusamningi sem hefur verið opinberaður. Upphæðin jafngildir nú um 3.282 íslenskum krónum en að frádregnum flutningskostnaði fær Orkuveitan 18,89 Bandaríkjadali eða um 2.457 krónur í sinn hlut.

Ávallt best að halda drottninga­rfórnum í lág­marki

Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka.

Verstu janúar­út­sölur frá árinu 2002

Verð á fötum og skóm lækkaði um 6,5% í janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar en síðustu fimm ár hefur liðurinn lækkað að meðaltali um 11% milli mánaða. Er lækkunin nú sú minnsta milli mánaða í janúar frá árinu 2002.

Segir gróf mann­réttinda­brot framin í skjóli bág­borins eftir­lits

Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi.

Í­búða­skortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert

Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert.

Ó­leið­réttur launa­munur kynja 14 prósent árið 2019

Óleiðréttur launamunur kynjanna mældist 14% árið 2019 en var 13,6% árið 2018 og hafði þá lækkað um 1,4 prósentustig frá fyrra ári. Launamunur árið 2019 fór stigvaxandi eftir aldri og var munurinn 1,9% á meðal 24 ára og yngri, 13,3% í aldurshópnum 35-44 ára og 21,2% á meðal 55-64 ára.

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice

Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega.

Sjá meira