Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Innkalla grænkerarétt

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöru að nafni Shicken Butter Curry eftir að málmstykki fannst í pakkningu. Varan hefur verið seld í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaupa og í Vegan búðinni. 

„Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing“

Bubbi Morthens segist sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón eftir að flugferð hans frá eyjunni Krít var skyndilega aflýst í gær. Það eina í stöðunni sé að taka málinu með ró en íslenska hópnum hefur verið tilkynnt að ekki verði flogið til Íslands fyrr en eftir miðnætti að grískum tíma.

Veðrið að skýrast um helgina

Spáð er suðaustlægri eða breytilegri vindátt í dag, þremur til átta metrar á sekúndu og verður skýjað með köflum víða á landinu. Dálítil rigning á suðvestanverðu landinu en annars líkur á dálitlum skúrum, einkum inn til landsins og bætir í skúrina eftir hádegi. Yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti ellefu til sextán stig.

Bubbi stranda­glópur á Krít

Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim.

Sam­keppnin mikil en rokkararnir tryggur hópur

Stjórnendur veitingastaðarins Lemmy ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur og bjóða nú upp á sannkallaða rokkhátíð í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins yfirgefa suðvesturhornið í stórum stíl. 

Vonast til að geta skemmt sér eitt­hvað líka

Að venju leggja fjölmargir Íslendingar land undir fót þessa stærstu ferðahelgi ársins og hefur umferð í gegnum Selfoss borið þess merki. Töluverður fjöldi ökumanna fór yfir Ölfusárbrú á sjöunda tímanum í kvöld og hefur umferðin þar almennt gengið vel í dag.

Lizzo segir á­sakanir um fitu­s­mánun vera ó­sannar

Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi.

Sjá meira