Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 13:15 Bullseye hefur notið nokkurra vinsælda og hýst alþjóðleg pílumót. Vísir/Hulda Margrét „Allt hefur sinn tíma og öll vitum við að á dánarbeðinu lýsir enginn eftirsjá yfir því að hafa ekki unnið meira.” Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim. Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Þetta segir athafnamaðurinn Jón Gunnar Bergs en hann og eiginkona hans María Soffía Gottfreðsdóttir seldu nýverið rekstur Partýbúðarinnar, pílubarsins Bullseye í Austurbæ og tengdar fasteignir í Faxafeni 11 og Snorrabraut 37. Kaupendur eru fasteignafélagið Bergey og fjárfestingafélagið Tunga sem eru bæði leidd af Magnúsi Berg Magnússyni, fjárfesti og fyrrverandi forstjóra danska húsgagnafyrirtækisins NORR11. Partýbúðin hefur lengi verið starfrækt í Skeifunni.Facebook/Jón Gunnar Bergs Jón Gunnar tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni en Viðskiptablaðið greinir frá því að Steinþór Helgi Arnsteinsson og Ásgeir Guðmundsson, eigendur staðanna Röntgens og Skreiðar, muni taka við rekstri Bullseye og Austurbæjarbíós. Þá muni Ágúst Einþórsson, einn af stofnendum Brauð & co. og eigandi BakaBaka og Hressó, sjá um veitingar í húsinu. Ásgeir Guðmundsson er meðal þeirra sem tekur yfir rekstur Bullseye.Stöð 2 Vill lifa lífinu öðruvísi „Tilfinningin er skrýtin, enda hugur minn og tími oft og tíðum upptekinn af rekstri þessara fyrirtækja og fasteigna, allt frá því við keyptum Partýbúðina í 80 m2 leiguhúsnæði á Grensásveginum fyrir 17 árum. Ég lít stolltur um öxl, þetta hefur verið skemmtileg vegferð þar sem bæði fyrirtækin hafa alla tíð stuðlað að ómældri gleði þúsunda viðskiptavina. Á leiðinni hefur Partýbúðin tífaldast að stærð og veltu og Austurbæŕ hefur fengið nýtt líf sem heimsins stærsti pílukaststaður sem hýsir m.a. fjölmörg alþjóðleg pílumót,” skrifar Jón Gunnar og segist sannfærður um að Austurbær eigi eftir að koma til með að springa út enn frekar í höndum nýrra aðila. Ljóst sé að fjölmörg tækifæri séu falin í rekstri Bullseye og Partýbúðarinnar og ákvörðunin um að selja því ekki tekin á rekstrarlegum forsendum „heldur frekar í ljósi þess hvað það er sem á endanum skiptir máli í lífinu.“ „Ef Guð gefur, verð ég áttræður eftir sautján ár og okkur Maríu langar að njóta þeirra á annan hátt en hinna síðustu sautján,” bætir Jón Gunnar við. Ungt og kraftmikið fólk taki við rekstrinum og hann hlakki til að fylgjast með þeim.
Kaup og sala fyrirtækja Reykjavík Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira